Tuesday, March 25, 2008

Er boðið upp á bingedrink hér?

Hér er ég vel haldin af súkkulaði helgarinnar en líka sátt við 7 kílómetrana sem ég var að hlaupa til að viðra mig með sólinni. Loksins komin af stað í hlaupin aftur og verð sérstaklega að þakka Ástu fyrir hvatninguna. Annars er ég ekki bara að blogga til að monta mig á því að hafa hlaupið í dag. Ég verð bara að viðurkenna að bloggheimurinn er hluti af félagslífi mínu og ég saknaði ykkar. En annars er ég sátt við gott gengi í prófi dagsins, á morgun held ég fyrirlestur og kynni heilsueflinguna, hlakka bara til enda vel undirbúin. Þetta verður svona alvöru og fjölmiðlar hafa sýnt þessu áhuga, kannski fæ ég mynd af mér í aftonbladet *blikk blikk* Hitti tannlækninn minn frá Pakistan sem tilkynnti mér það hátiðlega að hann stefndi á það að vinna með mér í framtíðinni, ég tók grunnt í það og sagði að það væri borin von, með honum ynni ég ekki aftur. Ég komst að þrennu um hann í dag. Fyrst að hann hafði aldrei lesið verkefnið "okkar", annað að hann fór á bar um daginn og spurði hvort boðið væri upp á "binge drink" hann langaði altso að komast að því hvaða drykkur þetta væri sem íslenskir krakkar væru að drekka og að lokum að hann er á skilorði í náminu því það er verið að rannsaka hugsanlegan ritstuld hans og svindl í prófi. Niðurstaðan er einföld, samstarfi okkar lýkur á morgun punktur og basta, hvað svo sem þetta basta þýðir.


Annars hlakka ég til að koma heim í júní og hitta ykkur gengið mitt nær og fjær, vona að þið verðið flest fyrir norðan svo ég nái að smella einum á smettið ykkar og telja hrukkurnar sem hafa bæst við hjá ykkur síðan síðast en fyrst og fremst hlakka ég til að ná góðum tíma með vinum og fjölskyldu. Nýjasta tómstundaiðja mín er að skoða fasteignir á netinu og vona að hinar og þessar verði enn til sölu eftir x mörg ár, líklegast þó ekkert of mörg sko. Hörður Breki tilkynnti mér það hátíðlega í gær að hann vill ekki flytja aftur til Íslands og mér fannst það bara helvíti hart, undarlega tvískiptar tilfinningar sem fylgja svona yfirlýsingu. Á annað borð er maður ánægður með að barnið þrífist hér en hinsvegar vill maður ekki að íslenska sálin dofni. Það er tvennt sem gerðist í vikunni sem bendir til að sænski hlutinn nær annaðslagið yfirhöndinni hjá stráksa. Hörður Breki bannar mér að versla í H og M þar sem fátæk börn saumi fötin og bendir systur sinni á að skrúfa fyrir vatnið meðan hún tannburstar sig til að spara dýrmæta orku og vatn. Hmm að vísu þegar ég skrifa þessi orð finnst mér alveg eins líklegt að þetta séu skilaboð runnin undan námi móðurinnar. Blessuð börnin eru orðin þreytt á mér og bókalestri, spyrja hvort ég þurfi nokkuð að lesa svona mikið næsta vetur og sjá mig í hillingum skella öðru hvoru í pönnukökur fyrir þau. Aldrei að vita en allavega er indælt að eftir tvö mánuði er ég formlega hálfnuð með þennan róður.
Bless í bili elskurnar, takk fyrir að vera duleg að kommenta það gefur félagslífi mínu aukið og betra gildi.

13 comments:

Anonymous said...

úff ég fékk líka sting í magann, vegna ákvörðunar Harðar Breka, skríið að Ísland sé hitt landið!!
En gangi þér vel á morgun, þú átt eftir að slá í gegn:)
jæja verð að fara að snúa mér að skattaskýrslunni
kossar og knús frá hönnusúkkulagðimaga

Thordisa said...

Þetta er alveg skiljanlegt þetta er landið þar sem hann er að eignast vini sína. Landið þar sem er hlýtt og gott og þið eigið fallegt heimili. Hann finnur að það er ekki svo mikið mál að fara til Íslands það er vel hægt að skreppa og eiga bæði löndin. En þegar þið eruð flutt heim aftur þá verða tengslin við Svíþjóð öðruvísi. Svona er nú það.

Anonymous said...

ég segi nú bara SHIT !

Það er náttúrulega algjörlega vonlaust að hugsa um það að þið komið ekki tilbaka... hmmm kannski við verðum þá bara að flytja út...

En svona í alvöru þá er vonlaust að eiga BARA einn bróður og hann er í útlöndum og börnin hans hreinlega þekkja ekki börnin mín !!!!
og hana nú !
Eða börnin mín ekki börnin þín....eða þið börnin mín eða .... já þú skilur !

aaa dæs !

Anonymous said...

ahhh já verð nú að bæta því við að snúður er farinn að brosa :)
:)
:)

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Björk grætur stundum enn yfir því að búa ekki í Íþöku lengur... Því lengur sem maður staldrar við þeim mun erfiðara verður að yfirgefa staðinn. Tvö ár voru nóg fyrir mína til að festa djúpar rætur. Hefði ekki boðið í það hefðum við ákveðið að taka doktorinn þarna líka! Þetta var einmitt spurning um hvort við vildum að Björk yrði amerísk eða íslensk.

Anonymous said...

já sko farið að drífa ykkur heim :)

Anonymous said...

Hahahahahah Fahran er svo mikill hálfviti!
Binge Drink
lol
Ég get nú reyndar ekki annað sagt að ég skilji Hörð Breka þegar hann er byrjaður að eignast svona góða félaga hérna eins og Olaf.
Til hamingju með stórkostlega heppnaða verkefniskynningu í dag!!!

Fnatur said...

Jeminn þetta er nú alveg ótrúlegt með þennan "gaur". Frábært að ykkar "samstarfi" er alveg að ljúka.

Já þannig að Hörður Breki er svona sæll í Svíþjóð. Það er allavgena gott að heyra:)
Er á meðan er og síðan tekst maður bara á við flutninga þegar að þeim kemur.

Gangi þér vel í prófunum.

kossar.

Anonymous said...

Tek undir með Eddu sem segir það vonlaust að eiga bara einn bróðir sem búi svo í útlöndum... það er líka vonlaust að eiga bara eina systur og hún býr í útlöndum... og eiga bara einn bróður og hann býr líka í útlöndum!!!!!!!
Eiga svo foreldra sem eru alltaf í útlöndum.
Takk fyrir pent ég vil nú fá ykkur heim og hana nú!
Edda við verðum bara að flytja líka!!!!
knús
Áslaug

Anonymous said...

Þessi gaur er nú alveg hrikalegur! Eins gott að þú losir þig við hann, og hana nú.
Endilega komiði aftur heim - en ég ætla sosem ekki að bæta mér í kórinn sem er nógu stór fyrir :-). Skil Hörð Breka vel.
Hlakka til að sjá þig í júní - verðið þið ekki hérna hinumegin við botnlangann?
Knús úr Snægilinu,
Ingibjörg

Anonymous said...

Hæ sæta mín verð að byrja á að gefa áslaugu og eddi púnta fyrir gott kommemt, annars bara vona ég að þetta hafi allt saman gengið vel og sakna ykkar líka knús til familyunar í heild sinni helgamagragengið :)
p.s. Hörður er búin að sanna það hér með að hann kann að aðlagast þannig held ég að hann verði fljótur til þegar þið komið heim með alla fjölsk. og gömlu vinina í kringum sig :)

Hogni Fridriksson said...

Ljómandi skemmitlegar frásagnir hjá þér. Kannast vel við þessar pælingar um hvar í heiminum sé best að vera bæði hjá sjálfum mér og afkvæmunum. Ég hlæ oft að þeirri fullyrðingu sem ég lét út úr mér við hárgreiðsludömu í vesturbænum að ég ætlaði sko ekkert að þvæla börnunum mínum um allan heim, ég væri búinn að gera nóg af því sjálfur.

í Október verðum við búinn að eiga heima í fjögur ár í Ft. Wayne og það er langlengsti tími hjá okkur Fanney á einum stað síðan við hófum búskap. Það er ekki öll vitleysan eins- ha ha ha.

HF

Bromley said...

Eldri drengurinn minn saknar stundum Englands, þegar ég geng á hann er það nú bara sú staðreynd að þar var pizza í matinn í skólamötuneytinu einu sinni í viku.
Heyrðu rosalega er ég ánægð með hlaupin þín!
Ef þú flytur einhvern tímann til Akureyrar þá skulum við stofna hlaupahóp (ef ég endist það að búa hérna-doldið þreytt á snjónum í augnablikinu)

ástaó