Snýtið og kvefið er enn að hreiðra um sig í mér, sérlega óvelkomið og ég vinn í því að það hunskist í burtu, borða mandarínur, drekk te og kúri í rúmi í dag. Fúlt þar sem ég missi fyrir vikið af seminar sem ég er búin að hlakka til alla vikuna um homma, lesbíur og mannréttindi. Ég er búin að vera annars á alveg frábærum kúrsi, Sexual reproductive health and rights, hann tekur á þar sem viðkvæm málefni eru rædd í hópi fólks frá öllum heiminum en vá hvað það einmitt er lærdómsríkt. Önnin sem sé með svona eldrauðan varalit. Í gær var ég á fyrirlestri sem m.a. fjallaði um umskurð kvenna, svakalegt málefni og á morgun mun ég leggja því lið og fyrirlesa um píkublómaprojectið mitt. Nú nýlega hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin einmitt skilgreint "fegrunaraðgerðir" á píkum sem eina gerð af umskurði kvenna. Art for health er því nálgun mín þessa dagana og ég vona innilega að mér eigi eftir að gefast fleiri tækifæri til að nýta listina í þeim tilgangi.
Ma og pa komu í gær, gott gott, hér verður því þrifið og reyttur arfi næstu daga en þessar elskur vilja alltaf hafa eitthvað fyrir stafni og leggja okkur lið, okkur finnst það dásamlegt. Vona að í kjölfarið myndist reiða á þessu heimili sem geri okkur kleift að taka upp jóladót og byrja að skreyta svolítið og ekki væri verra að leggja í piparkökubakstur eða jafnvel laufabrauð.
Um helgina mun ég ásamt góðum hópi kollega minna, dreifa bæklingum og ræða við unglinga um heilbrigt mataræði, hluti af heilsuverkefni sem við erum að gera, hlakka bara til enda alltaf gaman að ræða við unglinga og jafnvel vekja þá til umhugsunar. Læt fylgja með bæklinginn sem ég og Nannan mín hönnuðum, dásamlegt að hafa aðgang að hæfileikum unglings í tölvuvinnslu og grafískri hönnun. Nú ætla ég að fá mér te og mandarínu og bíða eftir knúsi frá ykkur.
ps: einhverra hluta vegna þá eru litirnir eitthvað asnalegir sem þið sjáið, blár er ekki liturinn heldur rauður, þið verðið bara að nota hugarflugið.
Thursday, November 20, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Knús, faðm, koss og kyss. Flottur bæklingur hjá ykkur Nönnu, svosem ekki við öðru að búast hjá svona listrænum konum! Frábært að fá mömmu sína og pabba til að ræsta smá út og koma skikki á hlutina, ég skil ekkert í því að enginn komi til mín og þurrki af því það veit Guð að ekki veitir af hahaha. Kannski þú sendir bara mömmu þína til mín og ég fái afnot af einu stykki mömmu :-) æ meira bullið. Hafðu það gott og láttu þér batna sem fyrst. xxx
Svaka flottur bæklingur hjá ykkur :)
Knús og kram
erum á leið út í snjóinn og frostið
Edda og Ásbjörn
fyll hjärnar med yfsiloni ekki fill hjärnan, bara svona til ad kommenta eitthvad´
Tobba
reita arfa? er ekki nóvember í Svíþjóð?
Systa
Frábært framtak hjá þér og þínum með heilsubæklinginn. Ekki veitir af. Já minnstu ekki á þá afskræmingu sem umskurðurinn er og þetta fegrunardæmi með píkurnar!!! Hvað er málið?? Er einhver sem er alltaf að horfa á manni píkuna svo að maður verður að vera með fallega píku???
Það e nú eitthvað sem ég bara nenni ekki að hugsa til enda. Hef reyndar séð píkublómin þín og eru þau með fallegri píkum sem ég hef séð. Knús á þig og kvefið. Kv INGA
Ef ég má leggja út af spurningum síðasta mælanda... Er mikið af fólki í heiminum sem þjáist á sálinni af því að því finnst píkur upp til hópa ógeðslega ljótar nema það sé búið að strekkja þær í klessu? Eru píkusögur á leiðinni í slúðurfréttir ruslafjölmiðla þar sem frásagnir af appelsínuhúð eru núna? Ég sé það fyrir mér: "Athygli og áhyggjur vekur að Jerry Hall, 52 ára fjögurra barna móðir, getur ekki lengur beygt stálrör með píkunni eins og þegar hún var tvítug. Sjáið myndirnar!" Viljum við heim þar sem stelpur grátbiðja um píkustrekkingu í fermingargjöf? Verndum píkuna!
flottur bæklingur hjá þér sæta mín, greinilega skemmtilegt verkefni þarna á ferð.
mér finnst líka hreint frábært hvað píkublómaverkefnið þitt fær tækifæri til að koma á framfæri og væntanlega þróast. var einmitt að skoða mydnirnar af svínlundunum góðu frá því þarna um árið og var að hugsa um það að ég þyrfti að senda þér þær, þær eru svo magnaðar:)
kossar og knús
Knús á þig Brynja mín! Vonandi ertu að jafna þig á pestinni.
Flottur bæklingur hjá ykkur, eins og við var að búast.
Kossar og knús, Ingibjörg
Frábært hvernig listin kallast á við mannréttindi og heilsu í píkublómunum. Þú ert ógissilega klár Brynja mín:). Er sjálf á barmi taugaáfalls hér heima við að kenna syni mínum að drekka ógeðismjólk sem hetir Nutramigen svo ég geti hætt með hann á brjósti og farið að gúffa í mig rjóma og ís, svona er maður nú gott foreldri! Kv. Jóhanna
Post a Comment