Goran Bregovic, Goran Bregovic, Goran Bregovic. Svo fallegur í hvítum jakkafötum með úfið hár. Hrífandi, glaður og kynþokkafullur. Hann spilar, syngur, slær taktinn, berfættur í skónum og með útréttann arminn fær hann fólk til að fara í sleik.
Malmö konserthall var yfirfull í gærkveldi, þegar Maðurinn sjálfur gekk inn við dynjandi lúðraþyt gat maður ekki annað en æpt, geðshræringin var yndislega vímukennd og kitlið og ærslin innra með manni voru kærkomin. Æi hvað það var gaman, við stóðum upp úr sætunum okkar þegar trommurnar, lúðrarnir og söngurinn kitlaði mann svo ógurlega að það var ekki annað hægt en að dilla sér og ærast í takt, ef pláss hefði leyft hefði salurinn dansað í einum allsherjarhring. Kærleikurinn og gleðin yfir því að vera til var allsráðandi, ég elska Goran Bregovic.
ps: Hér var reyttur arfi í dag, snjórinn er horfinn, blessuð sé minning hans
Saturday, November 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
hérna verður enginn arfi reyttur á næstunni, hér er snjór yfir öllu, ljólaljósum fjölgar í gluggunum, allt að verða svo jólalegt, og ekki síður nú þegar ilmur af jólasmákökubakstri fyllir húsið:)
Mikid var nu gaman ad thid höfdud gaman og takk fyrir ad passa Helguna okkar, alltaf gott ad fara i sleik.
Tobba
mmmm..... lítur út fyrir að vera algjör stallion þessi gaur. Ha en skön vecka vännen. Kremja INGA þunna
Djöfull væri ég til í að detta í það núna. Sjitt.
Post a Comment