Thursday, November 06, 2008

hámur

kannist þið við þegar það dettur úr ykkur orð? Ég gleymdi í dag orðinu yfir hrægamm. Bekkjarfélagi minn minnti mig svo á hrægamm því hann var eitthvað með svo mjóan og langan háls, var samt frekar vinalegur öfugt við hrægamma sko, hvað um það. Ég bara gat ekki einbeitt mér fyrr en ég mundi orðið. Skrifaði því niður á blað eitthvað sem mér fannst minna mig á það orð sem ég leitaði offari að í huga mér. Tillögur mínar voru þessar:
hámur
gámur
gammur
og þá loks datt orðið inn, mikið lifandi skelfing varð mér létt og ég gat einbeitt mér að fyrirlestrum dagsins.

9 comments:

inga Heiddal said...

hahahaha... Þið vinkonurnar eruð með fyndnara fólki sem ég hef heyrt í ef maður getur sagt svo. Knús á þig inn í helgina. Kremja INGA

Anonymous said...

Allt of langt síðan ég kíkti hér á síðuna,frétti samt af þér í gegnum Þórdísi. Mannst þú eftir vinkonu minni Tinnu Ingvarsd sem var með mér í myndlistaskólanum? hún er í mastersnámi í lögfræði, lýkur í vor og stefnir á meira nám og var bent á að í Lundi væri kennt eitthvað sem hún hefur sérstakan áhuga á. Nú er hún alveg veik að ná sambandi við einhvern sem þekkir til í Lundi, hún er með tvö börn, 4 og 13 svo það er að ýmsu að hyggja eins og þú veist þegar maður flytur milli landa. Værir þú fáanleg til að gefa henni einhverjar upplýsingar um aðstæður þarna úti? Ef þú getur, eða nennir,leyfðu mér þá að heyra frá þér. Hafðu það gott, kveðjur til allra, Affí

Anonymous said...

Hámur hahahahah, krúttlegt

brynjalilla said...

ekki málið affí

Anonymous said...

er þetta ekki einmitt eitt af því allra mest pirrandi af öllu ...

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Skil þig fullkomlega í gærkvöldi var ég í klukkutíma að reyna að muna nafn á íslenskri gamanmyndaleikkonu, sem Sveinbjörn sagði að væri Ólafía Hrönn, en ég vissi betur, svo fór ég nú bara á netið og fann hana, Helga Braga Jónsdóttir, allavega
ég held að þetta sé bara svona þegar maður býr í útlöndum skil td ekki ennþá hvað er vitlaust við það að segja "eins og útspítt hundskiti" en Valli hló allavega mikið, mér finnst þetta reyndar ekki lógískur málsháttur en hvaða málsháttur er lógískur ha, sníða stakk eftir vindi sé bara ekki neitt athugavert við það, og skil bara ekkert hví fólk er alltaf að líkja mér við Bibbu á Brávallargötunni.
Þetta var nú dropinn sem fyllti i-ið
Hvað ætli Dúfu Þrastardóttur fuglafræðingi finnist um fuglanafnið gámur. Stór fugl sem á stendur Eimskip!

Fnatur said...

Ó Brynja, ég kannast svo sannarlega við þetta.
Hefur oft komið fyrir mig og er alveg óþolandi tilfinning.

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Heldurdu að 229 manns hafi ekki kíkt á my profile ( eins og ég er nú ógeðslega ljót í prófíl) síðan ég byrjaði að blogga!!, hvaða fólk ætli þetta sé, ha,
Finnst eins og einhver sé að njósna um mig, spá í að setja inn einhverja bölvaða vitleysu þar og myndi gera það ef ég einhvern tímann i framtíðinni yrði ekki virt prestfrú, austur á landi, vissurðu að það stendur skírum stöfum í kirkjulögum að eiginkona presta eigi að sópa kirkjugólfið!!, Sveinbi getur sko sópað sjálfur sitt kirkjugólf, ég skal hins vegar pússa bekkina upp, mála þá hvíta, fá lánaða kertastjaka og madonnustyttur, by the way ætli hann geti ekki orðið prestur í Frakklandi eða Ítalíu, þar eru kirkjurnar miklu frekar að mínu skapi.
knús í hvert hús, þín Tobba

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þetta er algjörlega daglegt brauð hjá mér, en er samt meira í að muna ekki mjög hversdagsleg orð á ensku. Gat t.d. ekki munað hvað brjóstahaldari var á ensku um daginn... datt auðvitað helst í hug bara bein þýðing á íslenska orðinu boobs container sem mér fannst ógisslega fyndið - var hins vegar umkringd ofurdýfum á fræðasviðinu þannig að ég ákvað bara að þegja.