Tuesday, November 25, 2008

skitið víða til skrauts

Enginn var arfinn reyttur því svo lánsöm vorum við að hér skall á haglél og hríð svo um munaði, hvítari jörð höfum við ekki séð lengi og við fögnum snjónum og birtunni sem honum fylgir. Arfinn fær að vaxa og monta sig fram á vorið haldandi að hann lifi veturinn af. Snjórinn sparkaði okkur í rassinn og blés rykinu í burtu, jóladótið fékk sinn heiðursess eftir ársbið í kössum sem nagaðir hafa verið af heimilisdýrunum, mýsnar sjá um sig og hafa látið vel að jólakertunum og skitið víða til skrauts, við afþökkuðum það þó pent og engan heiðurssess fékk skíturinn. Piparkökubaksturinn gekk vel að venju og árleg skreyting er yfirstaðin, gjöriði svo vel elsku vinir, verst að ég á ekki kaffi líka handa ykkur.

Haglélið


Piparkökufjölskyldan 2008

amma að knúsa stóra strákinn sinn

Skrýtnar á svipinn en líkar

sætabrauðsdrengurinn

Reyndu nú að gera þetta almennilega

Einbeitt


Sykur í sætum munni

Vandað til verksins

Amminamminamm

Ekta kærleikur

þær leynast víða

Litfagurt og góður endir á piparkökuframleiðslunni, saltkjöt og baunir túkall

Svona máltíðir orsaka margar heimsóknir á bráðamóttökuna, en gott var það á meðan var



Í lokin fótabaðsmyndir af sætum tásum


16 comments:

Anonymous said...

:) verði ykkur vel að góðu skreyttu kökurnar og ekki síst saltketið. Kveðjur til allra.

Þorgerður Sigurðardóttir said...

mikid rosalega er dottir min falleg tharna. Takk fyrir ad leyfa henni ad vera med medan modirinn vann visindastörf.
Knus a lidid, langar mikid til ad smakka thessar fallega skreyttu kökur. Viss um ad Valli gerdi thaer flottustu.
Tobbelius

Þorgerður Sigurðardóttir said...

mikid rosalega er dottir min falleg tharna. Takk fyrir ad leyfa henni ad vera med medan modirinn vann visindastörf.
Knus a lidid, langar mikid til ad smakka thessar fallega skreyttu kökur. Viss um ad Valli gerdi thaer flottustu.
Tobbelius

inga Heiddal said...

Sæt fjölskylda að störfum í sýnist mér sænsku Lindigö eldhúsi... Sem er jafn sætt og fjölskyldan... :=) kv INGA í engum snjó!!á Íslandi

Anonymous said...

mmmm nú fer jólaskapið mitt að birtast :)

brynjalilla said...

var að hugsa um þarnæstu jól þegar KOlfinna og Ásbjörn munu hjálpa okkur við piparkökuskreytingarnar, það finnst mér notaleg tilhugsun

inga Heiddal said...

HA HA HA.... Já Ég ,um mig, frá mér ,til mín....

imyndum said...

Gaman að sjá myndirnar af ykkur í jólaundirbúningi. Það er komið ár síðan við vorum hjá ykkur.

Saknaðarkossar
Rosa

Anonymous said...

vei það verður skemmtilegt að vera með ykkur í piparkökunum að ári :)
Hér á Íslandi hefðum við notað músaskítinn sem skraut og bara kennt börnunum að skafa hann af fyrir át - en hér er jú kreppa !!

HAHHAA oj

Knús til ykkar
Edda

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Dugnaðurinn í ykkur og listfengið gífurlegt.

Unknown said...

blessi ykkur

arnar

Anonymous said...

Fallegar myndir af fallegum kökum og fólki. Jólaskapið er greinilega komið hjá ykkur.
Knús frá mér til þín Brynja mín og fjölskyldunnar.

Anonymous said...

Hrikalega er þetta næs. Ég er heltekin af nagandi samviskubiti að vera ekki að hengja jólaóróa upp um alla veggi og bakandi piparkökur og ástarpunga. Samviskubit er augljóslega besta leiðin til að koma jólunum inn á heimili til okkar hér, ég fer að grafa upp uppskriftir á netinu ekki seinna en strax. (Gerði reyndar nokkra músastiga um daginn, allt jólaskrautið var skilið eftir heima á Íslandi...)
Njótið aðventunnar!

Thordisa said...

Bakaði súkkulaðibitakökur og lakkrístoppa í kvöld allt betra en að læra hehe en eyði svo morgundeginum og sunnudeginum í prófbúðum í fjárhagsbókhaldi svo ég á það inni að slaka aðeins á seinni part dags. Knús til þín fallega piparkökukona...

Anonymous said...

er hún á túr ???

brynjalilla said...

tja þú mátt ráða, gæti líka verið blóðrjóð og ástfangin