Þegar ég var lítil voru jólin komin þegar Sigga og Ingvar í næsta húsi voru búin að setja jólaseríuna í búrgluggann hjá sér. Ég man svo vel hvað ég gat horft á tígullaga og marglita seríuna úr herbergisglugganum mínum og dáðst að fallegu birtunni. Yfirleitt voru hvít jól og birtan sem sló á snjóinn breiddi úr sér og í huga mínum urðu til ótalmörg ævintýri. Yfirleitt var snjórinn þakinn demöntum og gimsteinum sem voru í eigu óþekktrar prinsessu handan við hafið. Gimsteinana hafði borið á land frá strönduðu sjóræningjaskipi. Ég hafði líflegt ímyndunarafl og hef í raun enn, stundum tekst mér jafnvel í hughrifningu yfir einhverri hugmynd blaðra henni upphátt og kveikja undrun og jafnvel áhyggjur í andlitum viðmælenda minna. En það er gott að vera barn um stund og knúsa það og kjassa. Í gær heyrði ég sögu af norskum heimspekingi 93 ára gömlum sem mælir með að fólk leiki sér meira. Þess til styrks ber hann dúkku öllum stundum og leikur sér að henni. Já vissulega hljómar það á mörkunum en samt, ef maður veltir þessu aðeins fyrir sér þá er margt til í þessu. Við eigum að leika okkur oftar. Það er gott að gleyma amstri, skyldum og áhyggjum um stund. Að leyfa huganum að fljúga, andanum að þenjast, líkamanum að sprikla, búa til ævintýri, dreyma dagdrauma, lifa í núinu, hlæjandi og leikandi sér með þeim sem maður elskar. Þær stundir safnast ekki bara í góða minningarpokann heldur líka í hjarta þeirra sem njóta. Með leiknum eru sáð dýrmæt fræ til að takast á við tilveruna í jafnvægi við sjálfan sig og sína brosandi eða þegar þannig stendur á með styrk sem hefur búið um sig í sál viðkomandi.
Elskulega fólkið okkar hér koma myndir af jólagleðinni hjá okkur í Signalvägen 20, hún er búin að vera yndisleg, letileg, skemmtileg og gleðileg.
Það var komið að Dagrúnu í ár að setja jólastjörnuna á tréð
Rauðkálsgerð hertók allt daginn fyrir Þorlák
Á Þorláksmessukvöld, hugað að krullum
Taka 1
Það var þeim kvöl að láta stilla sér upp en það tókst samt
ánægð með krullurnar sínar
Ómissandi ölið og brúnuðu kartöflurnar
Góður þó hann sé danskur
Erfitt að bíða
Amminamminamm
Spennandi
jólaknús
Strákarnir að leika sér
Að setja strípur í Bratz sló í gegn
Niðursokkin
Í eins kjólum frá ömmu Stínu
Upprennandi boxari
Hangikjötið á sínum stað á jóladag
ljúffengt
god fortsättning eins og sagt er hér eða gott áframhald
Saturday, December 27, 2008
Saturday, December 20, 2008
Wednesday, December 17, 2008
Hvað þið eruð yndisleg og skemmtileg
Elskurnar mínar, það mun koma tími fallegra handskrifaðra jólakorta á ný. Synd að gefa sér ekki tíma í að skrifa ykkur öllum hverju fyrir sig persónulegar orðsendingar:
Hvað þið eruð yndisleg og skemmtileg
Þökk fyrir sérstaka samveru á líðandi ári
Yfirlýsing um að hittast á nýju ári (er reyndar alveg hætt því hehe)
Hvað við söknum ykkar
Upprifjun á mikilvægum augnablikum
Þökk fyrir vináttu og hlýju
osfrv.
Það er bæði gott og ljúft að senda fjölskyldu og vinum kort, líka þeim sem manni þykir vænt um en hittir ekki svo oft, það er líka gott og ljúft að fá kort því það færir okkur öll aðeins nær hvort öðru.
Hvað þið eruð yndisleg og skemmtileg
Þökk fyrir sérstaka samveru á líðandi ári
Yfirlýsing um að hittast á nýju ári (er reyndar alveg hætt því hehe)
Hvað við söknum ykkar
Upprifjun á mikilvægum augnablikum
Þökk fyrir vináttu og hlýju
osfrv.
Það er bæði gott og ljúft að senda fjölskyldu og vinum kort, líka þeim sem manni þykir vænt um en hittir ekki svo oft, það er líka gott og ljúft að fá kort því það færir okkur öll aðeins nær hvort öðru.
Tuesday, December 16, 2008
prump guðs
Ég hef bara einu sinni áður fundið fyrir jarðskjálfta, sat þá á fundi í rólegheitunum í gamla skóla þegar ég kenndi í MA, smá þytur, mjúkleg hreyfing og bylgjukennd tilfinning, man hvað ég var glöð að hafa loksins fundið fyrir jarðskjálfta. Aðeins öðruvísi í morgun þegar við vöknuðum við hristinginn og hávaðann enda nánast á upphafspunkti skjálftans. Allir heimilisbúar vöknuðu nema auðvitað svefnpurkan mín hún Dagrún. Frekar óþægilegt að vakna svona, sérstaklega var nannan mín skelkuð og stráksi sem spurði hvort þetta væri hættulegt. Fyrst héldum við að það væri brjálað rok og að trampolínið hefði fokið á húsið. En áttuðum okkur nú fljótlega að þetta hlyti að hafa verið jarðskjálfti. Því þegar við litum út þá var ljóst að það var blankalogn og greinilegt að aðrir höfðu vaknað við hristinginn þar sem ljós kviknuðu víða í húsunum um kring. Fengum símtal í morgunsárið áður en ljóst var að þetta var jarðskjálfti og draumkenndar kenningar lagðar fram, prump guðs, lest af himnum ofan og þar fram eftir götunum. En skrýtin tilfinning því jarðskjálfti einhvernveginn er ekki á dagskráliðum okkar hér í Sverige, en jæja gott að hann var spakur og engar skemmdir né slys urðu. Verð samt að viðurkenna að mér fannst hálf erfitt að senda krakkana í skólann í morgun, eftirprump situr í hausnum mínum nefnilega.
Sunday, December 14, 2008
Kleinachten 2008
Nautnin, gleðin, hamingjan, vináttan, þetta voru frábær kleinachten og þið fáið ykkar skerf í myndum svona framan af kvöldi, sprellið og grínið var auðvitað með í för en er ekki myndbært hér, þið sem hafið verið með okkur undanfarin ár á kleinachten vitið hvað ég á við "blikkblikk". Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt þetta góða fólk sem var hjá okkur í gær, fyrir framlag allra að gera þetta kvöld bara svo einfaldlega dásamlegt.
Eldað af lyst og list
Súpan, stútfull af vítamíni og kærleika
Skál
Elskulega fólk
Kósý litlujól
Fallegt fólk
Gott að slafra sorbet
Andri ljúfurinn gaf okkur þumalinn
Valur og Rósa njóta matarins
Íslenska lambið klikkar ekki
Það rann ljúft ofan í maga
Tekist á við eftirréttinn
Stoltur veislustjóri
Pakkarnir vöktu þvílíka lukku
Og svo var dansað fram í rauða nóttina
Eldað af lyst og list
Súpan, stútfull af vítamíni og kærleika
Skál
Elskulega fólk
Kósý litlujól
Fallegt fólk
Gott að slafra sorbet
Andri ljúfurinn gaf okkur þumalinn
Valur og Rósa njóta matarins
Íslenska lambið klikkar ekki
Það rann ljúft ofan í maga
Tekist á við eftirréttinn
Stoltur veislustjóri
Pakkarnir vöktu þvílíka lukku
Og svo var dansað fram í rauða nóttina
Friday, December 12, 2008
silfurþræðir
"ljúfasti" sagði hún og kyssti daginn. Svona fallegur og alvöru snjór í heiði. Jólatónlistin var sett á. Uppsafnað ryk frá brotfför móðurinnar fengi nú að taka sitt síðasta andvarp. Jólalaukarnir voru byrjaðir að blómstra og ilmurinn var ekki í takt við draslið sem fengi að fjúka í dag. Hún klæddi sig í gamlan kjól, setti hárið í stert, skreytti það með silfurþræði í tilefni Lúsíu og setti gloss á varirnar. Morguntebollinn var dýrkaður sem aldrei fyrr og farið yfir verkefni dagsins:
þvo þvott
Ryksuga
Þurrka af
Þrífa klósettin
Skúra
Flokka rusl
Fara í foreldraviðtal
Gera pizzudeig
Lesa 20 bls. í heilsuhagfræði
Skila verkefni um útbreiðslu og aðgerðir gegn klamydíu
Setja lambalæri í mareneringu
Undirbúa forrétt
Fá lánað leirtau
Setja á sig andlitsmaska og smyrja "brun utan sol" á sig
Já ljúfasti vertu velkominn, á morgun koma litlu jólin, kleinachten. Hún stóð upp, bretti upp ermarnar, í dag verða silfurþræðir fléttaðir í huga og á heimili, hér skal hátið haldin.
þvo þvott
Ryksuga
Þurrka af
Þrífa klósettin
Skúra
Flokka rusl
Fara í foreldraviðtal
Gera pizzudeig
Lesa 20 bls. í heilsuhagfræði
Skila verkefni um útbreiðslu og aðgerðir gegn klamydíu
Setja lambalæri í mareneringu
Undirbúa forrétt
Fá lánað leirtau
Setja á sig andlitsmaska og smyrja "brun utan sol" á sig
Já ljúfasti vertu velkominn, á morgun koma litlu jólin, kleinachten. Hún stóð upp, bretti upp ermarnar, í dag verða silfurþræðir fléttaðir í huga og á heimili, hér skal hátið haldin.
Monday, December 08, 2008
sum spor eru fallegri og ljúfari en önnur
Sumir dagssetningar marka mikilvæg spor, sum spor eru fallegri og ljúfari en önnur, dagurinn í dag er stór dagur án þess að það verði nánar til frásagnar fært. Til hamingju, til hamingju.
Saturday, December 06, 2008
brúntertur, ritz og majó
Ég var að gera sorbet, svo sem ekki í frásögur færandi en hmmm, ég gerði bæði óáfengt og áfengt, var sem sé með 2 skálar. Þegar ég í natni minni og vandvirkni var svo að setja herlegheitin í frysti tókst mér að hella öllu úr annarri skálinni ofan í frystinn, það jákvæða var að þá þurfti ég að þrífa skúffuna sem var einhverra hluta vegna öll í pytt i panna bitum og gömlum grænum baunum. Á morgun verðu annar í sorbet og í nótt klukkan 4 mun ég rísa úr rekkju til að hræra vel í því sem lenti mjúklega í frystinum, það finnst mér gaman og vera hluti af sorbetgerð. Dettur ekki í hug að gera sorbet snemma dags svo ég geti hrært í því seinna um daginn, nei um nótt skal vera hrært, það verður minn sunnudagsnæturgjörningur.
KLassískt jólaball í dag, við náðum í skottið á síðasta sálminum í messunni, svo var dansað í kringum jólatré og loks snæddar brúntertur, ritz og majó. Hér koma nokkrar myndir
Jólaball, trall
Nágrannastelpurnar, Dagrún, Helga og Sylvía
Elsku stelpurnar
Kanntu að flétta var spurning sem lá á hjarta dóttur minnar, Jólasveinninn ku ekki kunna það og Dagrún bauðst til að flétta á honum skeggið
Sóley var pínu hissa á þessu umstangi, jólahvað?
Á meðan sungið er heims um ból, er best að fara í skæri, blað, steinn
ja eða sjómann
KLassískt jólaball í dag, við náðum í skottið á síðasta sálminum í messunni, svo var dansað í kringum jólatré og loks snæddar brúntertur, ritz og majó. Hér koma nokkrar myndir
Jólaball, trall
Nágrannastelpurnar, Dagrún, Helga og Sylvía
Elsku stelpurnar
Kanntu að flétta var spurning sem lá á hjarta dóttur minnar, Jólasveinninn ku ekki kunna það og Dagrún bauðst til að flétta á honum skeggið
Sóley var pínu hissa á þessu umstangi, jólahvað?
Á meðan sungið er heims um ból, er best að fara í skæri, blað, steinn
ja eða sjómann
Friday, December 05, 2008
daðrandi, lofandi
Þetta samband mætti kalla ástarhatursamband, hingað til. Samskipti mín við hana síðustu önn voru yfirleitt þrungin spennu, pirringi en sjaldnast gleði og jafnvægi. Yfirleitt var ég í fýlu þegar ég fór að hitta hana og þegar égl loks lét mig hafa það þá einhvernveginn tókst okkur ekki að ná takti saman. Ég horfði oft á hana skilningsljó í leit að svörum eða hún horfði á mig með fyrirlitningu og gaf skít í viðleitni mína að reyna að kynnast henni almennilega og komast innundir þennan frekar fráhrindandi skráp. Ég gaf henni heilmikið, tíma, þrautseigju og blíðu þegar vel lá á mér. Allt kom fyrir ekki, henni tókst samt að blekkja mig og ég hélt um tíma að ég þekkti hana vel, skyldi hana og gæti jafnvel stutt mig við hana í framtíðinni þegar ég þyrfti á henni að halda.
Hún liggur núna á borðinu mínu, opin, björt og gefandi. Hún brosir til mín daðrandi, lofandi og við vitum báðar að nú mun þetta breytast. Hugarfarsbreytingin er algjör, ég les hana, hún les mig. Við erum orðnar alvöru vinkonur og erum báðar þakklátar fyrir að fá annað tækifæri. Ég strýk henni blíðlega og hún er búin að lofa mér að opna mér nýja heima, hún mun eiga tíma minn, sál mína og líkama í dag. Við heilsumst á ný glaðar í bragði, ég og heilsuhagfræðin.
Hún liggur núna á borðinu mínu, opin, björt og gefandi. Hún brosir til mín daðrandi, lofandi og við vitum báðar að nú mun þetta breytast. Hugarfarsbreytingin er algjör, ég les hana, hún les mig. Við erum orðnar alvöru vinkonur og erum báðar þakklátar fyrir að fá annað tækifæri. Ég strýk henni blíðlega og hún er búin að lofa mér að opna mér nýja heima, hún mun eiga tíma minn, sál mína og líkama í dag. Við heilsumst á ný glaðar í bragði, ég og heilsuhagfræðin.
Monday, December 01, 2008
meira á hús en í munn
Annar í piparkökum var tekin á fyrsta í aðventu. Sykurhúðaður sunnudagurinn var indæll, lítið var hugsað um tannheilsu en sálartetrið var hinsvegar nært með samveru, iðjusemi, listrænum tilbrigðum og sykri að sjálfssögðu. Reynt var að gæta hófs með því að setja meira á hús en í munn, ofskreytingin því þema dagsins og útkoman fullnægjandi. Vil vekja athygli á að stærra húsið er eftirlíking af húsinu okkar en Valur og Nanna voru langt fram á laugardagskvöld að hanna herlegheitin, frúin sá um verkstjórn á skreytingum hinsvegar.
Sætabrauðsdrengirnir
Góð æfing fyrir tvíhöfðann
Þetta er farið að taka á sig mynd
Iðjusemi í eldhúsinu
Bros á sunnudegi
Vandað sig, miklar pælingar með form og litasamsetningar
Slottið og kofinn
Fallega ofskreytt
Bætt aðeins við fyrri framleiðslu
Boðskapur lýðheilsufræðingsins, piparkökur með spínati
Þeir svitnuðu ekki en góð hugarleikfimi
Sætabrauðsdrengirnir
Góð æfing fyrir tvíhöfðann
Þetta er farið að taka á sig mynd
Iðjusemi í eldhúsinu
Bros á sunnudegi
Vandað sig, miklar pælingar með form og litasamsetningar
Slottið og kofinn
Fallega ofskreytt
Bætt aðeins við fyrri framleiðslu
Boðskapur lýðheilsufræðingsins, piparkökur með spínati
Þeir svitnuðu ekki en góð hugarleikfimi
Subscribe to:
Posts (Atom)