Allt jólaskraut komið ofan í kassa, teljós víða og kotasæla í ísskápnum. Hversdagurinn bíður góðan daginn og er boðinn velkominn svo um munar. Merkilegt hvað hann er alltaf þægilegur eftir hátíð ljóss og friðar, ofáts og leti. Janúar með stóru J er byrjaður, annríki og bloggleysi mun einkenna hann, prófalestur er hafinn en síðasta prófalotan hefst á mánudaginn og lýkur þann 19.jan. þá verður andað léttar, dans stiginn og notalegheitum hampað í stutta stund áður en rannsóknarvinna hefst með íslensku trukki. Hlakka til að vinna í alvöru lífsins um stund og vera formlega búin með alla lýðheilsukúrsa innan þessa náms allavega.
Börnin byrja í skóla ekki á morgun heldur hinn og koma sjálfum sér á óvart með að hlakka örlítið til, hversdagurinn er ekki svo óvelkominn hjá þeim heldur. Valur heldur áfram að lækna sjúka og telja kjarkinn í fólk.
Dagurinn í dag er ágætur, ég les heilsuhagfræði, börnin leika við vini og Valur nýtur þess að það er rauður dagur í dag með tilheyrandi tölvuspili og sófakúri, ég öfunda hann ekki neitt múhhahahahaa eða þannig.
Elskurnar skjótið upp þrettándann og löstum sem þið viljið vera án og takið falleg og stefnusterk skref inn í árið án þess að láta nokkurn yfir ykkur vaða í allt of stórum stígvélum.
Tuesday, January 06, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Er það ekki akkúrat þegar maður gerir sér grein fyrir að hið "venjulega" er tilhlökkunarefni að maður lifir góðu lífi?
held að Rósa hafi hitt naglann á höfuðið þarna !
Svo náttúrulega eigið þið svo flott dagatal að þið hlakkið alltaf til að kíkja á það á hverjum degi ;) heheh
Hér er 9 stiga hiti og vorvindar barasta.. búin að labba útí þorp og niður í bæ og aftur heim. Vindbarin rjóð og sælleg við Ásbjörn og ætlum að fara að borða afganginn síðan í gærkvöldi...mmm steiktur fiskur :)
Heyrumst síðar
Edda
Dásamlega skemmtileg færsla hjá þér. Gangi þér vel í próflestri og prófum. Kommenta hjá þér í mánuðinum jákvæðni og hressleika til að halda þér á tánum...:=) kv INGA
Hæ prinsessa.
Er búin að hlægja mikið af vitleysunni okkar í gær. Vona að þú þraukir í gegnum próflesturinn.
Sit við próflestur fer í markaðsfræðipróf á föstudaginn er ekki alveg að nenna þessu en þetta hlýtur að ganga upp ég trúi ekki öðru. Jólaskraut enn uppi og verður ekki tekið niður fyrr en um helgina. Búin að kaupa kort í ræktinn og fara einu sinni og nú verður það sett inn í stundarskrána og ég get ekki lýst því hvað það var æðislegt að ganga inn í Laugar í gær og vita að maður var að fara að hreyfa sig. Svaf svo bara of lengi í dag svo ég verð að fórna henni í dag til að lesa en fer pottþétt á morgun. Knús til þín á nýju ári.
Hej!
Tack för senast. Det var jätteroligt att se er igen och jag hoppas ni kommer till oss under våren. Kämpa på med BFL! Till och med Ola verkar vara lite sugen på att komma i form nu och dricker proteindrinkar och kör kondition i källaren före frukost =)Bra för sexlivet ;)
Puss o kram!
Britta
Post a Comment