Friday, January 16, 2009

Setning dagsins

"að flytja til Lundar var ekki beint breyting" en að flytja til Akureyrar er rosaleg breyting á lífinu"

þessi setning var sögð í morgun, miklar pælingar í litlum og stórum hausum. En þetta leggst vel í okkur og ákvörðun hefur verið tekin. Skrýtið samt að fyrir börnunum er það framandi tilhugsun að fara til Íslands og eiga þar heima en ekki til að vera í fríi og hafa nammidag upp á hvern dag. En það styrkir okkur einmitt til að taka þetta skref núna, börnin festa sterkari og sterkari rætur í svíalandinu og foreldrarnir líka, því dýpra sem stigið er því erfiðara verður að taka sig upp. Nú þráum við dýpri rætur með aðgang að þeim sem þekkja okkur mest og best. Endaspretturinn á fjögurra ára ferðalagi er hafinn.

Annarskonar endasprettur, er á síðustu metrunum, síðasta prófið glottir til mín með misvísandi skilaboðum. Ég ætla að fara eftir reglunum sem það setur og standa mig vel. Erfitt því prófhönnunin síðast var með eindæmum léleg og kennaragenið í mér þjáist af vitleysunum og óréttlætinu. En prófaleikurinn er á enda, ég hlýði dómaranum í þetta sinn sem fær ekki tækifæri til að veifa rauða spjaldinu framan í mig, ég stíg skrefin óhikað inn í nýjan veruleika.

15 comments:

imyndum said...

Gott gengi í prófinu kæra vinkona. Öfunda ykkur pínu að vera að flytja aftur til fallega bæjarins okkar í Norðri
með kossum

Anonymous said...

Gott gengi í prófinu :)
Bíðum ykkar spennt !

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu!!!! og með allan undirbúning fyrir fluttinn til heimalands okkar, öfunda þig að fara þangað, en gleðst með ykkur. Lífið er auðveldara þegar ákvarðarnar eru teknar. Knúsalús til ykkar

Hogni Fridriksson said...

Til hamingju með endasprettinn.
Það verður gott að hafa þig á Akureyri þegar ég kem í heimsókn á sumrin. Þá náum við kannski örlítið meiri tíma saman en einni helgi einu sinni á ári.
Gangi þér vel í síðasta prófinu sæta mín. Þú rúllar þessu upp.

Anonymous said...

Eins og madurinn sagid:

a Islandi eru bara:

icelandic Dogs...

Anonymous said...

Fyrirgedu Brynja

eg er bara full(ur) ad missa ykkur

Bomvegen17

Anonymous said...

Hæ, það verður gaman að fá ykkur aftur! Er svosem ekkert hissa, þetta er búið að vera að lúra ansi mikið í þér, heyrði það á þér þegar við hittumst síðast.
Knús úr Snægilinu,
Ingibjörg

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu!! og ég er svoo ánægð með að þið hafið tekið þessa ákvörðun með flutningana. Ég efa það ekki að þetta verður mikil breyting fyrir ykkur öll en ég skal vera í móttökusveitinni veifandi fána og flösku þegar þið stígið á akureyrska grund á ný vúbbííí.

inga Heiddal said...

Gangi þér vel í öllu hvort sem það er í flutningum eða prófum.... Það er aldrei að vita nema maður stoppi í kaffi á Akureyri á leið sinni austur eitthvert sumarið. KV INGA

Anonymous said...

hlakka til að fá ykkur heim:) það gleður mig mikið þó svo að ég missi þá af því að heimsækja ykkur aftur til sverige, það var alltaf svo gaman:) Gangi þér svo vel í prófinu sæta mín, ég veit að þú átt eftir að hlýta reglum og ná þessu öllu með glæsibrag:)

Thordisa said...

Gott að fá ykkur aftur heim nú er það pressan á hvernær ég get komið í heimsókn til þín

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju með að vera búin að taka þessa ákvörðun. Miklu skemmtilegra að hafa ykkur aðeins nær svo maður nái að sjá ykkur oftar. Gangi þér vel með námsrestarnar. Knús í bæinn.

Anonymous said...

Hva, á bara að skríða heim á klakann? Gott mál. Þið munið að það er stórt og fínt hús til sölu í Byggðavegi 136A. Ekki slæmt að geta litið niður á Guðjón í 136. Gangi þér vel í prófum og ykkur öllum í flutningunum.

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu ljúfan, mikið verður svo gott að geta kíkt til ykkar fyrir norðan :)
Kv. Árný

Anonymous said...

Til HAMINGJU með þetta frábæra próf Vissi alltaf að þú mundir standa þig vel

Knús og kossar frá tengdó