Friday, January 23, 2009

Sætsúr

Yndislegur dagur í gær en sætsúr. Prófum og öllum kúrsum lokið og mér tókst að verða hæstri í öðru holli þeirra sem þreyttu próf í heilsuhagfræði. Fékk góðar fréttir hvað varðar fyrirhugaða rannsókn mína og dagurinn einkenndist því af léttleika og óklyfjuðum herðum sem fengu tækifæri seinna um kvöldið að hrista sig og skaka. En það voru margar kveðjustundir í gær, bekkurinn mun ekki hittast allur fyrr en í júní þegar við verjum lokaverkefnin okkar. Fólk er að týnast til sín heima flestallt eða til framandi landa í rannsóknarleiðangra með nesti frá Lundarháskóla. Það er í mér þessi tregi sem fylgir kveðjustundum en líka bjartsýni og tilhlökkun til að takast á við næstu önn. Það huggar líka að öll munum við hittast á ný þegar sumarið er komið og fá þá nokkra daga saman allur hópurinn sem hefur gengið í gegnum margt saman og kennt hvort öðru svo óendanlega mikið. Mér þykir vænt um þetta fólk.

Max í sveiflu
Reynt að stilla upp
Þetta yndislega fólk
Mustaq og Natalie núa nefjum
Glaður Alex og Maiken, Smiljka og Ann, meyjarnar þrjár
Myndarleg
Stuð hjá Brynju, Max, Martin, Mustaq, Farhan og Henrik

8 comments:

Thordisa said...

jæja vinkona til lukku með þetta vissi að þú myndir rúlla þessu upp.
Love you

Anonymous said...

Þú ert vitanlega snillingur og til
hamingju með prófið, dúxinn þinn.

Og svo bara vera áfram í Sverige

Sveinn og fjölsk.

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Ævintýri eru að gerast, þú Brynjan mín, munt náttúrlega seinna skilja hversu mikill lukkunnar pamfíll þú ert, kynnast allra þjóðar kvikindum, sumir skemmtilegir aðrir ekki.
Það kom mer nú reyndar ekki á óvart að þú hafir verið hæst. Bjóst satt að segja ekki við öðru.
En þú ert nú vitlaus og þér líður vel, og ég er gáfuð og ég þjáist!
sagði amma Gústa alltaf ef einhver stóð sig vel.
Búin að taka út lærið til að gefa börnunum þínum að éta á morgun,
Njóttu lífsins á "cirkus fyrir fullorðna" annað kvöld í Stokkhólmi, finnst þetta frekar perralegt, en það er önnur saga.
þín Tobba, ps Farhan er myndarlegri á mynd en í ímynd minni. svona er nú tilveran skrýtin!

Anonymous said...

hugsaðu þér hversu lánsöm þú ert að hafa fengið að vera samferða þessum koktel fólks, lært af þeim og með þeim, en samt er ég alveg viss um það að þau hafa lært mest af því að fá að vera samferða þér, mín kæra, til hamingju með árangurinn, lokaverkefnið þitt á eftir að vera stórglæsilegt. Til lukku með allt saman:)kossar og knús norðan úr hafinu sem aðskilur okkur þessa dagana:)

Anonymous said...

Hæ Brynja, til hamingju með prófárangurinn - þú ert nottla bara snillingur :) hlökkum til að fá ykkur til Íslands, ég er að vinna í þessu með Akureyri!!! kveðjur til allra, Freydís

Fnatur said...

Til hamingju elsku Brynja mín með prófið og glæsilegann árangur.
Ég sakna þín óendalega mikið við að sjá allar þessar skemmtilegu myndir.
Vona að þú og þínir hafið það öll ljómandi gott og við heyrumst við fyrsta tækifæri.

Anonymous said...

Glæsilegt hjá þér kæra vinkona. Spennandi að fara að takast á við lokaverkefnið, hlakka til að fylgjast með því. Heyrumst vonandi fljótlega, knús og kossar Lóla

brynjalilla said...

Takk fyrir fallegu orðin í minn garð sem blómstrar túlípönum og fresíum í tilefni þess.

Freydís en gaman að heyra í þér, mikið rosalega vona ég að þetta með Akureyri rætist, enn ein ástæðan til að flytja þangað, heim í heiðardalinn