Saturday, February 14, 2009

hlass af Brynjulegheitum.

bara svo ég gleymi þessu ekki....
Vorum á leiðinni úr ræktinni og búðinni. Skáni eins og hún gerist fallegust. Sól eins stigs frost, hvít jörð og víðátta, héri hlaupandi yfir túnið. Lars Winnerbäck och Miss Li í geislaspilaranum, ég með bleik blóm í faðminum og súkkulaðihjörtu. Valur á leiðinni að fara að steikja kleinur eftir uppskriftinni hennar ömmu Gunnhildar, dæs, andvarp, sumir morgnar eru betri en aðrir.

Gleðilegan kærleiksdag, þó hann sé amerískur og blabla er gott að gefa sér ástæðu til að staldra við og íhuga allt sem hægt er að vera þakklátur fyrir.

Ást hamingja og hlýja til ykkar og hlass af Brynjulegheitum og sérstök ástarkveðja til Ásbjarnar sem er eins árs í dag.

6 comments:

Anonymous said...

Ég borða ömmukleinurnar með ykkur í huganum í dag milli þess sem ég dotta yfir Wallander og fer í bað.
Kærleikskveðja til ykkar allra með blómunum og súkkulaðinu. (mynd af hjarta)

inga Heiddal said...

O.M.G... Langar akkúrat í þessa kleinu. Það bara sést á henni að hún er steikt,bökuð og borðuð af ást innlifun og elskulegheitum...Ha en skön helg vennen. Puss och kram INGA

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Gæfi sko mikið fyrir að fá að borða kleinu núna. Er annars komin til lífs á ný og mun fylgjast með ykkur sem endranær - elskulegust :)

Anonymous said...

Rosalega er þessi kleina kósý og þið myndarleg að steikja. Fátt betra en nýsteiktar kleinur, ég fæ vatn í munninn.. (hei, og rosalega er húsið ykkar flott, ég datt náttúrulega í það að skoða það um daginn)

Anonymous said...

Ásbjörn þakkar afmæliskveðjuna :)
Hér var afmælisveisla í gær, reyndar engar kleinur heldur ákváðum við að taka forskot á sæluna og buðum uppá bollur :) Bollurnar vöktu mikla lukku ásamt súkkulaðiormi, heitum rétt, nóakroppsmarengs og jarðarberja-bláberja-súkkulaðibombu :)
Söknuðum ykkar óskaplega...en þið komið næst :)
Edda

imyndum said...

Verd ad taka undir .... OMG hvad thetta er lystug kleina! Langar rosalega i kleinur nuna.