Áframhaldandi veðurlýsingum verður stillt í hóf í dag, þó sást í tveggja talna tölu í dag, sko tölu í plús, það var notalegt og krókusarnir blómstra og túlípanarnir eru komnir með 3 í útvíkkun. Rómantík var samt ekki beint þema dagsins í dag, póstmódernískar umræður áttu sér þó stað í biðröðinni sem við stóðum um stund í til inngöngu á "sciencefiction mässan i Malmö", umræðurnar náðust inn á póstpóstmódernískt plan en við náðum samt ekki að skilgreina "borð" né "stól" né "indi" ef út í það er farið. Ég heyrði samt skemmtilega sögu um skilgreiningu blindra með snertiskyninu á "fíl" já já best að koma sér að efninu. Þetta var reglulega gaman hápunkturinn var auðvitað að hitta Gunnar Hansen góðan vin okkar, við töluðum íslensku en hann ensku, hann varð mjög glaður að sjá okkur enda langt síðan síðast og tók verndandi utan um okkur. Dagrún var með Sprax vin sinn með, þessi fjólublái, en hann er geimvera frá Sprax plánetunni og hann býr hjá okkur þessa vikuna og fær að taka þátt í lífi fjölskyldunnar.
Laugardagurinn er sem betur fer ekki búinn, nú ætla ég að fara að spjalla við Edward Furlong og hjálpa honum að elda lasagnað sem verður í matinn í kvöld...
Það var mikið úrval af ónauðsynlegu drasli, en ég keypti mér eina mjög nauðsynlega Tinnabók, "skurðgoð með skarð í eyra eða "det sönderslagna örat" ein af mínum uppáhaldstinnabókum
Ég og besti næstbesti vinur minn Edward Furlong, hann var pínu sjúskaður en ég fékk samt kjánalegan fiðring, ég meina hann lék í uppáhaldsmyndinni minni
Með áritað plakat frá Gunnari sem sagði ég væri "cute"
Þetta gæti næstum verið mynd á jólakorti
Ég og Arnold, ég er svo skotin í honum
R2D2 var hress og ég er líka rosa skotin í Vallzenegger
Stormtroopers og elsku stelpan mín og Sprax
Sjáið hvað þeir eru glaðir með storminum
Hnjo krútt
líka ég líka ég
Saturday, March 28, 2009
Tuesday, March 24, 2009
sleikur
Hann blés fyrst blíðlega aftan á háls hennar og hún fann hroll fara um sig, kitlandi og notalegan þrátt fyrir kuldann. Hann sleikti hana létt, hratt, ófeiminn og tók óvænta hringi hér og þar og andvörp þeirra urðu ákafari. Krafturinn ágerðist og stjórnleysið var um það bil að ná yfirhöndinni. þá gerðist það, ský dró frá sólu og hugar þeirra beggja vissu að þetta var búið. Hitinn bræddi hjörtun og skafrenningurinn leystist upp í algleymi, eftir lá jörðin einmanna, ófullnægð en með undarlegan fiðring í maganum sem sagði henni að þetta yrði allt í lagi, hún fengi sitt með öðrum hætti.
Þessi færsla var til þín Tobba, þær eru öðruvísi veðurfarslýsingarnar dagsins í dag miðað við dagbókafærslur afa okkar....kannski á þessa leið:
7:00 Skafrenningur, jörð hvít, hitastig mínus 4 gráður
8:30 Skafrenningur, hálkublettir, hitastig mínus 2 gráður
9:30 Sól, jörð auð hitastig mínus 1 gráða
10:00 Barn fæddist hér í dag
11:00 Sól, suðaustan, hitastig plús 4 gráður
Þessi færsla var til þín Tobba, þær eru öðruvísi veðurfarslýsingarnar dagsins í dag miðað við dagbókafærslur afa okkar....kannski á þessa leið:
7:00 Skafrenningur, jörð hvít, hitastig mínus 4 gráður
8:30 Skafrenningur, hálkublettir, hitastig mínus 2 gráður
9:30 Sól, jörð auð hitastig mínus 1 gráða
10:00 Barn fæddist hér í dag
11:00 Sól, suðaustan, hitastig plús 4 gráður
Sunday, March 22, 2009
dirrindí tvítvítví
Ekki var nú merkilegur sunnudagskvöldverðurinn, hafragrautur og bláberjasúrmjólk en notaleg blanda við beljandi rigninguna. Vorið býr núna í lítillri páskalilju sem var keypt á föstudaginn og við nánast sjáum hana vaxa. Grámyglan heldur í forna frægð og er núna með yfirhöndina, slitrótt og máttleysisleg barátta hennar er fyrirfram töpuð meðan vorið dregur djúpt andann og skrifar með rósemi lög í náttúruna, dirrindí tvítvítví. Ástarsamband mitt við lavenderið og rósirnar mínar er ljúfsárt. Við sláum taktinn saman meðvitaðar um að endurfæðinguna upplifum við ekki saman aftur. Ég teiga að mér sænska vorið, rek út nefið og blikka það og tæli, ég safna því í lífssarpinn og raða fallega í skápinn með uppáhaldsminningunum mínum. Skápurinn er hvítur, skráin er gamaldags, vel pússuð og glansandi,lykillinn hangir í silkibandi við hliðina, skápurinn er opnaður reglulega og lavenderilmurinn teigaður.
Sunday, March 15, 2009
kona með blúndu
Tobban mín er doktor, ég er rífandi stolt og samgleðst henni innilega. Hún stóð sig svo vel og sannaði enn og aftur hversu klár og dugleg hún er, þó vissulega hafi ég vitað það fyrir. Ég og mitt fólk vorum svo lánsöm að fá að taka þátt í gleðinni og undirbúningnum með henni og stórfjölskyldu. Þessvegna erum við búin að vera stödd í ævintýri síðustu daga með söguþræði nautnar, lífsgleði og hlýhugs. Ég lærði að þekkja Tobbu betur með því að kynnast fólkinu hennar, hæfileikaríku á ýmsum sviðum. Flugkokkur sem virkjar ófundna bragðlauka, heimsfrægt og landsfrægt tónlistarfólk sem spilar af ástríðu á píanó, trommur, selló og harmónikku tangóa og munaðarfulla tónlist sem kveikir í manni dansa lærða sem ólærða. Fallegar systur úr báðum áttum svo eftir því er tekið. Franskur gamall maður í flókainniskóm sem situr í æðruleysi umkringdur sínu fólki. Stoltir, ástríkir og umvefjandi foreldrar. Leikkona með blúndu og nátthúfu í skóm af sitthvoru tagi.
Þriggja daga veisluhöldum er lokið, gleði situr eftir í hjartanu og þakklæti, tilfinningar og nautn síðustu daga skilja ekki eftir sig timburmenn heldur kraft til að stilla sig á ný inn í hversdaginn sem er eins og gengur velkominn með öllum sínum verkefnum. Ég sit og sötra te, komin í gallann, það verður efri partur sem fær að þenja sig í dag í ræktinni.
ps: My sister is not a boy
Þriggja daga veisluhöldum er lokið, gleði situr eftir í hjartanu og þakklæti, tilfinningar og nautn síðustu daga skilja ekki eftir sig timburmenn heldur kraft til að stilla sig á ný inn í hversdaginn sem er eins og gengur velkominn með öllum sínum verkefnum. Ég sit og sötra te, komin í gallann, það verður efri partur sem fær að þenja sig í dag í ræktinni.
ps: My sister is not a boy
Thursday, March 12, 2009
fjöllin brostu við mér
Komin heim að heiman. það var gott að anda að sér sænsku lofti og lenda í sínum veruleika eftir ákveðna rússibanareið, 9 dagar í burtu og vorið sveimar í loftinu. Það var gott að finna að sumt er ekkert breytt á Íslandinu góða, fjöllin brostu við mér og norðanstórhríðin bauð mér í sunnudagskaffi. Það var gaman að keyra um í snjó allavega þegar ísingin á rúðuþurrkunum var ekki til trafala. Ég skoðaði íbúðir, ég fór í óformleg atvinnuviðtöl, ég stússaðist í rannsókninni minni, ég hitti yndislegt fólk, fjölskyldu og vini og tók gyðjutakta með mínum dásamlega vinkonuhópi. Ég er svolítið ringluð en kannski líka vegna þess að ég er enn ekki búin að hitta börnin og kallinn. "Should I stay or should I go" syngur í hjarta og huga, endurstokkun lífsgilda og valkreppan eru enn í ákveðinni ringulreið en vonandi munu þau bráðum lenda mjúklega í mínum íðilfagra haus og hin praktísku mál leysast létt og löðurmannlega. það er svo margt sem segir mér að flytja til Íslands, sérstaklega út frá sjónarhorni barnanna minna, en bragurinn var þungur hjá mörgum, ákveðið vonleysi í íslenskri þjóðarsál sem andaði víða að. Hinsvegar komu augnablik, hlýhugur og samtöl þar sem fólk stjórnaðist af framtíðarsýn og bjartsýni sem vógu á móti. Dæs, andvarp þetta fer allt á besta veg hvernig sem þetta fer. Nú ætla ég að knúsa börnin mín og gefa þeim óbrotin páskaegg sem eiga samt að bíða þar til lögleg eru til átu.
ps: Ég sakna strax fólksins míns og það er einhvernveginn gott að hér er slydda sem slær vorinu við
ps: Ég sakna strax fólksins míns og það er einhvernveginn gott að hér er slydda sem slær vorinu við
Monday, March 02, 2009
krefjandi, gleðjandi og seðjandi
Ég mæti á frónið með opnum huga, tilbúin í kúltúrslag og kreppuslag. Er með hóflegar væntingar en vona að landið og landinn komi mér á óvart með bjartsýni og trú svona í bakhöndinni allavega. Vinkona mín sagði einu sinni við mig á góðri stundu "þú þarft að díla við þetta". Síðan er þetta mitt mottó, ég díla við þetta og forma morgundaginn gróflega og læt svo tilviljunina skreyta hann með uppákomum sem gera hann að spennandi sögu með krefjandi, gleðjandi og seðjandi hliðarlykkjum og jú góðum endi sem boðar nýtt upphaf.
Ps: ég verð á ferð og flugi en vil auðvitað hitta ykkur öll, þið getið náð í mig í síma:0046 732551068 og 8610035
Ps: ég verð á ferð og flugi en vil auðvitað hitta ykkur öll, þið getið náð í mig í síma:0046 732551068 og 8610035
Subscribe to:
Posts (Atom)