Sunnudagslúr frameftir, letilíf. Snjórinn gladdi en mest bara í orði til að byrja með. Eftir of stóran skammt af lúri, morgunsjónvarpsglápi og tölvuleikjum, dró ég andann djúpt og rak alla út, þó ekki allsbera, loðna og skítuga upp að herðablöðum eins og hún Lovísa gerði við ræningjahópinn sinn forðum. Þetta var skemmtilegt, úr varð snjókanína lítil og stór. En núna einhverra hluta vegna þegar útiveru dagsins hefur verið sinnt er sunnudagslúrið byrjað aftur, þið fáið engar myndir af því.
Þetta er glugginn á vinnustofunni minni, mér finnst hann fallegur


Verst að hann var ekki ber að ofan

gúgú snjóvallinn

Hann kom systur sinni bara 2 til að grenja

American gothic eða Icelandic gothic?

Einbeittur við mótunina

sæt með bleika húfu

fullkominn snjókúlusnjór

Takið eftir litla kanínukrúttinu

Hún vandaði sig við verkið

Veiðhárin puntuð

Snjóbros