Saturday, September 26, 2009

Hárbíturinn



Hárbíturinn tókst vel. Ofgnóttin, vináttan og fyrstu snjókornin fóru um okkur mjúkum höndum. Umræðuefni voru af misgáfulegum toga allt frá dauðasyndunum sjö til gólflista. þið fáið að geta hvað fyllti millibilið. Hér er vísbending um hvað ekki var rætt:
Davíð Oddsson
Detox og Jónína Ben
"kreppa"

Annars er þetta búið að vera frekar endasleppt vika, Dagrún lúsin mín er að hressast en hún var lasin og þurfti voða mikið mömmu sína, hápunktar daganna því hversdaglegir:
Að fara í hagkaup
Að fara í göngutúr
Að skoða kjóla á netinu
Að gera markhópagreiningu
Að klára að lesa dásamlegu bókina "girl with a pearl earring"
Ég er samt hæstánægð, þetta allt eru góðar afþreyingar nema þá helst Hagkaup og ekki hægt annað en að vera þakklátur endalaust því eins og sagt var í bakþönkum Fréttablaðsins nú í vikunni án þess þó að gera lítið úr erfiðleikum landans: úti í heimi eiga sér stað þjáningar sem ekki er hægt að gera sér í hugarlund



No comments: