Friday, September 11, 2009

kannski splæsi ég í rautt.

Ég teiga að mér náttúruna, svolgra hana í mig og lofa mér um leið að hætta aldrei að sjá hana. Trén hljóma svo fallega og Kaldbakurinn staðfastur og tryggur sem aðra daga. Föstudagurinn síkáti eina ferðina enn runninn upp. Það er merkilegt ferli að skipta um líf, allt breytist. Um leið og við aðlögumst því, döfnumst og leggjum okkur fram við að vera virk, vera við sjálf, vera glöð er svolítil hola í brjóstinu. Áþreifanleg tilfinning sem heitir söknuður. það tekur tíma að venjast því að hafa ekki lengur vinahópinn sinn í Sverige nálægt sér. Vinátta sem kviknar í útlöndum er sérstæð sérstaklega þegar vinirnir eru líka útlendingar. Vinahópurinn fær svo stórt hlutverk, nándin er mikil, traustið nánast algjört enda eru vinirnir fjölskylda manns, sálfræðingar og félagar um leið. Það er ekki eins og ég sé að uppgötva þetta fyrst núna en að vera fjarri hópnum sínum, ljúfa, blaðskellandi og skemmtilega eflir þakklæti mitt að eiga sæti í svona hópi. Það veitir mér ákveðna fró að margir eru að fást við sama söknuðinn og ég, því það er gott að vera saknað því það segir að þú skiptir viðkomandi máli og honum finnist eftirsóknarvert að vera memm. Sem betur fer er auðvelt að fylla gatið þegar ég fæ leið á því, umvafin fjölskyldu og vinum hér, ég passa mig samt á því að þegar ég stoppa í það með rauðu garni að ég finni fyrir bótinni, hún nefnilega minnir mig á hvað ég á og það er ljúfsárt að láta hana stinga sig svolítið.

Föstudagur 11.sept 2009, klukkan 9:00, orkustatus góður, búin að laga til, fara í ræktina, góður morgunn þar sem börn og kall yfirgáfu húsið í jafnvægi, HBV að fara í siglingu í dag. Vinna til 13:00 við fyrirlestragerð um "að taka ábyrgð á eigin heilsu, samskiptamáta og gerðum", skemmtilegt. Pizzugerð, sundferð og almenn leti það sem eftir er dags og vinkonustefnumót með kvöldinu, kannski splæsi ég í rautt.

3 comments:

mnannai said...

mig langar ad vera med :(

brynjalilla said...

Þórgunnur Birgisdóttir: Vel mælt. vona að þér líði eins og mér að þetta sé samt hið eina rétta.


Brynja Harðardóttir: já svo sannarlega, algjörlega sammála, góð tilfinning að staðsetja sig og rótfesta á íslandi, merkileg ró sem fylgir því...svo sjáum við hvað gerist eftir nokkur ár;)

brynjalilla said...

Arny made a comment about your link:

"falleg lesning hjá þér eins og ætíð Brynja mín"