Hún hnipraði sig saman, þreytt á þessu leikriti. Hnúturinn óx og hún þrýsti lófunum á magann, upp og niður til að mýkja hann. Hún hafði lesið í blaði að best væri að láta sér þykja vænt um kvíðann og jafnvel gefa honum nafn. Hún kallaði sinn "hundinn". Hún hafð prófað að kalla hann "Snata" en fann það strax að það var útilokað, Snatar eru hlýjir og skemmtilegir og það var vissulega "hundurinn" ekki, helvítið. Hún kveikti ljósið, skyldi henni takast þetta enn einn daginn? Krakkarnir voru hjá pabba sínum þannig þessi morgun var allavega auðveldari en margir aðrir. Hún velti fyrir sér hvaða búning hún ætti að velja fyrir daginn í dag, 2 fundir, ein kynning, hópavinna og svo átti hún víst að sjá um að koma með föstudagsgúmmilaðið, fjárinn því hafði hún gleymt. Hún skellti sér í gallabuxur, hvíta skyrtu og vissi að ítölsku stígvélin og penir eyrnalokkar myndu fullkomna þetta, sjálfstæð, svolítið kærulaus, kona full öryggis. "Hhahahhahaha" djöfull var hún góð í þessu. "Verkefnið" lá á borðinu, hún myndi skutla því til kennarans á leiðinni í vinnuna, fínt. Hún hafði verið svo heppin að fá þetta efni þar sem hún hafði verið þróunarstjóri svipaðrar vöru í fyrra hjá fyrirtækinu. Hún vissi að það hafði ekkert með gáfur að gera að þetta var gott verkefni.
Hún tók súkkulaðikökuna úr álbakkanum, skellti henni á disk, dreifði óreglulega kókos yfir, sko alveg eins og heimabakað. Vinnufélagarnir myndu ekki fatta neitt. "Hundurinn" gelti og snéri sér í hring, helvítið. Hann sýndi tennurnar og hún hafði áhyggjur af svitablettunum sem voru að myndast undir höndunum, best að taka með aðra skyrtu til vara.
Hún stormaði inn, meðvituð, rétti úr sér og setti kökuna á borðið. Margrét brosti "hvað kemurðu með bakarísköku...æi skil þig vel" Djöfulsins tíkin, hudurinn ólmaðist en hún brosti bara, það hafði komist upp um hana.
Verk dagsins hófust og henni tókst að leika leikritið til fulls, hundurinn gróf beinin sín og pissaði í öll möguleg skúmaskot en hún hélt höfði. Henni tókst meira að segja að vinna aðeins í markaðsgreiningunni í hádeginu og hitta hópinn sinn á netfundi í kaffitímanum, eins gott þar sem næsti skiladagur var eftir viku.
Föstudagssundið, fasti punkturinn hennar. Þar leið henni oft vel enda merkilegt nokk var hundurinn þá nokkuð slakur, klóraði sér bakvið eyrað og geispaði.
Hún lét sig síga niður í pottinn, enginn sem hún þekkti, það var gott. Hún lokaði augunum og velti fyrir sér hvort kennarinn væri byrjaður að lesa verkefnið sem hún hafði skilað í morgun, hann væri líklega ekki lengi að sjá hvað það var grunnt og illa uppsett, ruglið í henni að halda að þessi drasl vara þarna í fyrra myndi koma henni áleiðis.
"Nei hæ er þetta ekki Antonía, gaman að sjá þig hér er ekki alltaf nóg að gera?"
Hún brosti og vonaðist að hjartslátturinn róaðist fljótt og að hundhelvítið slakaði á. "jú blessuð vertu, enda í 100% vinnu og svo í náminu"
"já er það, en gott samt að þú ert komin úr 150%, þannig var það þegar ég hitti þig síðast, hvað ertu annars að læra?"
Hún strauk hárið aftur og snéri sér yfir á magann, kannski gæti hundrassgatið hætt að skíta á sig, "jú hahaha ég ákvað að minnka það meðan ég tæki masterinn í viðskiptafræðinni með sérstaka áherslu á alþjóðaviðskipti, þar kemur sér svo vel að ég tala 5 tungumál"
"Ég skil nú bara ekki hvernig þú ferð að þessu"
"Veistu þetta er ekkert mál, og er ekki neitt neitt, ég er ekkert að stressa mig, læt þetta bara ráðast hahhahaa, maður má nú ekki gleyma að njóta lífsins"
"nei það segirðu satt, þú ert nú einmitt fyrirmynd í því elskan, alltaf svo flott og fín, veistu við ættum að fara að hittast yfir einni rauðri ha, ég er alltaf til, ég hringi í þig í næstu viku"
"Endilega Gulla mín"
Hún horfði á eftir henni, fegin að holan eftir hundinn sæist ekki, fjárinn enn var hún búin að koma sér í nýtt hlutverk, fljótlega yrði hún að leika vinkonuna sem allt getur, hún þrýsti lófunum á magann, hún hafði nefnilega lesið í blaði að best væri að láta sér þykja vænt um kvíðann og jafnvel gefa honum nafn. Hún kallaði sinn "hundinn".
Lok
Ps: klikkið á linkinn
Saturday, October 03, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þú ert sko ekki með imposter syndrome, bara svo það sé á hreinu. Þú ert með eitt mesta egó af kvennmanni sem ég þekki, bara svo það sé á hreinu.
og þetta veit ég, bara svo það sé nú alveg á hreinu!
Tobban
takk fyrir það Tobba, enda er þessi saga ekki um mig. Hún varð til eftir samtal sem ég heyrði í sundi í gær, fór að velta fyrir mér þessari sífelldu sönnunarbyrði sem konur hafa, eitt er víst Tobba að hvorki ég né þú þurfum að sanna okkur, við erum búnar að því;), annars er ég að fara í laugardagsgraut, var að koma úr ræktinni og það var næstum liðið yfir mig enda er ég að stíga upp úr flensunni uss, í kvöld ætlum við að elda læri af nýslátruðu, hvernig kryddar þú aftur lærin, væri til í að gera ömmulærið þitt, knús og sakn út í hið óendanlega
Flott saga hjá þér Brynja - svo sönn! :)
Post a Comment