Sunday, October 18, 2009

gaman og já fimm



Afmælið, tvöföld veisla, ein stelpuveisla og ein fullorðins. Ljúfur dagur í takt við rigninguna sem gerði manni auðvelt að vera inni fyrir. Það var yndislegt að sjá Dagrúnu með vinkonum sínum, glaða, þær dönsuðu við undirspil Metallica og tóku júróvisjónslagara inn á milli. Dagrún er farin að svara spurningunum: "hvernig er í skólanum" og "ertu búin að eignast vini" með: "gaman og já fimm" í stað "veit ekki" það gleður okkur öll og skottan gisti hjá vinkonu sinni í nótt með sykurpúða í poka. Skrýtið að hafa hana ekki hérna í morgunsárið. Það var gott að hafa vini og fjölskylduna hér í gær, það hlýjar manni alveg frá hvirfli ofan í tær. Gleðin réði ríkjum, lætin og galsinn og ofát eins og venjulega.

spennandi
Glaðar
Mikið fjör
Dagrún og ósýnileg blaðra
frábærar
Þessi er handa Nönnu og Brynju Völu, við söknuðum ykkar
Þessi er handa Tobbu "manstu þegar við keyptum þennan kjól"?
læknaþing
Litli ormurinn
namms
Veisla
terta í maga og kerti á hausnum
dúllur
hlegið og melt
Dagrún og Karólína
þau taka sig vel út
.

11 comments:

Edda said...

ohhhhh þetta var æði - væri til í aðra veislu hjá ykkur strax í dag !


lovjú
Edda

Lilý said...

Fallegar myndir fallega kona. Knús til ykkar!

Anonymous said...

Elva Björk Ragnarsdóttir: Vá hvað þú átt fallegt og hlýlegt heimili... Hef þetta ekki í mér, þennan hreina en jaframt pínu gamaldags stíl! Má ekki bjóða þér að koma við hjá mér næst þegar þú ert í Lundinum og gefa mér góð ráð... Og til hamingju með afmælisbarnið

Anonymous said...

Erika Fransson; Underbart! Jag kommer själv ihåg mina kalas:-) Härligt att se dina bilder på er nya lägenhet! Miss you guys

Anonymous said...

BrynjaVala Guðmundsdóttir; æ, en gaman að það sé hugsað til manns! það hefur greinilega verið svaka stuð, varla vantað mig og nönnu til að halda uppi stuðinu.. varla...
en mikið er ég nú farin að hlakka til að heimsækja ykkur um jólin. þá ætla ég að hedbanga eins og enginn sé morgundagurinn og heimta að þjónakellingin gefi mér mikið gott að borða!

Thordisa said...

namm hvað ég át yfir mig af þessu kökum. Takk fyrir mig vona að ég sjái þig sem fyrst. ER veik heima í dag hnugg hnugg

mnannai said...

Jááá, ég er sammála Brynju Völu. Mér finnst líka bara vanta okkur á þessa mynd af kökuborði. Gaman að sjá þennan kút svona sælan! Man að hún var ekki alveg hressust þegar þið voruð nýflutt en það er greinilega allt að koma! Sakna ykkur alveg rosa mikið og ég var að panta mér miða til Íslands í dag (sömu vél og Logi, rosa rómó)! Ég hlakka ekkert smá til að hitta ykkur! <3

ingibjörg said...

Til hamingju með dömuna, flottar myndir!

Anonymous said...

Sakn
Tobban

brynjalilla said...

sakn á móti
Brynjan

mnannai said...

Þetta er uppáhalds bloggfærslan mín ever! Ég fer of oft í hana til að skoða þessar myndir!! Stelpurnar að slamma er svo góð! hahah