Monday, February 20, 2006
Ég var í klippingu....er enn að ákveða hvort ég sé eins og 5 ára, kerling með permanett eða hvort ég sé beib. Það er víst í tísku að vera með liðað hár og stúlkan sem klippti mig fannst alveg tilvalið að ýkja upp lokkaflóðið mitt sem fær yfirleitt að leynast undir sléttujárninu mínu. Eitt það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég kem heim í vor er að láta klippa mig á minni gömlu góðu stofu. Annars er ég í fríi og ég sat ein áðan á kaffihúsi og drakk cappuchino, það var ljúft og síðan rölti ég um og kíkti í búðir. Sá ekkert fyrir krullhærða kerlingu eins og mig en sá hinsvegar svo mikið af fallegum smábarnafötum og óléttufötum.....nei ég er ekki ólétt en Edda er það og á því bráðum von á pakka. Læt fylgja með mynd af mér þar sem ég er ekki með krullur og Mariu vinkonu minni. Við erum nokkuð flinkar!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég er viss um að þú sért beib með krullur...iss þú ert alltaf beib sama hvernig hárið er...!!
Það er gaman að vera í fríi og rölta um og kíkja í búðir... mitt búðarrölt fer að mestu fram á ebay þessa dagana þar sem ég er nýbúin að uppgötva þá merkissíðu... hringdi í mömmu og tilkynnti henni að ég væri búin að sjá ljósið en hún saup bara hveljur og biður fyrir visa-kortinu á hverju kvöldi...;)
En mikið er ég nú ánægð með þessa fínu síðu þína... og þú verður þá líka að vera dugleg að flytja okkur fréttir frá útlandinu..!!!
Hlakka mest til að sjá þig í vor og bið að heilsa öllu liðinu þínu;**
Krullur R U CRAZY. Nei ég get bara ekki commentað á þessar bókasafnskerlingar krullur fyrr en þú sendir mér mynd af þér darling. Annars man ég eftir þér hálfkrullaðri á mynd frá Svíþjóð að mig minnir 16 ára gömul. Varst voða sæt á þeirri mynd. Láta vaða og setja krullumynd á bloggið;)
Knús, Fanney
Post a Comment