Saturday, February 18, 2006
Hér er vetur. Við reynum að gera hann rómantískan og huggulegan með pönnukökum og poppkorni. Það tekst vel en við erum hinsvegar sammála fuglunum sem láta í sér heyra á morgnana að vorið sé kærkominn gestur. Það er gaman á snjóþotu og skautum, það er gaman að borða nesti í snjóskafli á sólríkum degi og það er gaman að borða íslenskar pönnukökur og vera innipúki þegar það er kalt úti. En það er líka gaman að vera berfættur í skónum, baka drulluköku í sandkassanum og fá freknur á nefið.
Já hér er veturinn snjóþyngri og kaldari en á fróni en hann er fallegur. Snjórinn þekur skóginn og býr til ævintýraheim. Þar búa skógar- og rassálfar. Kuldinn svíður en lognið og sólin gera það að verkum að gimsteinar og demantar glitra á snjóbreiðunni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Halló halló!!!!!!
Til hamingu með framtakið.
Verður gaman og spennandi að fylgjast með lífinu í Sverige hér á þessari síðu.
Á eftir að kíkja oft.
Hér er eiginlega enginn snjór eða rassálfar, þar af leiðandi engir glitrandi gimsteinar heldur. Hinsvegar er sól og gleði, það er líka gott. Þangað til næst.
Kossar og knús,
Systa stóra
Hey skvís. Til hamingju með bloggsíðuna. Þetta framtak líst mér stórvel á. Annars fékk ég nett sjokk yfir að sjá Dagrúnu á nærbuxunum einum fata úti í Svíþjóð. Bölvaðir perrar þessir skandinavíubúar hahahaha. Þetta sérðu aldrei hér í US.
Knús og kossar, Fannsa USA pempía með meiru hehe.
Post a Comment