Thursday, June 15, 2006

hvað?

Hvað dreymdi þig í æsku?
Hvaða þrár hafðir þú í æsku?
Hvað langaði þig til að verða?
Hvað ertu?
Hvað viltu verða?
Hvað þráir þú?
Hvað dreymir þig?

16 comments:

Anonymous said...

1. Mig dreymdi um að syngja, syngja, og syngja meira.
2. Ég þráði að ferðast út um allt og sjá heiminn, komast í burtu frá Akureyri.
3. Ég held að ég hafi aldrei vitað það og veit það ekki enn.
4. Ég er svo margt. Númer eitt er ég mamma, svo er ég í frístundum gólari, lagagutlari og förðunarfræðingur.
5. Ef ég vissi það þá væri ég orðin það.
6. Ég þrái að hitta fjölskyldu og vini oftar en ég geri í dag.
7. Mig dreymir um að það finnist lækning við Alzheimer.

Anonymous said...

En þú Brynja...svarðu líka þessum lista sjálf.

Knús, Fnatur

Anonymous said...

Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör.
Allavega er ég ánægð með lífið, búin að fagna skólaslitum með nokkrum mömmum í ca. 9 tíma, með tilheyrandi víndrykkju, grilli og spjalli.
Er ekki lífið dásamlegt þegar sólin skín úti og maður getur setið úti, "smá" hífaður, langt fram á kvöld?!?

brynjalilla said...

1. Mig dreymdi endalaus ævintýri og bjó til ævintýraheima úr fjöru, fjöllum og ósýnilegu fólki.
2.Sem barn var ég fullkomnlega sátt við tilveruna. En þegar ég varð stærri vildi ég ferðast, hitta fólk og flytja frá ströndinni minni, útþráin heltók mig eins og þig Fanney.
3. Búðarkona, flugfreyja, kennari, söngkona, leikkona!
4. Hamingjusöm.
5. Það sem ég er og styrkjast í því!
6. Halda áfram að njóta lífsins með fjölskyldunni minni, sinna listinni, ferðast, menntast. Gera það sem aðstæður bjóða upp á!
7. Mig dreymir um farsæld og langlífi fyrir börnin mín, mig dreymir um að stofna mitt eigið fyrirtæki. Mig dreymir um bakpokaferðalag í suður Ameríku, að ganga allavega alpanna og Kilmanjaro, dæs mikið lifangi skelfing er gaman að láta sig dreyma!

brynjalilla said...

ps: hlakka til að sitja með þér úti "smá" hífuð langt fram á kvöld Rósa mín....en nú er ég farin að raka á mér lappirnar og undirbúa hátíðarhöldin í tilefni að ellikelling er að koma í heimsókn til mín!

brynjalilla said...

Elsku Fanney, takk fyrir yndislega gjöf. Ég las kortið og veistu ég táraðist yfir því sem þú skrifaðir. Þer tekst alltaf að snerta mig þó höf skili okkur að. En ég segi bara sömuleiðis, þú veist hvað ég á við!

imyndum said...

Kæra vinkona til hamingju með daginn. Í faðmi fjölskyldu, hvernig verður það betra. Megi 35 vera enn betra en 34, Kossar frá okkur hér í París, Rósa og Marwan

brynjalilla said...

xxx takk Rósa mín! Þetta er búið að vera ljómandi dagur og svei mér þá mér líður betur í dag allavega en í gær þannig að það að vera 35 lofar góðu!

Magnús said...

1. Mig dreymdi nornir og að detta fram af húsþökum og eitthvað þaðan af verra.
2. Mig langaði alltaf að vita meira.
3. Ég held ég hafi ætlað að vera merkilegur.
4. Ég er mjög venjulegur náungi, þessi týpa sem vinnur frekar mikið en finnst það ágætt en finnst best að vera heima að dútla með fólkinu sem skiptir mestu máli.
5. Ég vil verða pottþéttur í venjulegu hlutunum.
6. Ég þrái meira af því sama, bara ennþá betra.
7. Mig dreymir mest einhverja þvælu sem gleymist auðveldlega.

imyndum said...

- Eini endurtekni draumurinn sem ég man eftir var að ég var að hrapa, flaug í lausu lofti
- Ætli algengasta þráin hafi ekki verið í september eftir að snjórinn kæmi aftur
- Fyrsti atvinnudraumurinn var skautadansmær eða sirkus dama, helst þær sem stóðu upp á fílunum, þær voru í svo flottum pilsum. Síðar ætlaði ég að verða leikkona
- Í dag er ég mannfræðingur
- mannfræðingur með doktorsgráðu... annars væri maður valla að standa í þessu ritgerðarstússi
- Í dag þrái ég helst að komast í meiri snertingu við náttúruna
- Eini endurtekni draumurinn minn í dag er hafið og öldurnar.

Anonymous said...

Hey Brynja beib. Bloggaðu nú smá um afmælishelgina þína á Akureyri. Hlakka til að heyra frá þér.
Kv, Fannsa

Hogni Fridriksson said...

Hvað dreymdi þig í æsku?-
Ég man það ekki vel en einhvað um víkinga sem voru að drepa hvorn annan.

Hvaða þrár hafðir þú í æsku?
Að mega taka eigin ákvarðanir án afskipta annarra.

Hvað langaði þig til að verða?
Einu sinni langaði mig að vinna á bókasafni vegna þess að það var uppáhaldsstaðurinn minn.

Hvað ertu?
Manneskja eða jafnvel Mensch

Hvað viltu verða? Stjórnandi/Leiðtogi/athafnamaður til þess að geta að lokum ákveðið hvað ég geri án tillits til peninga.

Hvað þráir þú?
Hugarró

Hvað dreymir þig? Ég man aldrei drauma mína aðeins hvort þeir voru góðir eða slæmir.

Anonymous said...

Sein afmaeliskvedja fra Tobbu
brjalad ad gera, nybuin ad vera i stockholmi ad drepa mys, flytja og er nuna ad vinna allar helgar eiginilega fram ad islandsför

verdum ad heyrast i sima og sludra

elska thig nu sem og endra naer
thin tobba

Fnatur said...

Jæja Brynja......alltaf gaman að kokka. Þú og Valur eru með mega bloggstíflu sem þarf að losa. Oft hægt að losa slíkt með þvi að drekka hálfa brennivínsflösku og setjast við skjáinn og byrja að pikka hehe.

Anonymous said...

Hæ, hvað stoppið þið lengi á landinu - við verðum á Ak í júlí á menningarhátíð heyrnarlausra - sjáumst við þá?
Árný

Anonymous said...

Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»