Sunday, June 11, 2006

Píkublóm og klakabönd

þvílík dýrðarinnar dásemd það er nú að vera á Íslandi og fá gott veður. Allt verður svo fallegt og góð lykt af öllu. Við höldum áfram að blómstra og hafa það huggulegt. Vikan var þó nokkuð annasöm þar sem píkublómin voru opinberuð í gær. Frábær dagur og opnunin gekk mjög vel, um 100 manns skrifuðu sig í gestabókina. Fólk var bara nokkuð ánægt með sýninguna, helmingurinn af málverkunum seld og píkublómin skjóta víða rótum. Arna Vals söng yndislega fyrir mig og gesti "dvel ég í draumahöll", "björt mey og hrein" og "fann ég á fjalli fallega steina" Dagrún spilaði undir á þríhorn. Frímann frændi spilaði á gítar og söng, m.a. "fjöllin hafa vakað í þúsund ár" mikið þótti mér vænt um það!
Það var svo gott að hitta allt þetta fólk í gær og finna fyrir einlægum áhuga á því sem ég er að gera . Kvöldið endaði ég svo umkringd vinkonum mínum, innblásnar af kvenlegum krafti sem svo sannarlega var ríkjandi í návist píkublómanna.

8 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með þetta allt elsku vinkona. Leiðinlegt að hafa misst af þessu öllu en ég er óskaplega glöð fyrir þína hönd.

Sumarkveðja, Fnaturinn

brynjalilla said...

TAKK dúllan mín ég hugsaði til þín og saknaði. Vonandi á ég eftir að sjá einhverja af þínu fólki á sýningunni!
knús
Brynja

brynjalilla said...

TAKK dúllan mín ég hugsaði til þín og saknaði. Vonandi á ég eftir að sjá einhverja af þínu fólki á sýningunni!
knús
Brynja

Bromley said...

Til hamingju með flotta sýningu, hefði viljað sjá hana með eigin augum en frétti að hún hefði verið mjög glæsileg.
KV.
Ásta fiðla

Anonymous said...

Hæ Brynja og til hamingju með sýninguna, langar rosalega að sjá hana - verður hún ekki bara ennþá í ágúst? kveðja Freydís
p.s. krakkarnir biðja að heilsa Herði og Dagrúnu

brynjalilla said...

það hefði verið frábært að hafa þig Freydís, við söknum ykkar og Hörður Breki var síðast í morgun að tala um besta vin sinn Bjart, hann var að velta því fyrir því fyrir sér hvenær þeir hefðu hist fyrst, manstu það? Dagrún var mjög svekkt að hitta ekki Freyju sína, átti erfitt með að fatta að hún ætti bara heima í alltöðru landi en eitt er víst að okkar tími mun koma og já vá til hamingju með litlu stelpuna við hlökkum til að sjá ykkur öll, hmmm kannski um jólin?????

Anonymous said...

Kæra systir aftur og enn innilega til hamingju með sýninguna þína.
Hún er frábær. Ég montin eins og hani á hól.
Einnig kærar þakkir fyrir kvöldið sem fylgdi í kjölfarið.
þín
systa

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Enn og aftur til hamingju elsku Brynja. Ég mun vonandi sjá hana þegar ég kem norður.