




Yndislegi september. Þetta er búið að vera góð vika, veðrið hefur leikið við okkur og ástæða til að vera í pilsi og ilskóm. Tobban okkar kom í heimsókn og lífgaði upp á hversdagsleikann. Hér var haldin mezoveisla með falafel, eggaldinídýfu, tabouleh og dýrindis hnetusósu. Auðvitað var farið seint að sofa veislukvöldið.
Ég er búin að vera á kafi í að safna "erfiðum hugsunum" og játningum og myndskreyta þær, sé fyrir mér litla bók. Hugsunum og játningunum safna ég í sérstakan póstkassa sem er staðsettur í skólanum mínum, vonast til að gefandinn finni fyrir létti þegar hann póstsetur skilaboð sín. Hann fær meira að segja hlutbundið faðmlag að launum í formi hvíts steins með ávölum formum. Vonast einnig til að geta sett póstkassa hér og þar og safnað hugsunum frá ólíku fólki og gert litla rannsókn í leiðinni á því hvað einkenni erfiðar hugsanir og játningar ákveðinna stétta, aldurs, þjóðerna og svo framvegis og hvort það sé yfirleitt einhver munur þar á. Bendi á að það er hægt að senda mér nafnlausar hugsanir og játningar í pósti en gott er ef þeim fylgja upplýsingar um kyn og nokkuð nákvæman aldur.
Fann frábæra síðu í morgun sem skýrir dugnað minn í muffinsgerð í dag
http://www.dagensmuffin.se/recipes.pl?category=S%F6ta%20muffinsmæli sérstaklega með masarínumuffins og súkkulaðibitamuffins. Þau runnu allavega ljúflega niður í litla og stóra maga. Lilý lillan kom og færði með sér gleði, hún styrkir óneitanlega félagslegt net okkar sem hefur gisnað verulega eftir að Andri, Rósa, Eva og Daði fluttu til Gautaborgar. Við söknum þeirra voðalega.
Annars er ég svo bara að fara til Þýskalands á mánudaginn, tek góðan myndlistarúnt í Düsseldorf, Bonn og Köln. Hlakka til að eiga viku í Þýskalandi og á leiðinni þangað ætla ég að lesa Maus I og Maus II eftir Art Spiegelmann svona til að fá sterkari stemmingu, þið sem þekkið mig vel vitið hversu mikil stemmingamanneskja ég er!
Vona að næsta blogg verði fullt af góðum sögum og minningum um vikuna sem framundan er.
ps: verð að bæta þessu við núna á sunnudagsmorgni eftir að dóttir mín er búin að vera í frekjukasti þar sem hún heimtar meira muffins...þetta kom mér í gott skap eftir muffinsbaráttuna miklu...
http://www.123.is/asgeirpall/files/Reykjav%EDk%20S%ED%F0degis%20fyndi%F0.mp3