Saturday, September 16, 2006

Yndislegi september


























Yndislegi september. Þetta er búið að vera góð vika, veðrið hefur leikið við okkur og ástæða til að vera í pilsi og ilskóm. Tobban okkar kom í heimsókn og lífgaði upp á hversdagsleikann. Hér var haldin mezoveisla með falafel, eggaldinídýfu, tabouleh og dýrindis hnetusósu. Auðvitað var farið seint að sofa veislukvöldið.

Ég er búin að vera á kafi í að safna "erfiðum hugsunum" og játningum og myndskreyta þær, sé fyrir mér litla bók. Hugsunum og játningunum safna ég í sérstakan póstkassa sem er staðsettur í skólanum mínum, vonast til að gefandinn finni fyrir létti þegar hann póstsetur skilaboð sín. Hann fær meira að segja hlutbundið faðmlag að launum í formi hvíts steins með ávölum formum. Vonast einnig til að geta sett póstkassa hér og þar og safnað hugsunum frá ólíku fólki og gert litla rannsókn í leiðinni á því hvað einkenni erfiðar hugsanir og játningar ákveðinna stétta, aldurs, þjóðerna og svo framvegis og hvort það sé yfirleitt einhver munur þar á. Bendi á að það er hægt að senda mér nafnlausar hugsanir og játningar í pósti en gott er ef þeim fylgja upplýsingar um kyn og nokkuð nákvæman aldur.

Fann frábæra síðu í morgun sem skýrir dugnað minn í muffinsgerð í dag

http://www.dagensmuffin.se/recipes.pl?category=S%F6ta%20muffins

mæli sérstaklega með masarínumuffins og súkkulaðibitamuffins. Þau runnu allavega ljúflega niður í litla og stóra maga. Lilý lillan kom og færði með sér gleði, hún styrkir óneitanlega félagslegt net okkar sem hefur gisnað verulega eftir að Andri, Rósa, Eva og Daði fluttu til Gautaborgar. Við söknum þeirra voðalega.

Annars er ég svo bara að fara til Þýskalands á mánudaginn, tek góðan myndlistarúnt í Düsseldorf, Bonn og Köln. Hlakka til að eiga viku í Þýskalandi og á leiðinni þangað ætla ég að lesa Maus I og Maus II eftir Art Spiegelmann svona til að fá sterkari stemmingu, þið sem þekkið mig vel vitið hversu mikil stemmingamanneskja ég er!

Vona að næsta blogg verði fullt af góðum sögum og minningum um vikuna sem framundan er.

ps: verð að bæta þessu við núna á sunnudagsmorgni eftir að dóttir mín er búin að vera í frekjukasti þar sem hún heimtar meira muffins...þetta kom mér í gott skap eftir muffinsbaráttuna miklu...
http://www.123.is/asgeirpall/files/Reykjav%EDk%20S%ED%F0degis%20fyndi%F0.mp3

15 comments:

Anonymous said...

Gaman alltaf að sjá myndirnar þínar með blogginu, nauðsynlegt svona svo ég gleymi nú ekki hvernig þið lítið út;)

En annars lýst mér vel á þennan möffinsvef, gæti trúað að ég notfæri mér hann e-ð á næstunni....

Og já póstkassa/hugsanaverkefnið finnst mér líka spennó, og gaman að vita hvort niðurstöðurnar úr því komi á óvart....

Ooooog góða skemmtun í Þýskó... vona svo sannarlega að þú náir réttri stemningu...

Ég ætla að lesa njálu á morgun og fá mér svið í hádeginu svo ég verði í góðum stemmara við lesturinn...

brynjalilla said...

vona að þú fáir þér vel af rófustöppu með, lofa að halda bæði mezo og muffinsveislu þegar þú kemur í heimsókn!

imyndum said...

Osta, tómata og skinkumuffins....!!
Aldrei hefði mér dottið það í hug, flottur vefur

Góða skemtun í Þýskalandi, hlakka til að heyra hvernig var

bisous
Rósa

Lilý said...

Takk fyrir yndi og unað :)

Anonymous said...

Hefði alveg verið til að vera í þessari muffinsveislu !
Rosalega stækka krakkarnir mikið, alveg frábært að fá að sjá af og til myndir af ykkur...krakkarnir stækka svo hratt og Dagrún komin með svo sítt hár og Breki svo flottur og stór......dæs....
Ég sakna ykkar óskaplega....það væri sko fínt að geta tölt í vanabyggðina til ykkar með vagninn...dæs......að verður bara næst...
Knús til ykkar
Edda og litla skott

Anonymous said...

Hæ Brynja og takk fyrir kveðjuna! Skemmtilegur moli sem þú settir linkinn inná :-)

Skemmtu þér vel í Þýskalandi og náðu réttu stemningunni...

Girnilegar múffur, ætla að kíkja á þennan vef, einhverjar heilsumúffur þar? er nefnilega í heilsuæði þessa daga. Held að tengdamamma þín sé með mér í leikfimi, búa þau ekki hérna beint á móti á efri hæð til vinstri?

Kær kveðja, Ingibjörg

Anonymous said...

Hvert á að senda erfiðu hugsanirnar?

brynjalilla said...

Ég myndi bjóða ykkur öllum í muffinsveislu ef ég gæti, myndi svo sannarlega hafa fjölbreytt úrval sem myndi henta hverjum og einum. Heilsuátak er gott á haustin, svo fínn tími að laga til í líferni sínu eftir sumarið. Annars á ég heima í:

Erik Rosenbergsväg 7 402 20 Örebro, Sverige

Endilega sendið mér hugsanir og jafnvel bendið öðrum á þennan möguleika sem þurfa að losa sig við erfiðar hugsanir eða játa eitthvað sem liggur þeim á hjarta. Því miður get ég ekki endurgoldið með hlutbundnu faðmlagi nema nöfn og heimilsföng fylgi með.

brynjalilla said...

fyrirgefiði póstnúmerið er 702 20 Örebro

Valdís Ösp said...

hæhæ, ætla bara að kasta inn kveðju, kíki oft hérna að fylgjast með því hvað þú ert að gera, sé að þú hugsar vel um Lilý fyrir okkur sem heima sitjum ;)
bestu kveðjur,
Valdís Ösp :)

Fnatur said...

Takk fyrir yndislegar myndir Brynja mín. Mikið eru fallegu krakkarnir þínir orðin stór.
Já ég fór inn á múffu síðuna. Það stefnir í kokos vanilli muffins um næstu helgi. Ekkert smá girnilegar uppskriftir þarna. Takk fyrir það.

Já Kalli hennar Ástu var einmitt að skrifa um þennan skemmtilega dreng og broddgöltinn hans á blogginu þeirra.

"Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf: "SEX WITH HEDGEHOG WRECKED MY WILLY". Aumingja Zoran er 35 ára maður sem á við premature ejaculation að stríða. Hann gerði náttúrulega það sem allir ungir menn gera í þessari stöðu: Hann fór til töfralæknis. Zoran sagðist hafa skammast sín of mikið fyrir þetta til að geta farið til heimilislæknisins svo hann valdi þessa leið. "But he guaranteed me total discretion and 100% success so I decided to try it. Haft er eftir talsmanni spítalans: "The animal was apparantly unhurt. The patient came off much worse from the encounter". Eins og lög gera ráð fyrir hafði Sun samband við lækni blaðsins sem sagði varfærnislega: "This is not a treatment I´d recommend-but it could cure premature ejaculation because he´ll probably never want sex again". Þar höfum við það. Í lokin hefur Zoran dálitlar áhyggjar af því hvernig hann eigi að segja kærustunni sinni frá þessu: "I don´t know whether she´s more likely to dump me for being some kind of pervert or for being such an idiot". Nei, Zoran minn, það verður bara að koma í ljós".

Takk fyrir skemmtilegan link Brynja mín hehe.

brynjalilla said...

sem betur fer á ég ekki við sama vandamál og zoran að stríða, eitt er víst að ef svo væri þætti mér samfarir með broddgelti líklega ekki vænlegur kostur hahahaha

en mikið þykir mér vænt um kveðjuna þína Valdís!

Anonymous said...

hæ elskan þetta er alveg frábær hugmynd hjá þér með lífsreynsluboxið ég gat ekki sofið þannig mér datt í hug að líta á bloggið þitt gangi þér vel heyri vonandi fljótlega í þér love ragna

Anonymous said...

Fyrst þú svarar mér ekki á msn er best að það tilkynnist hérna að ég var að baka ost- og salamimuffins og þær eru alveg AGALEGA góðar og núna (í fyrsta sinn) er ég ánægð með að búa ein, því ég get setið að þessum kræsingum aaaaalein;)

Ingveldur said...

Elsku vinkona, hlakka til að lesa ferðasögur frá þýskalandi...knúsibomm.