Wednesday, September 06, 2006

Gulur póstkassi

Ég safna minningum af öllum gerðum. Ekki bara mínum heldur líka annarra. Ef þú átt minningu sem þú vilt deila með þér viltu senda mér hana?


Þessi hríslandi og umlykjandi tilfinning að vera skotin í strák. En hafa ekki hugmynd um hvort framhald yrði á ástum og ástríðu sem vöknuðu á ströndum Spánar. Urðum klaufalega viðskila á Keflavíkurflugvelli en bréfsnifsi í peningaveski gaf fyrirheit um áframhald. Var sólbrún í sveitinni hjá systur minni, ég var í gulri peysu og dökkgrænum gallabuxum þegar síminn hringdi. Voðalega var gaman að heyra í honum og við ákváðum að hittast. Ég sagði honum að ég væri í sveitinni og hann fyndi mig við afleggjarann þar sem guli póstkassinn væri. Ég labbaði niður á veg í haustmyrkrinu. Engir ljósastaurar en rataði á gula póstkassann sem sást auðvitað ekki í myrkrinu frekar en hinir gulu póstkassarnir við bæina í kring. Hann fann mig og var með ljóð handa mér.

9 comments:

Fnatur said...

Noh noh...það er bara byrjun á rauði ástarsögu á blogginu þínu í dag Brynja mín. En spennó. Guli póstkassinn....hef aldrei lesið neina með því nafni. Mér lýst mjög vel á þetta darling. Á að láta ljóðið flakka? Ég bíð spennt.

brynjalilla said...

*dæs* guli póstkassinn já...en lummar þú ekki á einni góðri rauðri?

imyndum said...

...já og hvað svo...??? Hættir maður bara í miðri sögu?

brynjalilla said...

tja þú þekkir framhaldið vel dúllan mín dæ, við erum gift og eigum 2 börn og búum í Svíþjóð. sagan er ennþá er og endirinn sem betur fer ekki fyrirsjáanlegur.

Anonymous said...

já fátt meira rómó en labba um í myrkrinu innan um sóleyjar á túninu og sjá varla framan í hvort annað þar sem engir ljósastraurar eru og hann að lesa ljóðið eða ekki lesa þar sem hann kann það utanað og leiðast feimin og fegin að það er ekki meiri birta þar sem þið roðnið bæði og titrið pínu og eru svo feimin þó svo í hitanum á Spáni hafi allt verið látið flakka en þá mátti kenna Bakkusi um það allt en nú er enginn þannig með í för.. og að þetta endaði svo bara í húsi og bíl og börnum og fullt af frábærum jólaboðum og ekki gleyma Hemma Gunna...bara okkar heppni... love darling

Anonymous said...

dem þetta anonymous kemur alltaf þetta var s.s. ég mín kæra kv Þórdís

Fnatur said...

...hún bakaði skúffukökur, steikti vöfflur og bjó til besta kaffi í heimi. Hann verndaði hana fyrir brjálæðisköstum í veiku sjúklingunum. Þau horfðust í augu þegar þau spiluðu saman vist við veika fólkið. Sá dagur kom að þau hittust utan vinnunnar og blossarnir flugu, ekki var aftur snúið............

brynjalilla said...

æi þetta var krúttlegt, veit einmitt líka hvernig þessi saga hefur haldið áfram.

Fnatur said...

Já frekar fyndið.
Ég veit ekki hvor bókin myndi seljast betur þessi um gula póstkassann eða um skúffuköku stelpuna. Mín yrði allavegna sjúkrahús saga hehe.
Þín sennilega pjúra rauð "dúnk dúnk".