Tuesday, September 26, 2006

germanía
















Jú þetta var góð ferð og mikið lifandi ósköp sá ég mikið af list. Mest samtímalist misgóðri. Margt mjög innihaldsríkt, fallegt, hrífandi og talandi, annað ljótt, rýrt og tómt og loks góður skammtur af milliveginum sem sé hvorki né. Ég heimsótti ásamt skólasystkinum mínum og kennurum hin ýmsu listasöfn, fór í háskólaheimsóknir og hitti listamenn við störf...fékk svona u.þ.b. þúsund hugmyndirog vonandi blæs ég lífi í allavega eina ef ekki tvær. Allavega þrái ég ekkert heitara núna en að prófa nýju penslana og litina mína sem ég keypti mér í Köln.

Langar að segja ykkur frá einu verki sem mér fannst svo fallegt og gefandi, heitir brainforest eftir Gerdu Steiner og Jörg Lenzinger.

http://www.steinerlenzlinger.ch/sweatp_brainforest.html

gæti skrifað heillangt um þetta fallega verk. Ímyndið ykkur breiða hringstiga upp margar hæðir og rýmið sem myndast á milli, hreint og hvítt. Rýmið er fyllt af greinum með óteljandi fallegum hlutum úr ólíkum efnivið sem finnst í hversdagsleikanum, fjaðrir, plastleikföng, steinar, garn...fjársjóðir sem maður sankaði að sér í æsku. Algjörlega hægt að gleyma sér í þessu verki, greinarnar leiða mann alltaf á nýjan og nýjan hlut. Minnir á ærsl og hlátur, áhyggjuleysi...

En það er gott að vera komin heim, fjölskyldan, hreint utan um sængurnar, hafragrautur, kósí kvöld, hehehe hljómar eins og ég hafi verið ár og öld í burtu en lýsir líklega vel hversu margt ég upplifði á einni viku.

8 comments:

Fnatur said...

Velkomin heim Brynja mín. Gaman að heyra að ferðin var skemmtileg og vel heppnuð.

Lilý said...

Gott að fá þig aftur.. salsadansandi og posturlínsskreytandi ;) yndi og unaður.

Anonymous said...

Ég legg til að dansinn í myndbandinu í síðasta bloggi verði skylda í næsta Kleinnachten.

Anonymous said...

Ég er allavega viss um að Valli myndi standa sig vel. Þetta er svo "hemmagunnlegt" eða í stíl við lögin hans sem Valli syngur svo dásamlega.

Anonymous said...

Velkomin til baka úr ferðalaginu, gott að heyra að þú skemmtir þér vel. Þú bara virkjar eitthvað af þessum nýju hugmyndum og heldur svo nýja sýningu hér á Akureyri næsta vor (ég mæti). Flott málverk sem hlekkurinn vísaði á, þyrfti bara að sjá það í fullri stærð.
Kær kveðja, Ingibjörg

Anonymous said...

Dásamlegt að sjá hvað veitir þér gleði dúllan mín, hafragrautur og hreint utan um :D I love it!
Hvet þig til að fara að prófa penslana eins og þér er einni lagið. Smútsjí.

brynjalilla said...

takk dúllurnar mínar, dansinn verður skylda á næsta kleinachten það er víst ábyggilegt. Annars keypti ég mér striga í gær þannig að í dag fá penslarnir mínir líf.

Anonymous said...

Dugleg stelpa, duglega stelpa.
knússsssssssss
Systa