Ég fíla eftirfarandi:
1. Hafragraut á morgnanna með fræum, kanel og sænskri kotasælu. Bragðast betur en það hljómar.
2. Chaite þessa dagana, dásamlegt indverskt te með flóaðri mjólk og minnir mann á hlýju og öryggi.
3. Msn, elska að blaðra við vini mína og fjölskyldu.
4. Freyðibað og hvítvín í hendi og munni.
5. Morgnar um helgar þegar krakkarnir skríða upp í.
6. Mjúk tónlist sem gerir mann rólegan, hlusta mikið á Cörlu Bruni þessa dagana.
7. Kúbverskt salsa.
8. Þegar ég er þreytt og önug og Valli kemur óvænt með kerlingamynd handa mér og súkkulaði.
9.Fjöll, jöklar, hafið, náttúran öll.
10. Vinkonur og fallegir kjólar.
Ég þoli ekki eftirfarandi:
1. Lifur
2. Þegar ég kaupi mér flík sem ég fer svo aldrei í.
3. Skítug gólf.
4. Heimþrá
5. Væl í Svíum og vanþroska í að taka ákvarðanir
6. Þegar fólk reykir í bíl.
7. Að éta yfir mig.
8. Að skipta um sængurver.
9. Að geta ekki knúsað vini mína þegar þeir þurfa á því halda.
10. Að vera þreytt og hugmyndasnauð.
En þið en þið, hvað fílið þið og hvað þolið þið ekki?