Wednesday, October 25, 2006

enn erum við að flytja





































Jæja komin úr viðburðaríkri ferð frá Lund. Frábærar móttökur sem við fengum og veisluhöldin voru nánast óslitin. Framtíðarpælingarnar hituðu upp húsið slíkar voru þær. Eftir að hafa skoðað nokkur hús ákváðum við að kaupa einbylishús sem er ennþá í byggingu en verður til í vor. Húsið er staðsett í Stångby sem er einungis 4 km frá Lundi. Lestarstöðin er í göngufæri og það er 5 mín lestarferð inn í miðbæ Lundar og 15 mín inn í Malmö. Malmöháskóli eða Lund háskóli tekur vonandi á móti mér opnum örmum og ég stefni á masternám í lýðheilsu útfrá uppeldis- og listfræðilegum sjónarhornum...hlakka svo til. Skoðuðum skóla barnanna sem var ákaflega vinalegur og hlýr. Lítill, gamall, sænskur og 42 nemendur frá 6-9 ára. Það var vel tekið á móti okkur og börnin eru jákvæð gagnvart þessu öllu þó þar vegi vissulega þungt loforð um skjaldböku. Tveimur bekkjum er samkennt þannig að Hörður Breki verður í sömu kennslustofu og Einar Tómas vinur hans ásamt 2 kennurum og 20 nemendum. Þegar hann svo verður 9 ára færist hann í aðra skólabyggingu ásamt bekkjarfélögum sínum. Svona í líkingu við þegar ég gekk í Árskógarskóla hér í gamla daga og upphefðin var slík að skipta um skólabyggingu því þá varð maður svo stór. Svona svipað og að sitja aftast í skólarútunni.

Skrýtin tilfinning samt að fara frá Örebro næsta sumar, hér erum við búin að eignast góða vini og Örebro er mjög fallegur staður. En við Valli erum bæði að klára okkar nám hér og einhvernveginn erum við hvorug tilbúin að fara strax aftur til Íslands, eða byrja venjubundin hversdagsleika hér, viljum nýta tækifærin hérna betur og þessvegna ákváðum við að færa okkur um set til staðar með mikið af námstækifærum og ekki skaðar að eiga góða vini þar, nálægðin við Kastrup og þarafleiðandi fjölskylduna heima á fróni segir sitt, vikuleg íslenskukennsla handa börnunum vegur þungt og já kostirnir eru allavega margir.

*Dæs* já enn erum við að flytja eins og sagði í bók Stefáns Jónssonar að mig minnir.

19 comments:

Anonymous said...

TIL HAMINGJU !
Þetta er ótrúlega spennandi. Við hlökkum mikið til að koma í heimsókn til ykkar þangað....miklu auðveldara þegar maður ferðast með svona litla skottu....
Svakalega er flott myndin af HB og DK þar sem þau leiðast...ég ætla að prenta hana út...þau eru orðin svo ótrúlega stór....
Bestu kveðjur í bili
Edda og Kolfinna

Anonymous said...

Hæ hæ vá það eru fréttir. Til hamingju með þetta. Skil alveg þetta að nota tækifærin áfram. Líst vel á´þetta hjá ykkur en örugglega leiðinlegt fyrir marga að þið séu að flytja frá Örebro . En svona er lífið allt breytingum háð og þær vonandi allar góðar. Áttirðu ekki einhverja góða mynd af mér, Evu og Rósu úr partýinu í sumar?? það væri svakalega gaman að fá hana senda í pósti
knús og kossar til ykkar allra.

Lilý said...

Til hammó med afrakstur ferdarinnar! Ef eg kem ekki med ta kem eg allavega a tinn fund i Lund... med hund og vid forum i sund.. vonandi verdur tar ekkert ehh b b b.. neih.

Lilý said...

Til hammó med afrakstur ferdarinnar! Ef eg kem ekki med ta kem eg allavega a tinn fund i Lund... med hund og vid forum i sund.. vonandi verdur tar ekkert ehh b b b.. neih.

Anonymous said...

Til hamingju kæra fjölskylda.
Vona að ykkar bíði ný og skemmtileg æfintýri á nýjum stað.
Ekki slæmt heldur að upplifa þau í námunda við vini ykkar Tobbu og Sveinbjörn.
Ekki er verra að nú verður einnig mun auðveldara að heimsækja ykkur.
knús

brynjalilla said...

Vonandi eigið þið öll eftir að koma í heimsókn og jú Auja ég á góða mynd af okkur saman skelli henni til þín fljótlega...
en hver ertu sem gleymdir að skrifa nafnið þitt, falleg kveðjan þín.

Fnatur said...

Frábærar fréttir. Alltaf gaman að flytja (já og kokka líka).
Þetta á allt eftir að ganga glimrandi vel upp hjá ykkur, ég finn það sterkt á mér. Akureyri bíður og tekur á móti ykkur opnum örmum þegar þið eruð tilbúin, en þangað til málið þið bæinn rauðan í Lundi með skjöddu skjaldböku (já eða Fnat skjaldböku) í eftirdragi;)

Knús og kossar, Fnatur

Anonymous said...

Hey til hamingju með allt saman þetta lítur rosalega vel út og ég veit að þið eigið eftir að hafa það gott á nýja staðnum

Knús frá Usa

Harpan

Magnús said...

Til hamingju aftur, það er alveg pottþétt að við heimsækjum ykkur í einum grænum. Vil bara koma að þeirri staðreynd að Vala Birna á tuskuskjaldböku sem heitir Don Skjaldbakó, þannig að það nafn er tekið. Í anda Simpson-fjölskyldunnar kemur Don Skjaldbakó II hins vegar til greina.

imyndum said...

Kæru vinir til hamingju með kaupin. Ég tek í sama streng og Fanney, ég er viss um að ykkur eigi eftir að líða vel í nýja húsinu í nýja bænum. Þetta lítur allt svo vel út.

kossar Rósa

hannaberglind said...

Jahérnahér
Gaman að vera þið!!
Frábært hjá ykkur, hlakka til að koma, skoða nýja flotta húsið, umhverfið og menninguna í Lundi og Malmö.
Gaman fyrir mig að eiga vini sem gefa mér tækifæri til þess að skoða heiminn:)
Innilega til hamingju!!!

Anonymous said...

Hæ tröllafòtur hèr,èg er mjög tæknileg ì dag,er ad lesa bloggid þitt ì nýja farsìmanum mìnum. Vid erum bùin ad vera grömpy ùt ì England upp à síðkastið, vorum ì gær ad skoda fasteignaauglýsingar à Akureyri. Eru ekki einhverjir hlaupaklùbbar starfandi thar? Lundur er voda fìnn bær,èg à skemmtilegar minningar thadan. Húsid ykkar lìtur vel ùt,ykkur à örugglega eftir ad lída vel tharna. Èg àtti miklar skjaldbökuumrædur vid Òdinn minn,fengum frekar kanínu thvì ad skjaldbökurnar verda svo asskoti gamlar og eru med salmonellu ì rassinum. Bæ ì bili tharf ad fara ùt ùr lestinni...

Fnatur said...

Frábært að vera skjaldbaka með salmonellu í rassinum hahaha.
Við eigum tvær naggrísastelpur. Heita Alís og Snata (Hildur valdi nöfnin á 5 ára afmæli sínu), þær eru fínar og ekki með neina salmonellu að ég held. Reyndar er ég ekkert mikil dýrakerling þannig að blessuðu grísirnir duga. Þeir lifa í 5-6 ár. Var næstum því búin að kaupa fugl en hætti við þegar kerlan sagði að hann lifði í 20 ár og það þyrfti að leika við hann daglega í klukkutíma annars leiddist honum. Hver nennir því?

brynjalilla said...

ó mæ við sem sé erum líka að fara að fá okkur salmonellugæludýr hahaha, en það er eitthvað skrýtið að gerast, ég er virkilega farin að bondast við þessa skjaldböku sem mun verða svo heppin að komast inn á heimilið okkar, svei mér þá og ég hef ekki einu sinni séð hana né hef nokkra hugmynd um hvernig svona dýr eru meðhöndluð. En tröllafótur bara láta þig vita að húsið við hliðina á okkar er enn til sölu, alveg eins og okkar og mjög hentugt fyrir 4 manna fjölskyldu, þá gætum við stofnað okkar eigin hlaupaklúbb sem eru reyndar góðir á Akureyri. Gaman að fá komment frá þér!

brynjalilla said...

ó mæ við sem sé erum líka að fara að fá okkur salmonellugæludýr hahaha, en það er eitthvað skrýtið að gerast, ég er virkilega farin að bondast við þessa skjaldböku sem mun verða svo heppin að komast inn á heimilið okkar, svei mér þá og ég hef ekki einu sinni séð hana né hef nokkra hugmynd um hvernig svona dýr eru meðhöndluð. En tröllafótur bara láta þig vita að húsið við hliðina á okkar er enn til sölu, alveg eins og okkar og mjög hentugt fyrir 4 manna fjölskyldu, þá gætum við stofnað okkar eigin hlaupaklúbb sem eru reyndar góðir á Akureyri. Gaman að fá komment frá þér!

brynjalilla said...

ó mæ við sem sé erum líka að fara að fá okkur salmonellugæludýr hahaha, en það er eitthvað skrýtið að gerast, ég er virkilega farin að bondast við þessa skjaldböku sem mun verða svo heppin að komast inn á heimilið okkar, svei mér þá og ég hef ekki einu sinni séð hana né hef nokkra hugmynd um hvernig svona dýr eru meðhöndluð. En tröllafótur bara láta þig vita að húsið við hliðina á okkar er enn til sölu, alveg eins og okkar og mjög hentugt fyrir 4 manna fjölskyldu, þá gætum við stofnað okkar eigin hlaupaklúbb sem eru reyndar góðir á Akureyri. Gaman að fá komment frá þér!

Anonymous said...

Það eru aldeilis fréttirnar, rosa spennandi! Innilegar hamingjuóskir með húsið og nýja staðinn, ykkur á örugglega eftir að líða vel þarna og ég skil ykkur með það að vilja nýta tækifærin í botn, njótið þeirra bara!

Fallegar myndir af fallegu fólki og snyrtilegu og flottu borði.

Kær kveðja,

Ingibjörg

Anonymous said...

Hamingjuóskir frá mér líka með ákvörðunina og kaupin, jibbí mér finnst þetta svo spennandi fyrir ykkar hönd.
Ég ætlaði varla að þekkja Hörð Breka á myndinni, hann er svo breyttur frá því ég sá hann síðast (sem er orðið ansi langt síðan) kominn með svo mikið hár og fínar fullorðinstennur.

Anonymous said...

ooo kæra systir það var ég sem gleymdi að kvitta, sorry! Í þokkabót skrifaði ég "ævintýri" með effi!!!! Góð