Sunday, October 15, 2006

yndislegur dagur

























Þetta var yndislegur dagur. Hann byrjaði á að prinsessan opnaði pakkana sína og gleðin var mikil þó þeir innhéldu hvorki trampolín, garð né dúkku sem grætur alvöru tárum. Prinssessutjald eins og Helga vinkona hennar í Lundi á vakti mikla kátínu og Prinsessukjóllinn og litlubarnabratzsdúkkan frá Herði Breka gerðu það að verkum að systkinn föðmuðust svo fallega, þakklætið var einlægt og Hörður Breki svo glaður því eins og hann orðaði það svo vel "mamma mér finnst rosalega gaman að fá gjafir en það er eiginlega skemmtilegra að gefa þær".

Afmælið hófst svo formlega klukkan hálftvö, Dagrún var búin að dubba sig upp og henni leið vel, spennt yfir athyglinni og öllu tilstandinu og ákaflega meðvituð um að nú væri hún að verða fimm ára og velti m.a. fyrir sér hvort nú færi hún að missa tennur og hvort hún væri örugglega ekki aðeins stærri en í gær. Gleðin ríkti frameftir degi, hér var borðað sælgæti, kökur, popp og ís, hér var dansað og leikið sér. Þegar prinsessuafmælið var búið þá var "fullorðins" veislan sem ríkti fram á kvöld. Héðan fóru allir sáttir og ánægðir. Kvöldið endaði svo á því að börnin fengu max hamborgara og sofnuðu þreytt en glöð. Við foreldrarnir stóðum í tiltekt frameftir laugardagskvöldi og vorum auðvitað glöð líka yfir vel heppnuðum degi en of þreytt til að nenna að opna hvítvínsflöskuna sem var í kæli inn í ísskáp, hún bíður betri tíma.

7 comments:

Anonymous said...

Vá svaka flott afmælisveisla ! Dagrún sko pottþétt orðin stærri, það leynir sér ekki :) og Breki alltaf svo frábær og að hugsa um hag annarra.
Vildi óska að við hefðum verið með ykkur....en okkur hlýnar þó aðeins við að horfa á þessar fínu myndir úr veislunni...
Prinsessuknús til ykkar ;)
Edda og Kolfinna
arnarsdottir.barnaland.is

Fnatur said...

Frábær veisla. Ég fékk þvílíkt vatn í munnin yfir marensbombunni, allt of langt síðan ég hef smakkað svoleiðis tertu. Ekkert smá sæt afmælisprinsessa sem hún Dagrún er. Æðislegt á henni hárið og kjóllinn ævintýralega flottur. Gaman að veislan gekk svona vel og allir séu glaðir og sælir með þennan stóra dag. Takk fyrir að setja skemmtilegu myndirnar inn á, virkilega gaman að fá að sjá öll flott heitin.

Knús og kossar til ykkar allra.

hannaberglind said...

vá smá flotta bleika partýið
hefði viljað vera með í bleiku dressi:)
Haustferð til sverige segir þú hmmm... verð að fara að spila í lottóinu

Anonymous said...

ææi elsku besta systir.
Mikið var nú gaman að sjá þessar flottu myndir og sjá að litla/stóra prinsessan skemmti sér alveg konunglega.
knúsaðu nú alla fyrir mig stóru knúsi og biddu Valla um að knúsa þig fyrir mig.
Systa

imyndum said...

Ég sé að þetta er alvöru prinsessa sem þú átt... skiptir um dress á miðjum degi... úr einum bleika kjólnum í annann,
Kveðja Rósa

Anonymous said...

Til hamingju með snúlluna - og bara bæði börnin þín, þau eru yndisleg. Kannast svolítið við svona bleika daga - þeir eru ótrúlega algengir á mínu heimili :)
kv.
Árný

Anonymous said...

Hæ,
til hamingju með stóru prinsessuna, mikið sem börnin ykkar stækka þarna í útlandinu og þið alltaf eins! Stækkið sem betur fer ekki mikið ;o)
Hafið það sem best,
kv. Solla