Thursday, October 05, 2006

Alibaba

Ég er nýkomin í gegnum ákveðið tímabil sem líklega flestir þekkja sem búa eða hafa búið í útlöndum. Tímabilið einkennist af ákveðnu rótleysi sem lýsir sér í óþreyju og óþolinmæði. Þörfin að tilheyra samfélagi algjörlega þar sem tungumál, trúarbrögð og menningarlegur bakgrunnur er tiltölulega einsleitur vaknar. Dagdraumar um að búa í litlu íslensku sveitaþorpi þar sem farið er á kökubasar og bingó um helgar og daglegt líf einkennist af því að baka brauð og sinna vinnu sem er algjörlega sniðin að þínum þörfum skjóta upp kollinum.

Þessu tímabili er lokið í þetta sinn. Ég nýt þess að fara í "alibaba" búðina þar sem ég kaupi mér falafel, framandi grænmeti, þurrkaða ávexti af öllum mögulegum og nánast ómögulegum gerðum og heyra töluð allavega 10 tungumál í frekar litlu rými. Ég nýt þess að fara í skólann, gefa mér færi á að vera listamaður og spjalla við Finna, Svía, Breta og Mongóla og ég er þakklát að börnin mín og við hjónin fáum góðan skammt af menningarlegum breytileika sem vonandi skilar sér í aukinni víðsýni og aðlögunarhæfni. Í gær fékk ég aftur tilfinninguna "ég á heima í Örebro" mjög velkomin tilfinning. Var búin snemma í skólanum, fór á markaðinn "bra og begagnad" eða gott og notað. Keypti mér 26 heklaða pottaleppa og 10 blúndudúka og markmiðið er að búa til listaverk þar sem ég held áfram að þakka konum fyrir mig.

Fór á kaffihúsið "Bara Vara" og hitti Lilý vinkonu mína. Við drukkum Chai te og áttum góða gæðastund. Sótti börnin, gaf þeim graut, sótti Lilý og við fórum í Willys. Ég verslaði matvörur, keypti m.a. fisk frá Víetnam sem er góður í wok og afar ljúffengur. Þaðan fórum við í Ikea því jólin eru komin þar og keyptum okkur ilmkerti. Áttum svo gott samtal á leiðinni heim í haustþokunni. Heima beið Valli, börnin sofnuð og ég hlammaði mér í sófann og sofnaði fyrir framan sjónvarpið.

14 comments:

Anonymous said...

Æ, hvað er gott að heyra þetta (eða lesa) og vita að þú ert aftur komin á sporið. Ætla að taka þig mér til fyrirmyndar. Þetta var sko pepp í lagi!!!

imyndum said...

Já, málið er að njóta augnabliksins, í dag býrð þú í Örebro og hver veit hvar þú býrð á morgun. Haltu áfram að njóta lífsins kæra vinkona og alls þess sem það hefur uppá að bjóða hverju sinni.

Anonymous said...

Já gott að þetta leið hjá - en eins og þú segir sjálf þá eruð þið að upplifa stundir sem ekki allir kynnast, að upplifa breytileika mannleikans og sjá út fyrir ramma eyjaskeggja í norðri. Í leiðinni kynnist þið sjálfinu upp á nýtt og reynið á eigin skinni hvers þið eruð megnug.

Anonymous said...

Hei vá hvað ég sá fyrir mér alla þessa staði sem þú telur upp þarna. (smáöfund í gangi!! ) eða nei bara njóttu í botn, þetta er dásamlegur staður að búa á. Komum pottþétt næsta sumar aftur. Hafið það gott áfram .
Knús og kossar
Auja "í vinnunni í Kristnesi" með alveg ofboðslega fallega haustliti allt í kring.

Anonymous said...

Fjarlægðin gerir fjöllin blá en þau fara yfirleitt ekki burt, þetta bíður allt saman þegar þú kemur aftur heim, reynslunni ríkari.
Njóttu, njóttu, njóttu, njóttu eða eins og kellingin sagði neyttu á meðan nefinu stendur.
Bingó
systa

Fnatur said...

Skál fyrir því að rótleysistímabilið sé liðið hjá (það er líka búið hjá mér sem betur fer). Þú átt eftir að geta notið þess að búa í íslenskri menningu aftur og þess vegna um að gera að fá sem mest út úr Svíþjóð. Vera listamaður, fá fullt af nýjum hugmyndum út frá öðrum menningarheimum og bara njóta þess að þurfa að reiða þig á engan annan en sjálfan þig, Valla og börnin. Vinirnir og restin af fjölskyldunni tekur ykkur með opnum örmum þegar þið flytjið aftur heim. Þú ert líka heppin að vita að þið flytjið aftur til Íslands....við vitum ekki neitt hvar við verðum um ókomna framtíð. Hlakka til að hitta þig næsta sumar skutla.

Anonymous said...

það er nauðsynlegt að finna að maður tilheyri... vera hluti af "samfélagi" í minnstu og stærstu mynd, samfélagi sem við búum í, vinnum í, fjölskyldan, tengdafjölskyldan, vinahópurinn o.s.frv.
Það er mikilvægt að meta þau tækifæri sem maður hefur og nýta sér þau á leið okkar til þroska, jákvæðu hlutina og ekki síður þá erfiðu og neikvæðu.
kossar og knús
Hanna Berglind

brynjalilla said...

æi hvað er gaman að heyra í ykkur öllum,vildi þið hefðuð allar verið með mér á bæjarröltinu í gær...
þið eruð krúttin mín.

Anonymous said...

Að búa erlendis er vissulega tími til að læra, fá innsýn í menningu annarra og njóta þess sem lífið í útlöndum hefur upp á að bjóða. Gott að tímabil rótleysis er liðið hjá, njóttu þess að vera þarna og komdu endurnærð og full af nýjum hugmyndum til baka til okkar sem sitjum hér heima á skerinu...

Kær kveðja,

Ingibjörg

Anonymous said...

ó já brynja mín það er litlu við þetta að bæta hér að ofan, þú hefur einstakan hæfileika á að gera það sem þú vilt úr því sem þú hefur að moða hverju sinni og það er akkurat nú að njóta þess að upplifa samfélag með fólki sem er frá ólíkum löndum og nýta hverja stund til að upplifa það bæði hvað listina varðar og með fjölskyldunni. kenna börnunum að allir séu jafnir osfrv var að lesa barnasálfræði þannig að kannski er ég voða næm núna en held að það sé börnum jafn mikilvægt að kynnast ólíkum heimum hægt og sígandi með öryggi heldur en að þora ekki að hreyfa þau til þau aðlagast svo lengi sem við foreldranir pössum upp á að þau finnist þau hluti af ákvörðun og mynstrinu sem við ákveðum að taka allavega svona almennt knús r

Anonymous said...

Hæ dúllan mín, held að þú sért aggúratt að njótja lífsins eins og á að gera þessa dagana, draga í þig það skemmtilegasta úr fjölmenningunni og því að búa í útlöndum. Hlakka til að sjá hvað kemur skemmtilegt út úr pottaleppunum og dúkunum! Það verður pottþétt eitthvað dúklega sjúklegt :)

Lilý said...

:*

Anonymous said...

Ég er nýbúin að fara í gegnum svona tímabil í Englandi, núna er ég í stuttri heimsókn á Íslandi og þá magnast upp tilfinningin "ég á hvergi heima", fer aftur til Englands á morgun þar sem jafn margar konur eru með yfirvaraskegg + slæðu um höfuðið og ég heyri mörg tungumál á leiðinni heim í lestinni.
Kveðja, Tröllafótur

brynjalilla said...

haha þú orðar þetta svo yndislega tröllafótur...enn og aftur vildi að þið væruð allar að koma í stelpupartý til mín og við værum allar með glimmervaralit!