Monday, November 27, 2006

Hamingjan, ærslin og vináttan.





















Yndisleg helgi er búin og eftir er tregablandin tilfinning í maganum, söknuður en hamingja yfir þessari lánsemi að eiga svona góða vini. Við lékum okkur börn sem fullorðnir. Það verður að viðurkennast að sumt er ekki ritfært né myndfært hvað varðar leikgleði hinna fullorðnu yfir veigum víns og matar en ógleymanleg augnablik voru vissulega mörg og tekin var ákvörðum um að láta leikgleðina endast allt lífið og taka góða takta saman á elliheimilinu. Að sjálfssögðu var farið í skylduheimsóknir í Svampinn, Wadköping, Slottið og svo var Ronny Petterson heímsóttur.

Hamingjan, ærslin og vináttan eru orð helgarinnar.

12 comments:

Anonymous said...

Hæhæ
Vá það hefur aldeilis verið fjör ! Hefði sko viljað vera með og þá sérstaklega í að taka gítarsóló á hækju !!!
Hlakka mikið til að sækja ykkur á flugvöllinn...eftir ótrúlega fáa daga !
Knús
Edda

brynjalilla said...

finnst þér ekki frábært hvað er stutt og vissulega auðveldar það okkur daginn í dag eftir að allir eru farnir...sjáumst!

Anonymous said...

Hopp og hí !
Aldeilis sem hefur verið gaman hjá ykkur öllum jafnt börnum, konum sem köllum.
Knús frá Akureyris

Fnatur said...

Óóóóóóóóók, núna fékk ég loksins smá heimþrá við að sjá þessar myndir. Greinilega mjög mikið fjör bæði hjá þeim ungu og gamlingjunum. Ferlega ert þú alltaf mikil pæja Brynja mín. Tekur þig vel út í stíbbunum....eru þetta nýjar gallabuxur??

imyndum said...

... við verðum með á næsta ári ;) Bið að heilsa öllum
kossar frá París

Anonymous said...

Þetta er rétti andinn!!
Tröllafótur

Lilý said...

Já tad er stutt i fronid fagra.. gudi se lof!

brynjalilla said...

Takk fyrir kommentin kaeru vinir, eh gallabuxurnar eru keyptar á Íslandi í sumar...hlakka til ad hitta ykkur öll, puss och kram.

Anonymous said...

þetta er eitt af því sem gefur lífinu svo mikið gildi.
það er mikil gjöf að eiga góða vini.
Ég er að bíða eftir þér yfir hafið og h...............
knús

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Geðveik stemning. Ekki leiðinlegt að fá vini sína í heimsókn ;) Skemmtið ykkur svo vel á skerinu um hátíðarnar.

Anonymous said...

Gott að sjá að þið hafið það gott - eins gott að þið hafið það gott, því við höfum svo gott sem ákveðið að koma í febrúar. Finniði nú gott gistihús á góðum stað. Svo eru margir góðir gististaðir í Árósum.

Kveðja frá Árósum
Jónas og Gunna

brynjalilla said...

Hlakka til að fá ykkur í sænska þorrblótið í febrúar, lofa kjötbollum og öðru gúmmilaði. Hljómar freistandi að kíkja til Árósa, sérstaklega þegar við verðum komin til Lundar í vor.