Wednesday, December 13, 2006
Lúsía og íslenskur harðfiskur
Búið að vera mikið um að vera í dag. Dagurinn byrjaði klukkan sex, Dagrún eins og spjót á fætur og var ekki lengi að koma sér í lúsíubúninginn sinn. Í leikskólanum var boðið upp á kakó og smurt brauð klukkan 7 og börnin sungu svo fallega, voru svo heillandi, ljómandi og einlæg. Við vorum stolt af okkar stúlku sem söng, svo vel heyrðist um lúsíur, piparkökur og veiðimann í skógi.
Klukkan 9 var lúsíulest í mínum skóla, vissulega ekki eins heillandi og ljómandi og hjá Dagrúnu en eins einlæg. Við sungum ekki neitt en buðum upp á íslenskan harðfisk, jólaglögg og kökur. Kökurnar og jólaglöggið kláraðist, harðfiskurinn rann ljúflega niður eftir mátulegt fussum svei og fitjun upp á nefið...
...okkur finnst lúsía skemmtileg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
oh svo saet.. mer finnst lucia lika skemmtileg og vid Karin bökudum henni til heidurs lyssebullar i gaer. Mmmm hvad teir eru godir med sinu randyra saffran!
Mikið eruð þið fínar og fallegar í lúsíubúningnum ykkar. Algjörir englar.
Til hamingju með prinsessuna......þið eruð æði.
Ha! Þessu man ég vel eftir. Ég vildi að þú gætir sent mér eins og einn "lusse-katt" í gegnum internetið. Gaman af þessum myndum.
Jiminn hvað þetta eru krúttaralegar myndir af ykkur....:)
Hlakka til að sjá ykkur...!!!!
Þetta eru örugglega fallegustu og flottustu lúsíur Svíþjóðar.
Ég hlakka svo til að fá ykkur.
Post a Comment