Friday, January 05, 2007

Heima á ný






















Ja hvar á ég að byrja, við náðum yndislegum dögum og aðdraganda að jólum. Það var yndislegt að vera umkringdur fjölskyldunni og finna hversu lánsöm við erum. Við Valur nutum þess að vera barnlaus í bænum og skemmtum okkur vel við að gera grín af ljótum og illa hönnuðum geisladiskahulstrum í bókval. Þeirra á meðal voru auðvitað gimsteinar og fékk ég einn frá mínum heitelskaða í jólapakkann. "lay Low, please dont hate me". Börnin hittu vini sína og við hittum vini okkar. Áttum yndislegt aðfangadagskvöld hjá systur minni en um nóttina voru jólin búin. Hörður Breki og Valur fengu þessa rokna æluskítapesti í heimsókn, hún vildi víst fá sinn skerf af jólunum og skrapp ekki heim heim fyrr en þann 28. des. Kom aftur um kvöldið þar sem hún vildi halda upp á áramótin en lagðist upp hjá Mér og Dagrúnu þetta skiptið. Hún kunni víst ekki við annað. Hún tók heimsókn sína til mín sérstaklega alvarlega og lagði sig fram við að sýna alla þá takta sem hún átti til. Eftir 5 daga var klósettið og forláta plastfata ennþá bestu vinir mínir ásamt auðvitað æluskítapestinni. Við Dagrún seinkuðum því ferð okkar til Svíþjóðar um 5 daga en nutum þeirra engan veginn á Íslandi og hittum enga þar sem við vildum ekki leyfa uppáþrengjandi vinkonu okkar að eignast nýja vini. Verð þó að þakka tengdaforeldrum mínum lífgjöfina án þeirra hefði vinkonan drepið okkur.

En nú erum við fjölskyldan sameinuð á ný og það er svo gott að vera komin heim. Erum meira að segja búin að plokka jólin niður og vorum að gera pizzu. Við erum öll staðráðin í að njóta þessarar síðustu helgi jólafrísins.

12 comments:

Anonymous said...

Þrátt fyrir allar umgangspestar - FRÁBÆRT að fá að hafa ykkur hér um jólin. Vonum að þið séuð komin til heilsu á ný !! Ástarkveðjur úr Snægilinu.

Anonymous said...

Gott að vita að þið eruð komnar heim heilu og höldnu, og vonandi eru hvítu dílarnir hættir að birtast:-) og þú búin að jafna þig almennilega.

Kær kveðja (líka úr Snægilinu),

Ingibjörg

Anonymous said...

Hæ hæ
Við söknum ykkar óskaplega nú þegar.....vildum óska að þið hefðuð ekki þurft að fara strax !
En mikið óskaplega erum við fegin að hafa sloppið við PESTI DAUÐANS !
Kveðja til ykkar
Edda, Addi og Kolfinna

Anonymous said...

Halló elsku fjölskylda!

Við sem vorum að vonast til að sjá ykkur hér í Barmahlíðinni um hátíðirnar! Ekki gaman að fá slíka skítaælupest um sjálf jólin en "sant ar livet"!

Knús og kveðjur úr Hlíðinni!
Guðrún, Alvar, Þóra Laufey og Sigrún Birna.

Anonymous said...

Takk fyrir dejlige stundir á klakanum. Gaman og gott að sjá hvað þið eruð alltaf lík sjálfum ykkur og yndisleg í alla staði. Hlakka til að hitta ykkur aftur - túrílú ...

Anonymous said...

Gleðilegt ár, Brynja mín.
Gott að heyra að þú ert á lífi og komin heim, en leiðinlegt að þið Dagrún misstuð af áramótunum hér í Gautaborg. Ég fékk ágæta lýsingu á veikindunum frá Valla.
Drengirnir og þó sérstaklega Valur, ásamt öðrum fullorðnum strákum á svæðinu, skemmtu sér konunglega við að skjóta upp rakettum og öðru slíku og sem betur fer var Andri lítið truflaður af vaktinni á skotkvöldinu. Kvöldið gekk nánast slysalaust fyrir sig, sem er fyrir mestu.
Heyrumst og sjáumst síðar...

Anonymous said...

Elsku Brynja gott að þið komust heim heilar á húfi. Það var voðalega notalegt að geta þó hitt ykkur hér eina kvöldstund hjá Lólu áður en þið fóruð út. Hér er bara snjór og vetur en við það kemur birtan fyrr en ella. koss og knús þín Þórdís

imyndum said...

Sæl kæra vinkona og velkomin heim aftur. Leiðinlegt að heyra þetta með pestina. Ég hlakkaði svo til með ykkur að geta notið Íslands,fjölskyldunar og vinanna. Vona þið séuð öll orðin fílelft aftur. Kærar kveðjur um kraftmikið ár, Rósa

Fnatur said...

Velkomin heim og til hamingju með að vera laus við þessa skítapest. Ekkert verra en að æla, hvað þá í svona langann tíma. Gott að ykkur líður nú öllum betur og eruð aftur saman á ný. Gleðilegt nýtt ár. Finn það á mér að 2007 verður flott ár.

Anonymous said...

Ó, sjitt maður! En annars segi ég bara gleðilegt ár. Bestu kveðjur úr MA. Nú styttist í próftíð og allar kökurnar...

Anonymous said...

Lort! - Ég gleymdi að kvitta undir kommentið áðan. Bæti úr því núna.

Anonymous said...

Indælt að eiga svona purgatorisk jól með fjölskyldunni. Óska ykkur engra slíkra síðar. Til miklu betri leiðir til að halda sér slank yfir jólin. Ykkar einlægur.

Ps. Valli, mi. er stytting á míla.