Monday, April 30, 2007
Róið á önnur mið
Það er skrýtið að eiga tvö heimili, hér sit ég á gólfinu í Erik Rosenbergsväg 7 sem hefur haldið okkur uppi síðustu 2 árin með gleði. En hugurinn er að mestu komin til Lundar í húsið okkar, Signalvägen 20. Það er fallegt og við fengum strax heimilistilfinningu þar. Við gróðursettum rósarunna og settum íslenska og sænska steina í garðinn sem reyndar enn er bara moldarflag, það breytist skjótt. Þessi vika er bara búin að vera frábær, ævintýri mín með Madaleine vinkonu minni og svo veisluhöld og ný kynni alla helgina. Fórum í partý til Alexei rússnesks nágranna sem bauð upp á íslenskan hákarl, þáðum hann en slepptum vodkanu. Tobban og Sveini hristu 50 manna partý fram úr erminni á laugardagskvöldið. Það var bara ótrúlegt, þjóðernin voru: Íslendingar, Svíar, Rússar, Lettar og Indverjar og maturinn var bland í poka frá þessum hópi og því frábærlega fjölbreyttur, athyglisverður og ljúffengur. Þetta leggst vel í okkur. Nú byrjar önnur annasöm vika og án efa pínu erfið. Kyssum marga bless sem við söknum nú þegar, en svona er lífið það er okkar val að róa ekki alltaf á sömu mið.
Thursday, April 26, 2007
lavender og unaður í hverri innöndun
Þvílík vítamínsprauta, við Valur skelltum okkur til Stokkhólms, gistum á hóteli, fórum á tónleika og Lilýlillan okkar sá um frumurnar okkar. Þetta var unaður, ekki í poka, ekki í dós heldur unaður í hverri innöndun. Fyndið en maður var svona "kominn til útlanda". Við röltum í rólegheitunum um miðbæinn og gamla bæinn, stoppuðum oft og fengum okkur hressingu, sáum frábæra ljósmyndasýningu Sally Mann, tékkið á henni! Kíktum á August Strindberg safnið, fórum á fornbókasölur og bara stilltum okkur af og áttum sannar gæðastundir. Kvöldið og tónleikarnir....
ó mæ...ég varð ástfangin af Madaleine Peroux, hún bara er svo hrífandi. Flauelsmjúk rödd og ótrúlega töff. Rödd sem rífur í og djúpur sellótaktur fær hjartað til að hoppa og hugsanir að fljúga. Lánsemi mín og hamingja fullkomnaðist næsta morgun þegar ég var að fá mér appelssínusafa og drottningin, sem er áreiðanlega dass yngri en ég, sko Madaleine, ekki Sylvía, morgunúfin og einlæg var að fá sér líka. Ég stökk til, fékk eiginhandaráritun, fékk að faðma hana og sagði henni frá börnunum mínum en hún nefnilega áritaði aftan á mynd af HBV og DKV þar sem það var eini snepillinn sem var handhægur, frábært. Valli tók mynd af okkur og ég gekk á bleiku skýi með dúndrandi hjartslátt lengi á eftir. Merkilegt hvað maður verður lítill og kjánalegur þegar maður hittir listamann sem maður fýlar svo mikið sem er bara venjuleg manneskja eins og við hin.
Þegar heim var komið í steikjandi sælu innra sem ytra var vítamínkikkið notað, ég stakk upp lavenderið mitt, setti í bala og ætla sko að taka þessa vini mína með mér lil Lundar. Postulín og kristall er nú komið í kassa og heimilið lýtur út eins og sprengja hafi fallið...guði sé lof því það er loksins kominn almennilegur taktur í þessa niðurpökkun...sellótaktur. Skrapp og skokkaði með Herði Breka sem er allt í einu mjög metnaðrfullur lítll skokkari, skil ekki hvar hann fær þá dillu í sig..en nú er ég klædd og komin á ról og skólinn, ræktin handan við hornið og við brunum svo til Lundar í kvöld og tökum við lyklunum af nýja húsinu okkar á morgun klukkan 13:15 nákvæmlega. Er búin að ákveða að drullast loksins í sjóbað, hlakka til og svo er búið að bjóða okkur í partý hjá Alexei, rússneskum töffara og nágranna á nýja staðnum, þarf nú að fara að velta fyrir mér í hverju ég á að fara. Bless í bili elskurnar mínar og því miður engin tími til að setja inn myndir. Lofa samt myndinni af mér og Madaleine vinkonu minni þegar hægist um.
ó mæ...ég varð ástfangin af Madaleine Peroux, hún bara er svo hrífandi. Flauelsmjúk rödd og ótrúlega töff. Rödd sem rífur í og djúpur sellótaktur fær hjartað til að hoppa og hugsanir að fljúga. Lánsemi mín og hamingja fullkomnaðist næsta morgun þegar ég var að fá mér appelssínusafa og drottningin, sem er áreiðanlega dass yngri en ég, sko Madaleine, ekki Sylvía, morgunúfin og einlæg var að fá sér líka. Ég stökk til, fékk eiginhandaráritun, fékk að faðma hana og sagði henni frá börnunum mínum en hún nefnilega áritaði aftan á mynd af HBV og DKV þar sem það var eini snepillinn sem var handhægur, frábært. Valli tók mynd af okkur og ég gekk á bleiku skýi með dúndrandi hjartslátt lengi á eftir. Merkilegt hvað maður verður lítill og kjánalegur þegar maður hittir listamann sem maður fýlar svo mikið sem er bara venjuleg manneskja eins og við hin.
Þegar heim var komið í steikjandi sælu innra sem ytra var vítamínkikkið notað, ég stakk upp lavenderið mitt, setti í bala og ætla sko að taka þessa vini mína með mér lil Lundar. Postulín og kristall er nú komið í kassa og heimilið lýtur út eins og sprengja hafi fallið...guði sé lof því það er loksins kominn almennilegur taktur í þessa niðurpökkun...sellótaktur. Skrapp og skokkaði með Herði Breka sem er allt í einu mjög metnaðrfullur lítll skokkari, skil ekki hvar hann fær þá dillu í sig..en nú er ég klædd og komin á ról og skólinn, ræktin handan við hornið og við brunum svo til Lundar í kvöld og tökum við lyklunum af nýja húsinu okkar á morgun klukkan 13:15 nákvæmlega. Er búin að ákveða að drullast loksins í sjóbað, hlakka til og svo er búið að bjóða okkur í partý hjá Alexei, rússneskum töffara og nágranna á nýja staðnum, þarf nú að fara að velta fyrir mér í hverju ég á að fara. Bless í bili elskurnar mínar og því miður engin tími til að setja inn myndir. Lofa samt myndinni af mér og Madaleine vinkonu minni þegar hægist um.
Monday, April 23, 2007
Falafel og annad gott
jajamen segjum vid oft hér í Svíaríki, jajamen segi ég med nokkru stolti í röddinni, finnst ég vera búin ad standa mig vel í ofurkonuhlutverkinu sídustu daga. Hélt matarbod fyrir nokkra kennara á fimmtudagskvöldid, dekradi vid thá í mat og drykk. ìslenski laxinn og íslenska lambakjötid rann svo ljúflega nidur ad einn kennarinn hafdi laerbeinid med sér heim og aetladi ad búa til súpu úr veigunum. Finnst thad bera vott um ad eldamennskan hafi tekist vel. Á föstudagskvöldid göldrudum vid Valli fram Mezeveislu med heimagerdu hummusi, falafel, tzaizhiki, braudi, reyktri skinku sem reyndar var ekki af heimaslátrudu svíni. Svo voru audvitad ávextir, súkkuladi og áfengi í óhófi. Vinnufélagar Vals skemmtu sér vel og gerdu matnum og ödru gód skil enda lauk partyinu med gódum singstar töktum. Já og ég gerdi gódan bisness, seldi nokkur píkublóm. Alltaf gaman ad koma theim ad og umraedurnar sem thau vekja eru oft svo athyglisverdar, einlaegar, nánar, fyndnar og pólitískar. Vid slöppudum af ä laugardeginum en nádum samt ad byrja ad pakka thannig nú er madur kominn af stad í thví ferli öllu. Svo í gaer var kvedjuparty Dagrúnar, hafmeyjuterta med marsmellós og prinsessumuffins og audvitad ís og nammi. Mikid bleikt, mikid hlegid og mikid gaman. Eftir tiltekt, bödun og svaefingu vorum vid Valur threytt, horfdum á uppáhaldstháttinn okkar alltså Evróvisiontháttinn med Eiríki okkar og skemmtum okkur vel yfir ótrúlega lélegum lögum og nokkrum ágaetum...sofnudum svo baedi vid sjónvarpid og gleymdum ad hengja upp úr thvottavélinni.
Tuesday, April 17, 2007
Kirsuberjatré, hrísterta og magakitl.
Þetta var löng og góð helgi og einhvernvegin tókst okkur að byrja ekki að pakka...hrmpff". Við áttum hinsvegar góðar stundir í sumarbústöðum vina okkar, fyrst á föstudeginum hjá Evu og Sven í pizzuveislu og svo í afmælinu hans Guðjóns, þaðan eru myndirnar. Borðuðum gamaldags hrístertu, soðið brauð, pönnukökur og jólaköku í boði húsmóðurinnar hennar Valdísar, hún er svo mikill snillingur í bakstri. Nutum þess að vera í Paradís frameftir degi. Börnin gróðursettu fræ úr tælenskum ávöxtum, Guðjón var held ég alsæll með japanska kirsuberjatréð sem við gáfum honum. Eitt er víst að ég ætla að fá mér eitt slíkt í garðinn minn í Lundi og trén geta verið í fjarskiptasambandi eins og við verðum þegar við yfirgefum fallegu Örebro. Sunnudagurinn var undirlagður dúkkuhúsaendurgerð, mikið upp úr því lagt að gera barbíhúsið hennar Dagrúnar nútímalegra og meira glansandi. Við sátum því hér úti á verönd, lökkuðum, saumuðum og veggfóðruðum og lögðum gólfdúk, ágætis dagsverk þar. Góð byrjun svo á vikunni, ég mála sem aldrei fyrr í kúrsi með honum Kelvin Summer, er með hugann við vorið og gleðina sem endurspeglast í litagleði og magakitli.
Thursday, April 12, 2007
Smjattað á gómsætum bitum!
Jæja nú er allt komið í góðan takt, 15 stiga hiti í dag og dásamlegt að hjóla með vindinn í bakið. Er í góðum málunaráfanga og mála vorlegar myndir sem gleðja mig allavega, ætla að fara að drullast til að taka myndavélina mína með í vinnuna svo ég geti nú farið að sýna ykkur afrakstur annarinnar. Allt að gerast einhvernvegin núna, skólinn er á síðasta snúningi, pappakassar bíða þess að verða fylltir af húsmunum og veisluhöld í boði okkar Valla framundan en það þarf auðvitað að kveðja vini sína og velunnara vel og vandlega áður en við höldum héðan. Kennararnir mínir koma í mat í næstu viku og fá íslenskt lambalæri og íslenskan lax, heilsugæslan hans Vals kemur svo næsta dag í Mezo eða tapas partý og svo náttúrlega eru uppi fyrirætlanir að bjóða hér hóp af börnum í pizzu, ís og gistingu, úff dæs já það er margt á döfinni en allt bara gott. Annars var yndislegt að láta koma sér á óvart í morgun, einn kennarinn minn, James Bates gaf mér upp úr þurru 2 miða á blústónleika á laugardagskvöldið og bauðst til að passa krakkana meðan ég og Valli nytum tónleikanna. Þetta finnst mér vera fallega gert af honum, tek það fram að hann er giftur maður og á von á barni og á eina 6 ára stelpu.
En já Egyptaland! Þetta var ævintýri þessa áratugar, tel ólíklegt að nokkuð komi til með að slá þetta út. Við upplifðum svo yndislegan tíma með vinum okkar, tókum þátt í dásamlegu brúðkaupi, kynntumst ógleymanlegri menningarsögu, lifðum hátt og mikið, borðuðum ótrúlega mikið af góðum mat, upplifðum andstæður sem maður hefur gott af og fyllir mann þakklæti og góðum skammti af örvæntingu en vissu um að kunna að meta allt sem maður á betur en áður, kynntumst áhugaverðu fólki og ákaflega gestrisnu og yndislegu í alla staði, styrktum vináttubönd, sigldum á Níl og bara nutum lífsins í botn! Ég mun kannski síðar koma með nánari lýsingu á þessu öllu en ennþá er ég bara einhvernvegin að vinna úr þessu öllu, melta þetta í rólegheitunum og smjatta lengi á gómsætum bitunum svo unaðurinn endist sem lengst.
En já Egyptaland! Þetta var ævintýri þessa áratugar, tel ólíklegt að nokkuð komi til með að slá þetta út. Við upplifðum svo yndislegan tíma með vinum okkar, tókum þátt í dásamlegu brúðkaupi, kynntumst ógleymanlegri menningarsögu, lifðum hátt og mikið, borðuðum ótrúlega mikið af góðum mat, upplifðum andstæður sem maður hefur gott af og fyllir mann þakklæti og góðum skammti af örvæntingu en vissu um að kunna að meta allt sem maður á betur en áður, kynntumst áhugaverðu fólki og ákaflega gestrisnu og yndislegu í alla staði, styrktum vináttubönd, sigldum á Níl og bara nutum lífsins í botn! Ég mun kannski síðar koma með nánari lýsingu á þessu öllu en ennþá er ég bara einhvernvegin að vinna úr þessu öllu, melta þetta í rólegheitunum og smjatta lengi á gómsætum bitunum svo unaðurinn endist sem lengst.
Tuesday, April 10, 2007
Heimkoma
Var að enda við að borða hafragrautinn minn og er að búa mig að fara að hjóla í skólan í SLYDDU, ojbara. Má ég þá heldur biðja um súkkulaðicrossant og 30 stiga hita ásamt þjónum á tá og fingri. Við erum sem sé komin heim, erfitt að byrja hversdagslífið aftur eftir ótrúlegan tíma í Egyptalandi, er enn að melta allt sem við upplifðum og á eiginlega ekki til orð...ennþá til að lýsa vikunni sem hlýjar okkur, vekur með okkur undrun og þakklæti. Frábært er ekki nógu sterkt orð en ég læt það samt vaða, FRÁBÆRT.
Knúsíkrús
Brynja
Knúsíkrús
Brynja
Subscribe to:
Posts (Atom)