Thursday, April 26, 2007

lavender og unaður í hverri innöndun

Þvílík vítamínsprauta, við Valur skelltum okkur til Stokkhólms, gistum á hóteli, fórum á tónleika og Lilýlillan okkar sá um frumurnar okkar. Þetta var unaður, ekki í poka, ekki í dós heldur unaður í hverri innöndun. Fyndið en maður var svona "kominn til útlanda". Við röltum í rólegheitunum um miðbæinn og gamla bæinn, stoppuðum oft og fengum okkur hressingu, sáum frábæra ljósmyndasýningu Sally Mann, tékkið á henni! Kíktum á August Strindberg safnið, fórum á fornbókasölur og bara stilltum okkur af og áttum sannar gæðastundir. Kvöldið og tónleikarnir....
ó mæ...ég varð ástfangin af Madaleine Peroux, hún bara er svo hrífandi. Flauelsmjúk rödd og ótrúlega töff. Rödd sem rífur í og djúpur sellótaktur fær hjartað til að hoppa og hugsanir að fljúga. Lánsemi mín og hamingja fullkomnaðist næsta morgun þegar ég var að fá mér appelssínusafa og drottningin, sem er áreiðanlega dass yngri en ég, sko Madaleine, ekki Sylvía, morgunúfin og einlæg var að fá sér líka. Ég stökk til, fékk eiginhandaráritun, fékk að faðma hana og sagði henni frá börnunum mínum en hún nefnilega áritaði aftan á mynd af HBV og DKV þar sem það var eini snepillinn sem var handhægur, frábært. Valli tók mynd af okkur og ég gekk á bleiku skýi með dúndrandi hjartslátt lengi á eftir. Merkilegt hvað maður verður lítill og kjánalegur þegar maður hittir listamann sem maður fýlar svo mikið sem er bara venjuleg manneskja eins og við hin.

Þegar heim var komið í steikjandi sælu innra sem ytra var vítamínkikkið notað, ég stakk upp lavenderið mitt, setti í bala og ætla sko að taka þessa vini mína með mér lil Lundar. Postulín og kristall er nú komið í kassa og heimilið lýtur út eins og sprengja hafi fallið...guði sé lof því það er loksins kominn almennilegur taktur í þessa niðurpökkun...sellótaktur. Skrapp og skokkaði með Herði Breka sem er allt í einu mjög metnaðrfullur lítll skokkari, skil ekki hvar hann fær þá dillu í sig..en nú er ég klædd og komin á ról og skólinn, ræktin handan við hornið og við brunum svo til Lundar í kvöld og tökum við lyklunum af nýja húsinu okkar á morgun klukkan 13:15 nákvæmlega. Er búin að ákveða að drullast loksins í sjóbað, hlakka til og svo er búið að bjóða okkur í partý hjá Alexei, rússneskum töffara og nágranna á nýja staðnum, þarf nú að fara að velta fyrir mér í hverju ég á að fara. Bless í bili elskurnar mínar og því miður engin tími til að setja inn myndir. Lofa samt myndinni af mér og Madaleine vinkonu minni þegar hægist um.

10 comments:

Anonymous said...

frábært Brynja mín gaman að ferðin ykkar til Stokkhólms hafi lukkast svona vel. Góða fer í Lund hvað verðið þið lengi þar? koss og knús Þórdís

imyndum said...

Góðan fluttning kæru vinir
kossar

Anonymous said...

frábært að ferðin heppnaðist vel :)
Gaman að svona eiginhandaáritunum... átti einu sinni dágott safn...en núna á ég bara eina.
Það er eiginhandaáritun Reynis Péturs göngugarps, síðan hann gekk u
hringinn í kringum Ísland !

Hugsum til ykkar kl 13:15 á morgun :)
Íslenski gatarinn fer í póst í dag !

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þetta hljómar frábært. Kíkti á nokkur myndbönd með Madeleine Peyroux og líst rosa vel á hana. Hefði vel getað hugsað mér að dilla mér með ykkur á þessum tónleikum. Annars góða ferð í Lund og vonandi verðið þið jafn hamingjusöm þar og í Örebro.

Anonymous said...

svona slökunar og degur helgar eru nauðsyn, tala nú ekki um þegar þær eru teknar í nýju umhverfi. hefði elskað að vera á þessum tónleikum sem þið voruð á.
Vona að allt gangi vel í Lundi
kossar og knús
úr sólinni á Ak.

Anonymous said...

Frábært hjá ykkur kæra systir að skreppa svona, algjör nauðsyn af og til. Ég hefði svo sannarlega viljað vera með ykkur á tónleikum og hlusta á flauelsmjúka rödd og sellótakt sem rífur í og fær hjartað til að hoppa og hugsanir að fljúga elska svoleiðis segir konan sem getur grátið á góððum tónleikum.
En til hamingju með nýja húsið ykkar, hlakka svo til að heimsækja ykkur þangað og vonandi að sjá hvað þið eruð hamingjusöm þar og húsið hlýlegt og fínt.
Elska ykkur öll.
knús

Fnatur said...

Vá það er bara smá öfund í gangi hjá mér híhí. Nei það er yndislegt að þið áttuð ljúfar stundir saman án mín mhúahahaha. Ég finn bara sellótaktinn alla leið til Indiana. Já hann mun fylgja mér til Vegas eftir aðeins 2 vikur.
Þú og Hörður Breki síðan farin að skokka saman. Magnað!
Ferlega er hann duglegur.
Enn hef ég samt ekki séð mynd af þér í blómakjólnum í Egyptalandi. Búin að kíkja á þínar myndir, Þórdísar og Rósu. Það getur bara ekki verið að það hafi ekki verið tekið nein mynd af þér í blómabeðinu?

Vallitralli said...

Ég vard nú ekki var vid neinn sellóleik á tónleikunum.

brynjalilla said...

æ ætli það hafi ekki verið kontrabassi, rugla þessum alltaf saman.

Anonymous said...

Loosen [url=http://www.FUNINVOICE.COM]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to design competent invoices in bat of an eye while tracking your customers.