Monday, April 30, 2007

Róið á önnur mið










Það er skrýtið að eiga tvö heimili, hér sit ég á gólfinu í Erik Rosenbergsväg 7 sem hefur haldið okkur uppi síðustu 2 árin með gleði. En hugurinn er að mestu komin til Lundar í húsið okkar, Signalvägen 20. Það er fallegt og við fengum strax heimilistilfinningu þar. Við gróðursettum rósarunna og settum íslenska og sænska steina í garðinn sem reyndar enn er bara moldarflag, það breytist skjótt. Þessi vika er bara búin að vera frábær, ævintýri mín með Madaleine vinkonu minni og svo veisluhöld og ný kynni alla helgina. Fórum í partý til Alexei rússnesks nágranna sem bauð upp á íslenskan hákarl, þáðum hann en slepptum vodkanu. Tobban og Sveini hristu 50 manna partý fram úr erminni á laugardagskvöldið. Það var bara ótrúlegt, þjóðernin voru: Íslendingar, Svíar, Rússar, Lettar og Indverjar og maturinn var bland í poka frá þessum hópi og því frábærlega fjölbreyttur, athyglisverður og ljúffengur. Þetta leggst vel í okkur. Nú byrjar önnur annasöm vika og án efa pínu erfið. Kyssum marga bless sem við söknum nú þegar, en svona er lífið það er okkar val að róa ekki alltaf á sömu mið.

9 comments:

Anonymous said...

Skál fyrir ykkur !

Fnatur said...

Þið eruð svo falleg fín og flott fjölskylda. Alltaf svo mikið stuð hjá ykkur.

Knús og kossar, Fnatz

Anonymous said...

elska Valla
elska brynju
dottir min sagdi i hitamóki þegar ég var að fara með bænirnar fyrir hana(þráhyggja þráhyggja) Guð blessi Einar og Helgu og láti englana sína vaka yfir þeim svo þau sofi rótt allar nætur og verði glöð alla dag, þá heyrist í Helgu minni "og líka Hörður Breki og Dagrún, Guð verður líka að blessa þau og láta englana sína vaka yfir þeim", hef ekkert við þetta að bæta
ykkar Tobba sem bíður ykkar

Anonymous said...

Gangi ykkur allt í haginn. Sé ykkur eftir IHS elevmøde i Sønderborg !!!

Anonymous said...

Hæ Brynja, mikið eruð þið sæt og fín, hjartanlega til hamingju með nýja heimilið. Ertu búin að finna gardínur í öll herbergin?
Ég frétti að þú myndir hugsanlega kíkja á skýrslufund á Kaffi Karólínu í sumar...hlakka til.
Kær kveðja,Ásta tannsi

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hljómar bara alls ekki illa social hliðin í Lundi og þið alltaf jafn sæt.

brynjalilla said...

Mun mæta samviskusamlega á skýrslufund á KK í sumar og gardínum er nánast að verða reddað, hlakka svo til að taka upp þráðinn ásta frá því í London;) og mér finnst þið líka allar sætar!

Og elsku Tobban í dag er bara vika, dreymdi crembrúleið í nótt!

Anonymous said...

til hamingju með nýja heimilið, yndislegt að hafa góða vini á nýja staðnum, það er mikið ríkidæmi sem felst í góðum vinum.

Anonymous said...

He he rússneskur nágranni sem býður upp á hákarl og partý hjá Tobbu hvað er hægt að bjóða upp á betra. Fjölmenningarpartý hljómar frábærlega. Átti nú fastlega von á símtali þetta kvöld frá ónefnum fallegum konum í stuði en þær hafa sennilega verið of uppteknar við ljúfa lífið.
Á ég að koma með siginn fisk og selspik þegar ég kem í heimsókn? Svona til að geta boðið þeim rússneska.
knús