Thursday, April 12, 2007

Smjattað á gómsætum bitum!

Jæja nú er allt komið í góðan takt, 15 stiga hiti í dag og dásamlegt að hjóla með vindinn í bakið. Er í góðum málunaráfanga og mála vorlegar myndir sem gleðja mig allavega, ætla að fara að drullast til að taka myndavélina mína með í vinnuna svo ég geti nú farið að sýna ykkur afrakstur annarinnar. Allt að gerast einhvernvegin núna, skólinn er á síðasta snúningi, pappakassar bíða þess að verða fylltir af húsmunum og veisluhöld í boði okkar Valla framundan en það þarf auðvitað að kveðja vini sína og velunnara vel og vandlega áður en við höldum héðan. Kennararnir mínir koma í mat í næstu viku og fá íslenskt lambalæri og íslenskan lax, heilsugæslan hans Vals kemur svo næsta dag í Mezo eða tapas partý og svo náttúrlega eru uppi fyrirætlanir að bjóða hér hóp af börnum í pizzu, ís og gistingu, úff dæs já það er margt á döfinni en allt bara gott. Annars var yndislegt að láta koma sér á óvart í morgun, einn kennarinn minn, James Bates gaf mér upp úr þurru 2 miða á blústónleika á laugardagskvöldið og bauðst til að passa krakkana meðan ég og Valli nytum tónleikanna. Þetta finnst mér vera fallega gert af honum, tek það fram að hann er giftur maður og á von á barni og á eina 6 ára stelpu.

En já Egyptaland! Þetta var ævintýri þessa áratugar, tel ólíklegt að nokkuð komi til með að slá þetta út. Við upplifðum svo yndislegan tíma með vinum okkar, tókum þátt í dásamlegu brúðkaupi, kynntumst ógleymanlegri menningarsögu, lifðum hátt og mikið, borðuðum ótrúlega mikið af góðum mat, upplifðum andstæður sem maður hefur gott af og fyllir mann þakklæti og góðum skammti af örvæntingu en vissu um að kunna að meta allt sem maður á betur en áður, kynntumst áhugaverðu fólki og ákaflega gestrisnu og yndislegu í alla staði, styrktum vináttubönd, sigldum á Níl og bara nutum lífsins í botn! Ég mun kannski síðar koma með nánari lýsingu á þessu öllu en ennþá er ég bara einhvernvegin að vinna úr þessu öllu, melta þetta í rólegheitunum og smjatta lengi á gómsætum bitunum svo unaðurinn endist sem lengst.






























8 comments:

hannaberglind said...

Egiptaland - vá þvílík snilld, þvílíkt og annað eins ævintýri er varla hægt að hugsa sér.
Hlakka til að sjá myndir af listinni þinni
Bendi þér á nýju blogg síðuna mína ég er í tómu veseni með þessa gömlu

blog.central.is/hbj1972

kossar og knús til ykkar kæru vinir

Anonymous said...

ummm sama hér er í skýjunum skoða myndirnar okkar aftur og aftur og hlakka til að fá ykkar myndir til að bæta í safnið. Er að fara að brenna á diska og senda ykkur öllum. Þetta var frábær ferð og ævintýrin sem maður upplifði er eitthvað sem maður á eftir að muna alla ævi. Og það að vera í góðra vina hópi í heila viku er mjög dýrmætt... Hlakka svo bara til að hitta ykkur í Svíþjóð sem fyrst.. kreist og knús Þórdís

brynjalilla said...

Oh Þórdís, ég bara get ekki hætt að hugsa um Egyptaland, í dag er vika síðan við vorum á markaðinum og upplifðum fary tale brúðkaup, vona að þú komir sem fyrst elsku vinkona! Ekki væri verra ef Hanna Berglind kæmi með þér!

Anonymous said...

flottar myndir :)
Greinilega verið stuð !

Kveðja
Edda
ps Rúnni júl á afmæli í dag....veit ekki hvenær Hemmi Gunn á afmæli !

Fnatur said...

Geggjaðar myndir skutla. Sé að þetta hefur greinilega verið mikið ævintýri.

Já það verður einhver að komast að því hvenær Hemmi á afmæli.

Anonymous said...

oooooo elsku systir búin að liggja yfir myndunum þínum og slefa.
Þetta hefur verið alveg ómetanlegt ævintýri. Hlakka svo mikið til að fá ferðasöguna.
Þetta heillar mig svo óendanlega mikið, ólíkir menningarheimar og siðvenjur og trú. Eitt af því mest spennandi sem ég veit.
knús og kossar.

Anonymous said...

Hemmi á afmæli 9 desember
þá verður hann 61 árs !

kallinn svona helv... flottur ;)

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Gaman að sjá myndir frá þessu frábæra ævintýri ykkar. Þetta hefur verið geggjað, eins og við mátti búast. Ekki á hverjum degií Egyptalandi í góðra vina hópi.