Thursday, June 14, 2007

...fór ekki úr brókinni

Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður. Er enn hátt uppi eftir tónleika gærkvöldsins, drakk reyndar mest vatn en.... Við Valur höfum verið aðdáendur Tori Amos í 15 ár en litum gyðjuna fyrst augum í gær í Falkonersalnum í kóngsins Köben. Hún er náttúrlega bara stórkostleg og að heyra í henni og sjá hana var upplifun. Ég náði meira að segja að fella tár yfir tómri geðshræringu en fór þó ekki úr brókinni. Vissulega er Tori Amos sexý en ég náttúrlega fann meira fyrir andlegri ást á stúlkunni. Hún er svo töff og framkoman er einlæg og talandi og þó maður þekkti lögin þá leið manni eins og hún væri að improvisera svo mikil var innlifunin. Hvernig hún leikur á píanóið og nær þessum fallega samhljóm píanós og raddar er einstakt og býr til þennan eftirsóknaverða Tori Amos hljóm. Svo var líka bara svo fallegt að sjá hvernig hendurnar hennar spegluðust í píanóinu og ljóst var að hljóðfærið er framlenging af henni sjálfri. Upphitunarhljómsveitin var mjög skemmtileg og minnti mig á Apolyptica, Jeff Buckly og Soggie botton boys í senn, náði sem sé að vera glaðleg en um leið snerta við einhverjum frumkrafti. Seth Lakeman, freedom fields, mæli með því að þið tékkið á þeim, sérstkalega ef þið fílið kontrabassa, fiðlu og tónlist með dass af vísna og þjóðlagastemmingu. Já það er gott að njóta þess að hafa gesti og geta stungið af fyrir kvöldstund sem hleður hjartað og hugann svo um munar.

11 comments:

Anonymous said...

"...og ljóst var að hljóðfærið er framlenging af henni sjálfri."
Þvílík dýpt!

brynjalilla said...

var þetta of "brynjulegt" fyrir þig? En gaman að heyra loksins í þér skotta, hélt að þú kommentaðir ekki ;)

imyndum said...

... Þið hafið semsagt ekki lent í miklu fannfergi á leiðinni heim sbr. frétt mbl.is af snjókomu í Svíþjóð?

brynjalilla said...

hahaha ha nei!

Fnatur said...

Já snjór í Svíþjóð í júní. Hélt að það gerðist bara á Grænlandi og Íslandi.
Gott að þið nutuð Tori svona vel darling.

Anonymous said...

Komin úr Reykjavíkinni og er mætt hér á bloggið þitt.
Hef nú ekki mikið hlustað á þessa nefnu gyðju en er greinilega að missa af einhverju.
Þetta með brókina, sjálfsagt hefði ég farið úr henni ef ég væri að fara á tónleika með átrúnaðargoði til fjölda ára. Allavega tárast vel og rækilega og jafnvel fallið í yfirlið við sérstök tækifæri. Spurning um að hafa bara aukabrók með í poka svona til að gæta alls velsæmis auk þess að vera vel undirbúin.
Hins vegar ætla ég að þefa uppi þessa söngvasveina með kontrabassann og fiðluna, hljómar spennandi, eru þeir það góðir að maður þurfi að spandera góðri brók í það verkefni?
knús á þig og alla þína og Tobbulinginn og hennar fólk.

Anonymous said...

Hæ skotta, var komin með fráhvarfseinkenin eftir að hafa ekki lestið bloggið þitt í marga daga sökum utanferða og annarra anna. Krúttulega sæt mynd af þér að mála hér neðar á síðunni. Knús til ykkar allra

Anonymous said...

Mér finnst gott að það er kominn föstudagur. Ég tel niður næstu 2 vikur áður en ég kemst í sumarfrí en í huganum er ég eiginlega byrjuð. Ég er líka í huganum oft hjá þér og öðrum góðum vinkonum sem því miður eru oft alltof langt í burtu. Til hamingju enn og aftur með nýja húsið og garðinn og blómin og fallegu börnin, það verður gaman að sitja á þessum góða palli með gott í glasi :)

Thordisa said...

Á leiðinni norður að fagna 15 ára afmæli okkar og til að vera með Ingveldi á afmælinu þínu og skála fyrir þér skvísa. Nú er Lóla pottþétt farin að setja sig í startholurnar að koma til þín vildi vera á leið með henni en það kemur fyrr en síðar.

kv Þórdís

Lilý said...

Öfund öfund.. og ást

Anonymous said...

Öfunda ykkur geðveikt af Tori Amos tónleikunum, held mikið upp á hana, sérstaklega plötuna með Little Earthquakes laginu, kannski heitir platan sjálf Little Earthquakes, man ekki.