Friday, June 01, 2007

þakklæti

Föstudagurinn ljúfi runninn upp. Ætla að skella mér í bæinn, svo sem ekki til að mála hann rauðann en til að kaupa mér afskorin blóm og kíkja á markaðinn. Svo er náttúrlega pizza í kvöldmatinn og vonandi brómber og kirsuber sem ég finn á markaðinum í eftirmat. Í gær var grillfest í skólanum hans Harðar Breka og Dagrúnar en væntanlegum nýnemendum var boðið líka. Grilluðum og lágum á teppi í blíðunni meðan börnin ærsluðust, þetta var ljúft. Vorum áþreifanlega minnt á hvað það er margt til að vera þakklátur fyrir. En hjón sem við erum nýbúin að kynnast og eiga barn á sama reki og Dagrún ásamt einu 4 ára og 5 mánaða voru að fá þær fréttir að móðirin væri með alvarlegt krabbamein, ólæknandi. Hræðilegt.

Finnst gott að það sé fyrsti júní. Ætla nefnilega að byrja að mála, var einhvernvegin bara búin að ákveða að vera í fríi frá öllu fyrstu vikurnar hér meðan allir væru að aðlagast. Það er gott að taka pásur og byrja svo aftur stútfullur af orku. Hmmm já talandi um það best að drullast í ræktina og byrja daginn með trukki. Góða helgi elsku fólkið mitt nú og aðrir sem hugsanlega reka inn nefið.











11 comments:

Anonymous said...

Elsku Brynslan mín viltu senda mér heimilisfangið þitt í Lundi. Hafðu það svo gott í dag og málaðu eitthvað fallegt eins og þér er einni lagið. Kv. Jóhanna

Anonymous said...

er hjá þér í anda liggjandi á teppi úti í garði með svaladrykk í hitanum og nýt lífsins.

Anonymous said...

Og... þá er kominn langþráður júní !

Sjáumst eftir nokkra daga !

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Skemmtilegar myndir, flott híbýli. Góða helgi mín kæra ;)

Anonymous said...

Mikid er sonur minn saetur i prinsessu buningi,
og börnin öll för den delen
hlakka til ad losna undan thessari vaktaviku
er buin ad komast ad thvi ad thad eru sk Jordloppor eda sorgflugor samkv gamalli konu sem vinnur her sem eru ad angra mig, eru thaer thyrstar eftir thurrkinn og vilja thvi sjuga mitt saeta blod, nu a eg ad fara heim ad vökva gardinn svo thaer geti svalad thorstann og svo drep eg thaer allar med eitri og nyt thess.
hlakka til ad fa mer te, kaffi, vin eda eitthvad med ther a morgun snullan min og takk fyrir daginn.
tobba tutta

Anonymous said...

Þú tekur þig aldeilis vel út við að vökva og hugsa um blómin. Fallegt hús, fallegar myndir.

Anonymous said...

Hæ Brynja mín
Góða helgi hafðu það sem allra best.

Guðbjörg Harpa

Anonymous said...

Myndarleg kona í garðverkunum í myndarlegum garði við myndarlegt hús.
Gæti ekki verið betra. Lífið er ljúft. Góða helgi
Annars er ég að stelast frá mínum garðverkunum, það bíða mín svona 300 kg. af grjóti sem ég þarf að koma fyrir, gott að fá sér kaffi og kíkja í tölvuna til að hvíla stífa vöðva. Dreymir um rauða og bleika lúpínu. Er alltaf að leita, á bara eftir að stelast að nætulagi í góðan garð þar sem svoleiðis vex og rupla. Búin að leita á öllum gróðurstöðvunum.
Kannski fást þær í ár. Ætla að athuga það áður en ég leggst í víking. Átti bleika en hún tók sig til og varð fjólublá eitt sumarið þannig að nú á ég bara svoleiðis.
knús þig og alla þína og líka góða fólkið í næsta húsi.

Anonymous said...

Sæt börn og girnleg ber. Samt ógirnilegt orð, jordgubbar.

Anonymous said...

oh geggjaðar mydnir... þær voru ekki hér síðast þegar ég kíkti !

Fnatur said...

Til hamingju með nýja yndislega heimilið ykkar kæra vinkona. Hlakka til að sjá þig eftir nokkrar vikur.
Knús, Fannsa