Tuesday, May 29, 2007

svipmynd

Ég sit í stofusófanum hennar Tobbu, Valli er ad glamra á gítarinn hans Sveinbjarnar mér vid hlid og krakkarnir eru úti ad hoppa á trampolíninu, berfaett og ber ad ofan. Thad er gód matarlykt í loftinu enda er Tobba ad gera Carbonara og steikja hamborgara. Okkur er heitt, 25 stiga hiti en sem betur fer gola. Á hvítu pappírssnifsi liggur samankroppid flóarlík sem bídur frekari greiningar, hugsanlega er sökudólgur útbrota og kláda fundin. Garnirnar í mér gaula í takt vid "gítartónlistana" og ég kalla er langt í matinn? Valur spilar "Mary had a little lamb" og heldur thví fram ad hann hafi verid ad semja thetta lag. Ég aetla ad horfa a Desperate housewifes í kvöld og njóta einfaldrar tilveru allavega thann klukkutímann.

8 comments:

Anonymous said...

Bestu kveðjur héðan af Fróninu,hér rauk hitinn upp í 12°C í dag, og spáir hlýnandi þegar líður á vikuna.
Hlökkum til að hitta ykkur eftir örfáa daga.

Anonymous said...

ef eg a ekki bestu vinkonu i heimi tha veit eg ekki hvad, hver sanerar med manni husid manns, thrifur allt hatt og lagt leita ad ogedslegum pöddum sem eru buin ad valda mer ofsaklada ofsa ofsla klada og utbrotum sl 3 vikur, og gera alla gedveika a heimilinu, enda eg su eina sem er bitin, med svo saett blod segja their hja sænsku meindyrastofnunni, brynja mætti galvösk med druslur og poka og grænsápu sér við hlið, hver þarf líkamsrækt þegar heimili vinkonu manns þarfnast saneringar. heppin ég að búa við hliðiná þessari elsku / tobba,

Lilý said...

Hljómar svo yndislega unaðslega þetta blogg Brynja..

Despó enduðu svo ævintýralega að ég er að spá í að seinka ferð minni heim í sumar svo ég missi ekki af næsta þætti!

imyndum said...

Kveðjur í stofusófann, er ekki dásamlegt þegar lífið er dásamlegt og við gerum okkur grein fyrir því
kossar,
Rósa

Anonymous said...

já svona er lífið gott og það er líka aðeins meira sumarlegt hér í dag um 12 stig sem er bara hátíð. Lillý ef þú missir af þætti þá er til síða sem heitir tv-links.co.uk og þar má sjá margar góða þætti. Stundum eru þeir læstir en svo opnaðir næst þegar maður kemur kíktu á þessa síðu. Og þið sem eruð mér nær í aldri híhí þá horfði ég á Dirti dansing á þessari síðu um helgina og hún var alveg jafn frábær og fyrir hvað 15 árum :-)

Anonymous said...

yndislegt að láta stjana við sig:)
ótúlegt með drauminn um ásu og svein, en það getur ekki verið annað en gott að dreyma þau yndislegu hjón:)
óska þér góðra drauma og margra dekurdaga hjá nágrönnunum í framtíðinni
kossar og knús úr peysuveðrinu á Ak.

Magnús said...

Hei, megum við vera memm? Í ágúst sko.

Lára said...

Ég er sko með ykkur í anda í góða veðrinu! Gvuð hvað ég sakna Svíþjóðar stundum. Það kemur í mig fyndin heimþrá eftir stórum trjám, hita og julmust.
Ég hlakka svoooo til að flytja norður (ekki hætt því), ég er að verða vikkkklaus á þessu bölvaða roki hérna í Borgarfirðinum alltafhreint.
Hér er krúttleg síða handa þér, ég veit að þú hefur gaman að henni. Fann hana gegnum moggablogg hjá e-i konu: http://www.jackyfleming.co.uk/index.html