Thursday, May 10, 2007

dúllurassabossalingurinn.

...og Lundur tekur á móti okkur med rigningu en sem betur fer glittir ödru hvoru í sól sem glottir og bídur tholinmód ad komi ad sér. Vid erum búin ad vera svoooo dugleg. Heimilid okkar er farid ad taka á sig mynd sem lofar gódu, hlýlegt, bjart og thaegilegt. Tobban okkar er búin ad elda ofan í okkur og taka til hendinni sem er létt enda svífur hún á theirri gledi sem fylgir thví ad eignast bródurson, til lukku öll med hvort annad. Hördur Breki fór í skólann sinn í dag og er afar ánaegdur med hann og strax farin ad segja ad thar sé margt betra en í gamla skólanum. Hann aetlar aleinn á morgun med skólarútunni og vid eigum nú ekkert ad vera ad thvaelast med. Mikid er ég stolt af honum. Skólinn er lítill, 42 nemendur og 4 bekkir. Thad brakar í gólfunum og heimilisleg tilfinning ríkjandi. Mikil tengsl vid náttúruna og sterk áhersla lögd á uppgötvunarnám og ábyrgdarkennd. Ef ég hefdi ekki vitad betur hefdi ég haldid ad Astrid Lindgren hefdi stofnad skólann. En vid vonum bara ad hlutirnir haldi áfram ad ganga vel, nú er thad pizza, nammi og flögur í tilefni ad vinur okkar hann Eiríkur er ad stíga á stokk í kvöld, áfram Eiki, gangi thér vel elsku dúllurassabossalingurinn.

ps: Var ad fá stadfestingu á ad ég er komin inn í lýdheilsufraedin í Lundarháskóla. Verd ad baeta vid ad thad voru 500 umsóknir og 20 sem komust inn, ég er mjög stolt og ánaegd ad vera ein af thessum 20.

13 comments:

Anonymous said...

Ósköp er það nú gott að þið eruð komin heil til Lundar í nýja húsið.
Veit að það er fallegt að ykkar hætti og hlýlegt eftir því.
Veit einnig að Tobbulingurinn ykkar hefur tekið vel á móti ykkur af sínum hætti.
Strákurinn okkar hann HB er hetja, stendur sig ótrúlega vel. Frábært að þetta skuli ganga svona vel.

En Elsku Brynja til hamingju með plássið í skólanum. Þú ert líka hetja.
knús

Anonymous said...

Frábært að þú ert kominn inn í skólann, þeir verða sko ekki sviknir af því að hafa valið þig Brynja mín :)
Já HB er einstakur, svo duglegur og frábær.
Erum orðin svo spennt að koma til ykkar.

Allt semsagt frábært og yndislegt...ja nema austantjaldsklíkan í Eurovision sem klikkaði á því að velja rauðfaxann frá Íslandi til að rokka upp showið !!

Anonymous said...

http://www.artgoddess.com/purses.htm

datt í hug að þú hefðir gaman af þessu....

knús
Edda

Anonymous said...

óheppin við að vera ekki í austantjaldsklíkunni:( Það er pottþétt að ég kýs vini mína Finna á lau.
En elsku Brynja mín innilega til hamingju með skólavistina, frábært að vera í þessum útvalda hópi:)
Hlakka til að sjá myndir af nýja heimilinu ykkar:)!!!
kossar og knús
hannaberglind

Magnús said...

Hei, klikkað! Meiriháttar hamingjuóskir með að hafa komist inn!

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju klára gella ;) Þú er flottust. Frábært að Herði Breka líst á skólann. Lýsingin á honum hljómar líka dásamlega.

imyndum said...

Til hamingju með skólavistina, glæsilegur árangur, ég er svo stolt af þér, held ég sé búin að segja það áður en ekki að ástæðulausu.

Hörður Breki greinilega að færast úr barni í ungann mann, gaman að fylgjast með ykkur öllum.

Kossar, Rósa

Thordisa said...

Til lukku gamla mín gott að hljóðið er betra en þegar þið voruð á leiðinni í Lund. Og skvísa ég var ekki í nokkrum vafa um að þú kæmist inn þeir hefðu bara verið bjánar ef þeir hefðu ekki hleypt þér inn. koss og kreist

Anonymous said...

Frábært til hamingju með skólavistina og nýja heimilið. Þó ég efaðist ekki andartak um að þú kæmist inní námið er nú samt dáldið merkilegt að vera valin í 20 manna hóp af 500. Þú ert klárust!

Anonymous said...

Hæ Brynja, Þetta er frábært árangur hjá þér. Ég samgleðst þér innilega. Kær kveðja, Ásta tannsi

Anonymous said...

Til hamingju með að komast inn í námið - glæsilegt eins og reyndar allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Þeir verða ekki sviknir af því að taka þig inn.
Kær kveðja, Ingibjörg

Lilý said...

Ég vissi að þú kæmist inn! :D Til hamingju elsku bína.. Ég er enn grátandi yfir því að fara ekki í leðurbuxurnar í kvöld til heiðurs Eika! En þá er bara að hrissta bingóið og heja á The Ark allright jeah! Hugsa til ykkar alla daga allan daginn og vona að hjörtun dilli sér í takt við hugsanir mínar :*

Anonymous said...

elsku brynja mín frábær árangur að komast inn svoooo stollt af þér þú spjarar þig svo sannarlega ..líka innilega til hamingju með nýja heimilið love ragna