Friday, May 18, 2007

brók á hausnum

þetta fer vel af stað, vorum að enda við að éta grillmáltíð með Toby van kanóbí og kó og mömmu og tengdapabba. En hér koma myndir úr fyrsta matarboðinu.










18 comments:

imyndum said...

Það er ekkert verið að tvínóna við að koma sér fyrir. Myndir á veggjum og allt. Gaman að sjá ykkur.
Sakna þín,
Rósa

Anonymous said...

flott veisla, hefði verið til í að vera þarna með ykkur. Líst vel á það sem ég sé af húsinu. :)
Vona að þú djammir vel í kvöld - til hamingju með fyrsta matarboðið þitt, ekki slæmt að sjá íslenskt lambakjöt á borðum!!

Anonymous said...

mmmmmm yndislegt :)

Anonymous said...

elska börnin þín fædd og ófædd
elska nærveru þína
ísgræðgi þína og að maðurinn minn, maðurinn minn skyldi hafa keyrt úti rassgat til að hafa keypt handa þér ís, þeir mennirnir í ísbaði úti í rassgati, með Kidda fallega
að ég skuli vera njótandi þeirra foréttinda að búa 100 m frá þér er nátturlega ekki fyndið
elska þig nenu ninu premistuna nenu
tobba í svaka klobba
og Aslaug hvað ertu að spá dúllan mín að vera ekki hér og nú hér og nú hér og nú
þín tobbilingur í klobbalingur.

Anonymous said...

Elska manninn minn að hann sé að hirða arfa með hjólburunum hans Valla og ég sé að stauja dúkana sem ég erfði eftir ólátinni ömmu minni, úti og við séum að hlustsa á Frida og Helga hjólandi úti á traktornum sínum Kiddi takandi við afmælisgjöf og Brynja að fá útprjónaða pottaleppa sem ég rétt gat kríað út áður en þeir fóru upp í glugga í búð í dag
og hvar ertu áslaugin okkar.

Anonymous said...

Elsku litla Sys.
Ætla að byrja á því að segja mikið lýst mér vel á íbúðina, jess kamína en enn betur á fólkið sem býr í henni og allt fólkið sem var að borða þennan girnilega mat.
Hvað steiktirðu lambakétið lengi væna mín?
Hér er kuldi, skítur og norðanátt og svo sannarlega hefði ég viljað vera hjá ykkur góða fólk og notið ylsins frá ykkar fallegu hjörtum.
Minn tími mun koma já og konur eru líka menn.
Knús á Brynju lillu og fjölsk.
Knús á Tobbuling og fjölsk.
Knús á mömmu mína.
Knús á Kidda.
ps. Brynja áttu svona skúringagræju þar sem maður getur sett vatn og sápu í skaptið og voila engin fata eða tuska

Anonymous said...

Ps. Held ég elski þennan blárósótta dúk.

Anonymous said...

Manni minn er ad gera tonn af fiskibollum, heimatilbunum, ur islenskir ýsu, og ég sagði honum að hann yrði náttúrlega að setja sykur í uppskriftina því það gerir amma og hennar fiskibollur eru þær allra bestu í heimi, var eina leiðin til að koma fiski oni Mögggu sys i gamla daga.
og ég ætla að gefa brynju að smakka,búa til kryddsmjör með karrý hvítlauk, steinselju og salti, og soðnar nyjar kartöflur, nú eða bara með pasta og remúlaði eins og hjá einni vinkonu minni, eða bara með kartöflum brúnni og rababarasultu, eins og brynja vill hafa það, dóttir mín er að kvarta um stærð bollana hjá pabba sinum segir þær eigi að vera litlar eins og hjá Dagrúnu, ekki svona stórar.
löv tobba

imyndum said...

er einhver leið að fá nánari uppskriftir af ömmu bollum ? Og karrý-hvítlauks-steinsselju sjmjöri? Er þetta allt sett í smjörið eða er ég að miskilja eitthvað?
Kveðja, Rósa með löngun í íslenskar kjötbollur

Anonymous said...

Næst þegar ég bý til heimagerðar fiskibollur ætla ég að prófa að setja sykur í fiskideigið eins og amma hennar Tobbu gerir, hlýtur að vera gott fyrst að Tobbulingurinn segir svo vera.
Vildi, vildi, vildi,vildi,vildi, vildi svo vera hjá ykkur.
Elsku Brynja ég er ekki búin að gleyma því að þú ætlar að kenna mér að nota "þrykkvél". Hlakka til þess og tala, hlæja, borða,knúsa ykkur öll, mikið, hitta Tobbuling, knúsa Tobbuling, fara í antíkbúðir, fara í fatabúðir, fara á kaffihús, horfa á iðandi mannlíf, sitja úti að kvöldi til og finna hlýjan andvara leika um. Skoða sænska gróðurinn, tala meira og hlæja meira já og borða meira, njóta, njóta, njóta, njóta ykkar og lífsins. Er að æra barnið mitt af löngun, jarðbundni maðurinn minn stekkur ekki langt en læðist samt að honum löngun.
Við komum!!!!!!!!!!!!!
Risaknús á ykkur öll í nýja húsinu og líka á fjölskylduna sem býr 100 m. frá ykkur.

Fnatur said...

Ja hérna ég segi nú það sama og Rósa. Bara búin að hengja upp myndir og alles. Ekkert smá snögg af þessu. Reyndar man ég eftir því þegar þið fluttuð á hjóna garða að þó að íbúðin hafi nú ekki verið stór þá tóka það ykkur klukkutíma að koma ÖLLU fyrir. Súperlið. Gullfalleg myndin fyrir ofan veisluborðið. Eldhúsinnréttingin mjög falleg og þið öll svo fín og flott.
Til hamingju með nýja heimilið beibe.

Anonymous said...

Mig laaaaangar svo að koma og kíkjá á ykkur. Verðum með gesti nánast að brottför, sem er nottlega bara yndislegast. Sjáum til hvort við finnum korter:-)
kveðja frá Kalmar Fanney

Anonymous said...

Hvað er að mér...til hamingju með nýja fallega heimilið ykkar í Lundi, ég verð æ hrifnari af Svíþjóð eftir því sem mar dvelur lengur..en en en erum á leið heim í faðm ættingja og vina...fannsa again

Anonymous said...

Hvernig var með þessar fiskibollur, ætlið þið að gera uppskriftina opinbera? Þið eruð rosalega dugleg að koma ykkur fyrir, ekkert hálfkák þar á bæ.
Ásta (með heimilið í kössum)

Anonymous said...

þú ert alltaf svo smekleg Brynja og ég vissi að heimilið þitt yrði svo fallegt. Hlakka mikið til að koma og skoða þetta allt sem verður pottþétt fyrr en síðar þar sem ég er með útþrá sem aldrei fyrr og alveg að missa mig á köldum vordegi nánar afmælisdegi Lindu. Vertu dugleg að setja myndir á síðuna þína það er svo gaman að sjá þetta allt.

luv Þórdís

brynjalilla said...

elskurnar mínar allar, mamma fór í dag og tengdapabbi í gær, ákveðinn tómleiki sem fylgir því. Samt er ég nú hætt að skoða fasteignaauglýsingar á Íslandi eftir brottför gesta eins og ég gerði fyrsta árið hérna. Svíþjóð þessi dúlla sem stundum gerir okkur svo glöð og stundum svo pirruð stendur sig svo vel í vorinu og sumrinu. En hvernig sem á það er litið finnur maður fyrir sérstöðu sinni sem Íslendingur og manneskja. Ég er formlega útskrifuð úr listnámi, fékk VG eða väl godkännt í öllu "grobbgrobb", er komin á kaf í garðvinnu þó ekkert enn sé grasið. Búin að planta lavender, rauðri lúpínu og færa rósarunnann einu sinni enn. En nú á endastöð þar sem sólin skín. Tobban mín og hennar fylgifiskar búin að vera hér í dag og það er bara svo yndislegt enda 23 stiga hiti, sól og allir í svo yndislegum fílíng. Þetta er gott líf þökk sé bara 100 metrum og fiskibollum með sykri.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Vá hvað heimilið þitt er tilbúið eitthvað, ég hef ekki enn myndir á öllum veggjum, eftir tveggja ára heimilishald hér í US. Innilega til lukku með þetta allt saman. Þetta lofar góðu, svo ekki sé meira sagt ;) Til hamingju svo með útskriftina úr listnáminu, held þetta hafi verið mega sniðugt skref hjá þér að taka inn Svíþjóð fyrst í gegnum listnámið.

Anonymous said...

Til hamingju með nýja heimilið! Þið eruð aldeilis snögg að koma ykkur fyrir og það sem sést á myndunum lítur afar vel út. Verð að segja, eins og Berglind Rós hér að ofan, að enn eru ekki allar myndir komnar á vegg hjá mér, né gardínur fyrir glugga, eftir tveggja ára heimilishald í nýju íbúðinni. Dáist að skipulagi og krafti ykkar.
Knús, Ingibjörg
PS. til hamingju með einkunnirnar - kemur svo sem ekki á óvart :-)