Monday, May 07, 2007
We will be back
úffpúff, habbahabba, huhhuh og fleira álíka hnoð. Emdaspretturinn er hafinn og heimilið okkar er ekki lengur til hér í Erik Rosenbergsväg 7. Húsgögn í öreindum, milljón svartir útbólgnir ruslapokar, trilljón brúnir pappakassar, rykrottur og drasl er uppistaðan ásamt slatta af óhreinum þvotti hér og þar. Hilfe! Hér þarf að taka til hendinni í dag. Getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki búin að pakka eins og flestir almennilegir Svíar væru búnir að gera, allavega er búið að vera að spyrja okkur í 2 vikur hvort við séum ekki örugglega búin að öllu...hahahhaaha. En við vorum í Paradís á föstudagskvöldið, sko fyrir utan helv. surströmmingen, þvílíkt viðbjóðisógeðissull, lyktar eins og ekkert sem þið hafið áður fundið og mér datt ekki í hug að smakka á þessum kæsta viðbjóði þrátt fyrir að hafa verið alin upp á hákarli, selspiki, hval og hrútspungum, kann því miður ekki að skrifa hljóðin sem passa við úldna síld, en þau eru samsett af úblástri og grettum. EN allt hitt sem var borið á borð var unaður og drykkjarveigar af mismunandi tagi. Án þess að fara út í það í smáatriðum þá hef ég aldrei áður séð Svía drekka tekíla. En garðhús við Hjälmaren, 20 stiga hiti, risastór tunna sem þjónaði tilgangi heits potts, skríkjandi börn sem nýttu hann vel, nú og við Valli auðvitað. Valli stakk sér í Hjälmaren...ekki ég og hann át líka úldna síld. Stjörnubjartur himinn og hlátrasköll. Næstum því of gaman og fallegt þar sem við erum að kveðja hana Örebrú og svona kvöld gera það auðvitað erfiðara. Laugardagurinn var síðan undirlagður undirbúningi fyrir strákapartý, kaupa litlar gjafir, fela þær innan um draslið, gera pizzu með pepperoni, leigja vídeó, kaupa nammi og ís. Mikið stuð þegar leið að kveldi. það var ekkert betra fannst þessum litlu 8 ára gaurum en að éta pizzu bragðbætta með nammi, mikil karlmennska í gangi. Hér ríkti gleði og glaumur og fjórir gaurar gistu og bara einn gugnaði sem var keyrður heim til sín korter í ellefu, litla skinnið, með lítið hjarta en mikið hjartapláss. Æi já Hörður Breki minn var frekar leiður í gær. Það er erfitt skref að kveðja vini sína einu sinni enn en við vitum öll að hann eignast nýja og á nú þegar nokkra á nýja staðnum...já og eitt að lokum, okkur var gefin klifurrós í garðinn okkar, foreldrar besta vinar Harðar Breka voru svo indæl og ekki er laust við að eitt eða tvö tár hafi læðst niður kinnina mína. Æi já auðvitað er maður leiður en glaður líka. Eins og að vera ólétt og finna margar tilfinningar í einu. Svo ekki nóg með það þá hafa Valdís, Eva og Guðjón verið svo dugleg að hjálpa okkur, okkar góðu vinir. Sem betur fer eru þau búin að lofa að koma og heimsækja okkur og við eigum eftir að endurgjalda það, we will be back.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Æi það er rosa erfitt fyrir mann að horfa upp á börnin þurfa að kveðja góða vini sína. Minn átta ára ætlar að eiga síni vini hér í Englandi sem pennavini og vera duglegur að senda bréf frá nýja staðnum. LOVE Ásta
er í huganum með ykkur og enn fyrr ef hægt er. Veit að það er ekki auðvelt að kveðja vini sína.
Að heilsast og kveðjast er víst lifins saga. Það er ákveðin angurværð sem fylgir kveðjustundum en eitthvað gott og fallegt stendur eftir í hjartanu þegar maður kynnist góðu fólki þó maður þurfi að kveðja það aftur. Var að skoða myndirnar af myndunum þínum þær eru allar yndislegar hver annarri fallegri. Svíþjóð á eftir að falla að fótum þér áður en langt um líður! Gangi ykkur sem best við flutningana og það er góð tilfinning að vita af ykkur aðeins nær en áður.
Vid munum taka a moti ykkur med opnu hjarta blomi i haga, skemmtilegum nagrönnum, Eiriki Haukssyni, ludrasveit og rosarunnum.
haettu ad vorkenna ther, og komdu komdu komdu
her er miklu betra ad vera, allir svo svakalega skemmtilegir her a skani, nalaegdin vid Evropu og menninguna thar,vedurblidan, strandirnar, Islendingarnir, Russarnir og Lettarnir sem hjalpa munu ykkur ad bera thessa fullu svörtu ruslapoka, eg verd i gullskonum og horfi a, leidist ad bera ur gamum og geri thad ekki a fritimum, er hins vegar buin ad skaffa adra til thess,
mun sja um matinn, tonlistina, og stemninguna, svona thar til allt er komid a sinn stad a ykkar fallega heimili, og tha munum vid rokka feitt thar saman naestu arin
elska ykkur öll
og ps thu lygur ad thad seu rykrottur heima hja ther Brynja, utilokad,
tobba tutta
var enda vid ad drepa eina raudeygda alvöru rottu, var ad spa i ad gefa ther hana i innflutningsgjöf, hefdi fundist thad fyndid., thu med hvita rottu med bleikt halsband labbandi um hverfid.
hahhahaa Tobba, já ég er hætt að vorkenna mér og hlakka til að koma í Lundinn minn. Viss um að ég myndi sóma mér með rottu í bleiku bandi en finnst nú bara sick að hafa hana dauða sko. Er búin að kveðja flesta sem mér þykir vænt um hérna í Örebro, á reyndar eftir nokkra ljúfa vini sem aðstoða okkur á morgun við að bera, en viss um að enginn þeirra verði í gullskóm. Hlakka til að koma í stemminguna sem þú ein getur skapað kryddaðri með ólíkum þjóðernum og Eiriki Hauks. Tobba, viltu svo segja fyrir mig "kjöt" þegar við hittumst og ekki bara það heldur verðum núna líka nágrannar, jiminn hvað það er dásamlegt.
Gangi ykkur vel að flytja, það er greinilegt af þessari færslu að það er nóg að gera og alltaf er nú jafndapurlegt að kveðja góða vini, en engar áhyggjur, þið eignist aðra góða í Lundi, svona gott fólk eins og þið munuð ekki verða í vandræðum með það að draga að sér fleira gott fólk.
mér líst vel á ykkur að hafa íslenska háttinn á með þessa flutnigna ykkar, þetta væru nú varla flutningar nema það væri eitthvað stess í kringum það:)
Það er eitt sem maður getur alveg treyst á, það verður aldrei auðvelt að kveðja vini sína. Á sama tíma og þetta er erfitt þá er notalegt að hugsa til þess hversu marga vini þið hafið eignast í örebro, en þið hafið lika eignast marga vini vegna þess hversu elskuleg þið eruð góðu hjón og hversu dámsamlegt það er að vera með ykkur, í blíðu og stríðu:)
hlakka til að fá tækifæri til þess að heimsækja ykkur í lund
kossar og knús
Hey beibe. Nammi með pizzu..hmmm hvernig stendur á því að við höfum aldrei prufað það????
Man samt einu sinni eftir því á Greifanum þegar þeir settu pizzu með bönunum og súkkulaði á menu-ið.
Gangi ykkur annars allt í haginn á nýja staðnum og borðið mikið af úldni síld....þið hafið gott af því ;)
Dramatíkin er ad taka af mér völdin, bölvud tíkin sú..
Mér finnst tetta soltid rosalega óraunverulegt Brynja. En samt eru bara fjórir tímar tangad til ég kem og sé alla skínandi fögru skaenisskreyttu skápana skjótast inní gáminn.. púhú! ojbjakkogbarasta
Ég kjem í heimsókn fyrr en varir :)
Skál fyrir nýju heimili og stuði.
Post a Comment