Monday, May 14, 2007

vinnugleði og þrýstin læri.

þetta gengur svona ljómandi vel, við höfum ekki unnt okkur hvíldar og það eru komnar upp gardínur í þá glugga þar sem þeirra er þörf, bæti við að ég er þó ekki farin að skúra gólfin. Mamma og tengdapabbi eru komin með uppbrettar ermar og lokaspretturinn í heimilisgerð hefst í dag með góðum skammti af vinnugleði kryddaðri með íslenskum gourmetmat sem slæddist með þeim, humar, læri, harðfiskur og heimagerðar fiskibollur. Við mamma erum svo að fara í dag ásamt Tobbu og Hlíf í sveitaverslun þar sem antíkmunir og nýmunur erum seldir. Held að það sé eitthvað fyrir konur eins og okkur sem hafa unun af fallegu dóti, retail therapy virkar alltaf vel á mig hvort sem ég þarf á henni að halda eða ekki. En nú er ég að fara að fylgja stráksa í rútuna, bless í bili elskurnar mínar.

18 comments:

Anonymous said...

Sæl elsku lillan mín
Þegar þú ferð að skúra gólfin ertu svo sannarlega komin heim.
Er á leiðinni í sveitaverslunina með ykkur...í huganum.
Vænti þess að við skemmtum okkur konunglega við að þefa upp gamlar gersemar og djásn. jæja seinna þá en halló mamma, halló kiddi og halló Tobbulingur.
Knús á alla línuna.

Thordisa said...

já ég væri sko til í sveitaleiðangur með ykkur. Skoða sæta antik búð og fara svo á lítið kaffihús nammi.. sakna þín svo mikið

Lilý said...

Búllíbú.. baulaði lítil kú!
Hvar ertu hvar ertu sæta þú?
Í huga mínum dansar sú fagra frú!
Við skúringarkústinn það er alveg true ;)

:*

imyndum said...

Góðann antíktúr, hlakka til að heyra hvernig gekk.... hvernig er það annars Brynja, kaupir þú uppgerða hluti eða gerir þú þá upp sjálf eftir þínu höfði?
kossar, Rósa

Fnatur said...

Heeelúm skvís.
Hvenær fær maður myndir?
Bíð spennt beibe. Ahhhhh þegar þú sagðir fiskibollur þá fékk ég sko vatn í munninn;)

Anonymous said...

FORSETINN Á AFMÆLI Í DAG !

Anonymous said...

gaman að hafa mömmu sína hjá sér:)
já og tegndapabbana líka eigi maður þá:)

Anonymous said...

Sæl litla sys.
Þetta er nú að æra óstöðugan.
Þú með lýsingar á ljúfa lífinu hjá þér. antikbúðir, líf, fjör, list og lífsgleði og stutt í kóngsins Kaupmannahöfn.
Áðan hringdi vigga og lýsti sínum lífsins unaðssemdum og heimi.
Hitastigið leikur við ykkur meðan ég eyminginn kúldrast í norðanátt og kulda og búðirnar sem eru á mínu skipulagi eru Bónus og Hagkaup. jæja ég borðaði þó siginn fisk í kvöld með pabba, það var gott og gaman en er farin að hallast að því að ég verði bara að flytja út líka. veistu um góða íbúð?
Elska ykkur og sakna.

Thordisa said...

já frú skrú skrú ég kem bara með þér þó svo er veðrið búið að vera fínt hér en samt pínu kalt.. pöntum okkur flugmiða!

Anonymous said...

Búin að panta kæra Þórsís.

Anonymous said...

ehemm Þórdís meinti ég.

Anonymous said...

Til hamingju með nýja heimilið og skólavistina kæra vinkona. Var sofnuð áður en ég náði að hringja í þig í gærkvöldi. Geri aðra tilraun í kvöld.
Gangi ykkur áfram vel með að koma ykku fyrir og ég bið að heilsa mömmu þinni.
PS Áslaug - hryllilega er nú litli hundurinn þinn krúttlegur í fötum, peysu eða kápu eða hvað þetta nú er. Benti Birni á voffann þegar við ókum framhjá ykkur mæðgum á labbinu með hundinn. Hann sagði að hundurinn væri í leikfimisfötum, haha.

Anonymous said...

Já Ingveldur mín varðhundurinn minn ógurlegi var í hettupeysu sem hann fékk í jólagjöf frá svíþjóðarförunum mínum. Á baki peysunnar stendur skýrum stöfum "SINGLE". Hún Fífí mín er mjög hrifin af peysunni og biður um að fá að fara í hana í hvert skipti sem við förum í göngu.
Held hún vonist eftir því að verða ástfangin.
knús

brynjalilla said...

æi hvað það er gaman að lesa öll þessi komment. Antíktúrinn var yndislegur, sveitabýli og það var allt svo fallegt þarna að maður bara varð eins og krakki í nammibúð, hringsnérist og langaði í allt. Ég keypti mér svo fallegt fat á fæti en usspuss það var mölbrotið þegar ég tók það uppúr pokanum hrmpfff en ég keypti líka pínulitla orkedíu í hvítum potti, blómstrandi salvíu og rósmarín í garðinn minn, sápur og ilmpoka. Annars vona ég innilega að fífí mín verði bráðum ástfangin og að ég sjái ykkur allar sem fyrst. Mér finnst sígin fiskur góður með smjöri og yfirleitt kaupi ég antíkdót eða "gamalt drasl" af því það er svo mikil sál í því og því tími ég sjaldnast að gera neitt við það. Á morgun ætla ég að baka tertu og halda matarboð 7 börn og 8 fullorðnir. Reyktur íslenskur silungur með rúgbrauði og eggjahræru í forrétt, grillað lambalæri í aðalrétt og bananaterta í eftirrétt, já og að lokum ég skúraði í kvöld;)og keypti mér svo mikið af afskornum blómum að mér var gefin fata undir þau í búðinni. Blómin voru gjöf til mín frá mér, fjólubláar fresíur, rauðbleikar bóndarósir, bleikar og fölbleikar venjulegar rósir, bleik lúpína, hvít klukkublóm og bara til að montast þá kostar full fata af blómum 280 skr. Nú ætla ég að dást af þeim og fara svo að sofa. Go´natt.

Anonymous said...

Í dag fór ég nú "auðvitað" í Bónus og keypti lambafille m/fiturönd. Ætla að grilla annað kvöld og bjóða pabba. Hugsa til ykkar í kvöld. Góða skemmtun.
knús á línuna.

Anonymous said...

Hola kæru vinir, og innilega tilhamingju með nýja heimilið og að vera komin inn í skólan!! Það kom mér reyndar ekki á óvart, þú átt eftir að briljera þarna. Sakna ykkar, knús og kramar frá Kalle Posts vägen

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju með nýja heimilið kæra fjölskylda. Verð með ykkur í anda að borða allan íslenska gourmet matinn. mmm

Anonymous said...

Er á vakt, var bedin um ad koma a aukavakt, gat ekki fundid neina afsökun nema timburmenn sem er natturlega engin afsökun, er buin ad hlaupa eins og gedsjuklingur milli akut keisara og slysa og rassakýla, allavega vildi frekar vera heima hja Brynju ad borda leifar eftir yndislegt matarbod, en goda vid thetta er ad ef Gud lofar verdur Brynjumamma buin ad stytta Laura Ashley blundugardinurnar minar sem kviknadi i og hafa dregist eftir golfinu i heilt ár.
lengi lifi Brynjumamma
tobba í klobba.