Monday, May 21, 2007

Allt í steik...jandi

Hér er allt í steik...jandi hita, mælirinn komin upp í 25 gráður og ég er búin að þurrka 2 umganga af sængurfötum á 10 mínútum úti á verönd. Hér er allt að renna inn í ljúfan hversdagsleikann sem lýsir sér m.a. í að ég ætla á stúfana í dag og finna mér nýja líkamsræktarstöð en öll slík rækt hefur legið niðri síðustu vikur vegna annríkis í hreiðurgerð. Mér finnst yndislegt að vera heimavinnandi allavega ennþá og horfi gráðugum augum á moldarflötina mína og vil fá gras til að slá og til að hlaupa á í gegnum úðarann. Núna ætla ég að reyna átta mig á hvernig ég slekk á hitanum í húsinu því eins og gefur að skilja þarf enga upphitun í dag úffpúff svo ætla ég í grænan sumarkjól og fara í blómalandið og kaupa mér sumarblóm.

4 comments:

Fnatur said...

MMMMMM það er alltaf svo góður ilmur af útiþurrkuðum þvotti. Ég vildi að ég gæti verið með þér í blómaleiðangrinum. Að sjálfsögðu myndi ég mæta í sumarkjól líka og sandölum.

Knús, lille Fnatz

Anonymous said...

hlakka til að hlaupa í gegnum úðara með þér !

Anonymous said...

Takk fyrir hringinguna í gær gott að heyra í þér enda fór sólin að skína í dag :-)

Anonymous said...

Yndislegt! Er ekki bara að hitna hjá okkur öllum ? Sonur minn fór í fyrsta skiptið í stuttbuxur í skólann í dag..eins og Bretinn segir...the weather is absolutely LOVELY!!! XXX Ásta