Monday, June 18, 2007

Hjartalaga tattú

Vaknaði í morgun við innrás barnanna minna sem sungu hún á afmæli í dag og hlunkuðust ofan á mig. Hörður Breki teiknaði mynd af einfættum fugli sem var með hjartalaga tattú og inn í því stóð "mom". Tobban hringdi frá Ítalíu og sagði mér að hún væri að láta prjóna á mig íslenska lopapeysu, yndisleg. Við Valli drifum okkur í ræktina, svo inn í Malmö þar sem við fengum okkur uppáhaldsmatinn minn, sushi. Afmælisstelpan fékk nýja skó og fleira girnilegt í tilefni dagsins. Rólegheit seinnipart, mömmuspjall og svo vídeónammikvöld ásamt tengdafjölskyldunni.
Nú bíður mín hvítvínslús og tilfinningin að vera nær fertugu en nokkru sinni áður...ekki eins sárt og það hljómar.

13 comments:

Lilý said...

Góður dagur Brynja.. og það er inn að vera með hjartalaga tattú með mom ritað inní. Hörður veit hvað hann syngur ;) til hammó aftur!

Fnatur said...

Skál Brynsí beib.
Skálum fyrir hrukkum á AK í uppáhalds hvítvíninu mínu. Spurning um að ég mæti með flöskuna með mér ef hún er ekki til þar.

Þú ert frábær, glæsileg og sennilega full eða sofandi núna ;)

Anonymous said...

er stifmalud i finum kjol ad fara med tutti la familia i vatikanid, svaf i klaustri og var thjonad til bords af nunnum, yndisleg borg, a morgun bidur min Toscana aftur.
Hlakka til ad sja ykkur, einsi vildi sofa uppi hja Helgu i gaer an thess ad hafa farid i bad og tha sagdi hun Nei thu ert med svo skitugar faetur, og tha sagdi Einar: thu heitir nu ekki helga lengur heldur Brynja, og nu er hun kollud Brynjalilla, barn er ad tha bragdid finnur eda eitthvad svoleidis.
Chiao tobba et co

Anonymous said...

hæ skvísa var á ferðinni í allan gærdag á okkar gamla íslandi ekki samband fyrr en seint og þá beint í heimsókn með pabba gamla sem er með mér og þurfti að nota hverja mínútu í Reykjavík til að gera eitthvað híhí.. Tek upp tólið í kvöld og hringi í þig xxx

Anonymous said...

Til hamingju með daginn í gær vinkona, sé að þú hefur notið dagsins vel!

Anonymous said...

Hæ hæ og til hamingju með daginn í gær skvísa.
Áttum frábæra helgi með Inger og Hasse í Reykjavík um helgina.
Túristahringur , Þingvellir, Gullfos, Geysir, út að borða og dansa á Brodway. Verðum í Örebro 27. júlí - 13. ágúst. Vúuu, hlökkum mikið til. Hafið það gott
Knús og kossar
Auja

Anonymous said...

Til lukku með afmælið (í gær)...jæja þá er bara komið að leiðarlokum hjá okkur. Tregi og gleði í bland. Hefði verið að gaman að hitta á ykkur,,,fórum jafnvel óvænt til Örebro stuttu eftir að þið fluttuð þaðan í smá sjúkrahús-heimsókn. En hafið það áfram gott í Sverige, við eigum sko eftir að sakna margs...knús Fanney Kalmar (ennþá)

Anonymous said...

Elsku Brynjalilla,

Óska þér hins besta á afmælisdaginn, þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 24 ára!!

Hlakka til að hitta þig í sumar, kær kveðja, Ásta tannsi og Ásta fiðla.

Anonymous said...

Til hammó með ammó.

Kveðja

Anna Sigga

brynjalilla said...

Takk fyrir fallegu kveðjurnar, hefði sko alveg viljað láta þjóna mér af nunnum eða vera í góðum fíling með ykkur Auja. Fanney vildi líka að þið hefðuð getað kíkt á okkur hérna en það er samt stutt á milli Sverige og frónsins góða;) Vonandi munið þið öll eiga góðan dag.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju gella með daginn. Þú ert held ég ein af þeim sem verður 29 dáltið lengi.

Anonymous said...

Til hamingju aftur :-)

Anonymous said...

Til hamingju aftur :-)