Sunday, July 15, 2007

Andalúsíuhundur og annað góðmeti



Við erum búin að eiga góða sólardaga um helgina. Fengum vinina okkar í heimsókn, Arnar, Hönnu og börnin þeirra, Grím og Unni. Þau stöldruðu við á leið sinni til Madridar þar sem þau ætla að búa næstu árin. Auðvitað skörtuðum við okkar fínasta, lékum okkur, borðuðum góðan mat, horfðum á skrýtnar kvikmyndir, t.d. Andalúsíuhundinn sem Salvador Dali og Luis Bunuel leikstýrðu. Við nutum samverunnar og lögðum fyrstu drög að því að heimsækja þau til Madridar vonandi innan langs tíma, vona að ykkur gangi vel í Madrid kæru vinir!

Dagrún spurði mig í dag klukkan 16:00 hvort við ættum ekki bara að fara að sofa til að tíminn liði hraðar. Íslandsför í fyrramálið og alveg indæl tilhugsun um auðvelt ferðalag, Kastrup-Akureyri. Allt pakkað og klárt. Ég verð eina viku á fróni en börnin tvær vikur og því margt framundan. Þau ykkar sem langar að hitta mig viljið þið hringja í mig í:
8610035
en það er símanúmerið sem ég verð með þessa viku. Við finnum stund til að snæða, drekka kaffi, fara í labbitúr í fjörunni eða bara eitthvað annað unaðslegt.

Og hér komum við Ísland...

ps: Klukkan er 22:40 og börnin loksins sofnuð eftir endurtekin köll "mamma ég get ekki sofnað" Ég læddist inn til Dagrúnar til að kíkja á hana og get ekki annað en hlegið. Hún er sofandi en búin að klæða sig í fötin ætluð morgundeginum með töskuna sína við hliðina á rúminu.

4 comments:

Anonymous said...

já gott hjá Dagrúnu, gera allt sem hún getur til að flýta fyrir. Enda miklu betra að vera tilbúin tímanlega !
Hlökkum til að sjá ykkur, verðum einstaklega morgunhressar mægðurnar á vellinum í fyrramálið :)

Kveðja
Edda

Anonymous said...

velkomin til akureyrar:)

Fnatur said...

Hlakka til að hitta þig beibe.

Anonymous said...

Hahah, jesús hvað hún er mikið krútt