Wednesday, July 25, 2007

djúpsteikt pylsa með öllu.

Átti frábæra viku á Íslandi-Akureyri. Veðrið ljómaði og fjöllin montuðust í sumarskrúðanum og þóttust aldrei fegurri verið. Ég fagnaði með þeim og leit upp til þeirra. Samhliða því fylltist ég angurværð og tregatilfinningu, fann hversu ég hef vaxið frá Akureyri allavega þessar stundirnar í lífi mínu. Man eftir svipaðri tilfinningu til Árskógssandsins sem vaggaði mér í æsku, þegar ég var búin að hleypa heimdraganum. Vona samt eiginlega að söknuður eigi eftir að grípa mig, sé alveg fyrir mér fallegt hús í heiði með stórum gluggum og stórri vinnustofu.

En ég átti frábærar gæðastundir með vinkonum mínum og fjölskyldu. Náði einkatíma með nánast flestum sem ég hafði ekki hitt lengi, sérstaklega Fanney minni sem ég hafði ekki hitt í tvö og hálft ár. Stelpukvöldið í hópi vinkvenna minna var afskaplega skemmtilegt, opinskátt og náið. Kjötsúpa með fjölskyldunni var unaðsleg. Kjarnaskógur, sundlaugin, pengsnúðlur og Brynjuísinn á sínum stað og nutu sín vel í veðurblíðunni. Brúðkaupið þeirra Jóhönnu og Nonna var yndislegt, látlaust í fallegu Möðruvallarkirkju og presturinn mælti sköruglega og vel. Veislan var stórkostleg og vel var veitt af mat og drykk og ég kynntist góðum hópi kvenna sem ég vonandi hitti aftur.

Ég kíkti í bæinn, tók sveiflu á Kaffi Akureyri, fékk mér djúpsteikta pylsu og franskar, horfði inn í lygnan eyjafjörðinn um miðja nótt. Sem sé gerði margt og mikið á einni viku.

Börnin erum enn á Íslandi, fara á hverjum degi í sund og heimsækja vini og vandamenn og fýla sig í botn. Á meðan erum við Valur ein heima sem hefur ekki gerst á þriðja ár. Njótum þess í tætlur og erum að fara í rómantíska ferð til Kaupmannahafnar um helgina. Sækjum svo börnin á völlin á mánudaginn sem koma í fylgd afa og ömmu, systur minnar og fjölskyldu...í þessum skrifuðum orðum finnst mér þetta ekki geta verið betra.

ps:Engar myndir voru teknar í Íslandsförinni en myndavélin og tölvan voru líka í fríi.

7 comments:

Anonymous said...

Elsku mamma og pabbi !!
Þótt það sé gaman á Islandi söknum við ykkar. Við förum á sundnámskeið á hverjum degi og það gengur mjög vel.Við fórum líka að veiða, Dagrún fékk einn lax og einn regnbogasilung en Hörður fékk
þrjá regnbogasilunga.Afi Hölli ætlar að láta reykja fiskana.
Í morgun vorum við að hjálpa Eddu að passa Kolfinnu. En Kolfinna er alveg að að fara að ganga.
Hlökkum til að hitta ykkur á mánudaginn. Ástarkveðjur Dagrún Kristín & Hörður Breki

Anonymous said...

velkomin heim sæta mín, takk fyrir núðluferðina, það var yndislegt að hitta þig og eiga með þér þessa góðu stund, hún bætti það upp að ég missti af stelpukvöldunu, þó svo ég sé ennþá svekkt. Njóttu dagana framundan með sæta karlinum þínum og góða skemmtun í rómantíkinni í Köben.
kossar og knús úr Grímsey
Hanna Berglind

brynjalilla said...

æ elskurnar mínar, mikið var gott að lesa þetta rétt áður en ég fór í háttinn. Sakna ykkar rosalega mikið og hlakka til að borða fiskinn sem þið veidduð, þið eruð ekkert smá dugleg. Það væri nú magnað ef Kolfinna færi að labba áður en þið komið heim.

Takk sömuleiðis Hanna mín, vona að þú njótir þín í Grímsey.

imyndum said...

Gott ad Islandsforin var god, min hefst i kvold, Brynjuis og djupsteiktar pyslur, kvoldrodinn yfir fyrdinum, vinir og fjolskylda ;) er ekki lifid yndislegt

Anonymous said...

Hæ Brynslan mín ég fann hvíta jakkan þinn í bláum nettó poka. Börnin munu færa þér hann heim. Hafðu það sem allra best um helgina!

brynjalilla said...

ah gott að hvíti jakkinn er kominn í leitirnar...

Fnatur said...

Hæ elsku Brynja mín.
Komum heim seint í gær, meila þér seinna í kvöld.

:)

Ég klikkaði alveg á djúpsteiktu pylsunni hehe.