Monday, July 02, 2007

Glóð frá guði


Afrakstur dagsins, ókláraður

...já ég veit dramatískur og brynjulegur titill. Hann bara passaði svo vel við stemminguna í dag og undanfarið. Við erum sem sé búin að eiga góða og rólega daga undanfarið, lyft þeim upp með jarðaberjatínslu, hellaskoðunarferð í Tykarpsgrottan, kastalaheimsókn og rólegheitum heima við. Eldað góðan mat, bakað kanelsnúða, gert ískokteila, horft á vídeó og dundað í garðinum. Börnin eru úti á línuskautum með Nönnu sinni sem sér um þau meðan ég sit og mála. Finnst ég hafa fundið sjálfa mig einu sinni enn við að eiga stundir framan við trönurnar mínar, geta látið hugan reika og fyllt mig þessari orku sem sköpunargleðin og góð litasinfónía skilar af sér. Dæs en nú er tebollinn búinn og þessi umferð vonandi orðin þurr og ég munda pensilinn á ný.

Myndirnar eru af ofangreindum herlegheitum auk stelpukvölds, leikrænum tilþrifum frá heimsókn í "sagogarderoben" fyrir 3-8 ára og frá tveimur innsetningum sem við kíktum á.


















19 comments:

Anonymous said...

Langar að sjá málverkið þitt!

Gott að heyra hvað þið hafið það gott.

Knús.

Anonymous said...

takk fyrir spjallið á msn væri til í hellaskoðun og jarðarberjaferð með þér það verður bara fyrr en síðar. Hér skín sólin og ég ætla að njóta þess að hætta kl 4 í dag ekki 5 eins og alla síðustu viku.

Anonymous said...

Oh vá, þær eru svo geggjað sætar þarna á síðustu myndinni...

Anonymous said...

yndislegar myndir - sætar vinkonurnar með bleika mjólkurhristinginn:)
Hlakka til að sjá málverkið þitt fullklárað, því ég elska það eins og það er núna
kossar og knús úr akureyskri kvöldsól

Anonymous said...

Æðislegt málverk! og fallegar myndir af fallegu fólki.

Anonymous said...

Ég tek undir með Ingibjörgu með málverkið og fólkið. En þar sem ég er trúleysingi af guðs náð, þá fíla ég nafnið á málverkinu engan veginn :)

Anonymous said...

Og já, það er Anna Sigga sem skrifar athugasemdina á undan...

Anonymous said...

Halló halló. Flottar myndir. Hér er fallegt kvöld eldrauð sól í hafinu. við vorum í sveitinni um helgina í algjörri afslöppun og skruppum síðan á Húsavík allt gott að frétta þar. Ástarkveðjur og stórt KNÚS. Frá okkur í Snægilinu.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Tek undir með öðrum. Skemmtilegar myndir að vanda. Verst að við náum ekkert að hittast fyrir norðan með krakkana. Koma tímar, koma ráð.

Anonymous said...

Hlakka til að hitta þig Brynjalilla!! Ásta

imyndum said...

Frábærar myndir....

Anonymous said...

Brynja bara 2 vikur í hitting ég er farin að telja niður! Sólin skín sem aldrei fyrr í dag og það er skelfing að vera innilokuð hér. Langar miklu meira að koma til þín og tína jarðarber nammi.

Anonymous said...

Yndislegt málverk og hljómar líka eitthvað svo elegant að vera heima og vinna við að mála á milli þess sem maður tínir jarðarber og fer á innsetningar! Get ekki beðið eftir að komast í sumarfrí og nú fer að styttast í að þú komir á svalirnar til mín og drekkir ein góðan latte!

Anonymous said...

æðislegar myndir....ohh mig langar til ykkar !

En það er nú stutt í að þið komið, þó aumingja Valli verði bara að vera einn heima...

Kv
Edda

Anonymous said...

Falleg mynd, enda ekki við öðru að búast af þér.

Knús úr sólinni hér á klakanum.
Lóla.

Anonymous said...

Góðar myndir af skemmtilegu lífi. Hamingja og gleði. Tók mér frí og skreið upp úr moldarvinnunni til að kíkja á netið. Dustaði mesta rykið af mér en á mér leynast þó grasstrá og laufblöð.
Nýt þess í botn að vera úti þessa dagana. Það leikur ómþýður þytur í trjánum mínum og þau varpa glaðlegum skuggum á grasflötina. Undir þytinn leikur margradda fuglasöngur, þetta yljar mér í hjarta. Margra ára endalaus vinna að skila sér. Þvílík hamingja.
Barnið mitt er í Höfuðborginni að keppa á norræna unglinga og barnamótinu í sundi og verður þar þangað til á föstudaginn, þannig að það er líka hamingja og gleði hjá henni. Stundum er lífið svo einfalt og ljúft.
Svo er bara að bíða eftir þér.
Á bleikt kampavín sem bíður líka.
Á að drekkast með þér á sólpallinum.
love you.
Áslaug

Fnatur said...

Hæ darling. Takk fyrir að setja inn svona yndislegar myndir. Elska að sjá málverkin þín og það sést að þið njótið ykkar í litla Lundi.
Hlakka til að sjá þig beibe;)

Fnatur said...

10 dagar;)

Lilý said...

Ó kræst hvað ég sakna þín og ykkar allra!

Var að koma úr ræktinni.. hér er engin glóð frá guði en hann grætur himininn. Guð er að skúra. Loksins.. hann hefur ekki rímað við þig lólan mín þennan fyrripart sumars og vanrækt skúringarnar svo að grasið var hætt að vera grænt og orðið gult af þurrk! Svo ekki veitt'af vænum slurk)

Búin að sakna þín oft og mikið þennan fyrri part sumars. Varð hugsað sterkt til þín í gær þegar ég var að taka til í geymslunni og datt ofan í Rússlands minningar, möppurnar sem við gerðum í uppeldisfræði og hugmyndabókina úr líf og listum. Las frá þér umsögnina fyrir bækurnar mínar og leið svo ljómandi vel.

Ást