Friday, July 27, 2007
Veðurbitið
Hér rigndi eldi og brennisteinum í nótt. Húsið lýstist blátt og drunurnar svoleiðis glumdu í eyrunum að enginn var svefnfriðurinn. Þetta var samt ótrúlega notalegt, stórhríðartilfinning og við Valli kúrðum bara og nutum þess að þurfa ekki að fara á fætur þar sem það var jú mið nótt. Sólin skein svo í morgun og lét eins og ekkert væri, spái að hún sýni sig í klukkutíma eða svo en síðan taki skýjaþykknið við sem er búið að hanga yfir okkur mestan part sumars, fussum svei. Merkilegt nokk hvað samviskubitið lætur á sér kræla þegar veðrið er ekki gott og von er á Íslendingum í heimsókn. Maður skammast sín hálfpartinn eins og blautveðrið sé sér að kenna. En veðurbitið verður slævt með öðrum unaðssemdum og ég hef uppi áætlanir að elda eitthvað gómsætt í sólarstað. Annars sit ég með tebollann minn og er að reyna að hrökkva í gang og dröslast í ræktina...Langar meira til að naglalakka mig og undirbúa mig fyrir Kaupmannarhafnarferð, 7 ára brúðkaupsafmæli á döfinni og því mikilvægt að skarta sínu fegursta.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
7 ára ! ja hérna hér.
Innilegar hamingjuóskir :)
Annars getur veðrið hjá ykkur ekki verið fúlara en veðrið hér núna þannig að hættu bara að hafa áhyggjur. Hér er 8 stiga hiti, ísköld norðangjóla og rigning.
Góða skemmtun í Köben
Edda
Annars hlýnar manni nú bara við þetta stuð sko ;)
Pallinn að meika það með 2 ný lög !
http://69.is/openlink.php?id=73118
stuð að eilífu....
Edda
væri til í að kúra með þér í þrumum og eldingum, undir teppi, sötrandi te og jafnvel borðandi brauð með bláberjum:)
Þá eru börnin komin heim....örugglega glöð að knúsa ykkur foreldrana :)
Kveðja
Edda
Sæl Brynja mín
Gaman að fylgjast með þér á blogginum. Smá tenging við Svíþjóð:-).....Við söknum Svíþjóðar, þó að gott sé að koma heim....hej Fanney fyrrum Kalmar-búi
Kolfinna afmælisstelpa sendir kveðjur til Svíþjóðar :)
Post a Comment