Ekki beint heimþrá en eitthvað....Hauststemmingin er notaleg, svona rás eitt og soðin ýsa í hádeginu og maður horfir út um sjósleikta glugga meðan kjammsað er á ýsunni með smjöri. Annars hertekur tölfræðin líf mitt þessa dagana og fer ekkert of mildum höndum um mitt sálartetur. Finnst hún leiðinleg en já ég veit, nytsamleg...ég þrauka því allt hitt nærir sálina og það er íslenskt lambakjöt á matseðli helgarinnar.
Í gær var helsta innihald dagblaðsins okkar auglýsingar um jólahlaðborð og ég var reglulega trufluð af börnum sem voru að selja jólablöð hér í hverfinu. *Dæs* jólin, er farin að leika mér að því að hlakka til "kleinachten", piparkökugerðar og logandi ljósa í hverju horni.
En fyrst...unglingurinn á heimilinu verður 16 ára á morgun, músalúsin mín sem elskaði prinsessukjóla og glit en vill nú frekar góða ferð í H&M. Ég man svo
ósköp vel eftir því þegar ég sá hana fyrst, í hlýjum örmum móður sinnar, dökkhærð og fallega krumpuð. Þessi minning fer saman við fyrstu dagana í tilhugalífi mínu og Vals þannig óhjákvæmilega varð músalúsin strax hluti af tilveru okkar . Við færðum henni óróa keyptan á Spáni, skreyttann marglitum skeljum. Líklega forljótur en þá fannst okkur hann fallegur og hugsanlega það fyrsta sem við skötuhjúin keyptum saman.
Man þegar ég var 16 ára með hræðilega ljóta eighties hárgreiðslu og bleikann varalit. Nanna er sem betur fer ekki í þeim pakka, falleg, klár og svo óendanlega skynsöm. Kann samt alveg að hafa gaman af tilverunni og kennir okkur hinum fjölskyldumeðlimunum mikilvæga unglingstakta sem gaman er að gera grín af. Opnar okkur heim sem var gleymdur, unglingamenning, sem er náttúrlega ótrúlega merkilegur heimur og í rauninni heilmikill lúxus. "O my god" eru orð sem við heyrum oft og rjóðar ástfangnar kinnar unglingsins gefa okkur færi á að rifja upp eigið tilhugalíf og gefa hauststemmingunni frekari lit.
Já til hamingju með afmælið Nanna músalús, við elskum þig jafnvel þó að óskaafmælismáltíðin þín sé Pytt í panna-pizza, herregud, með steiktu eggi og rauðrófum!
Friday, September 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Það er einmitt veðrið til að vera inni hjá sér og horfa út því það er rigning og sannkallað haustveður. Afmæliskveðja til Nönnu skvísu.
Kveðja Lóla.
Þakka hlý orð í minn garð! Hef bara gaman af að kynna fyrir ykkur gamalmennunum heim hins nútímavædda unglings xD
omglol!
Lola: Þakkir fyrir afmæliskveðjuna!
Fyrirgefðu væna mín en hvað í ósköpunum þýðir xD hjá þér? Sko í mínum "GAMALMENNA"heimi þýðir það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og á því hef ég engan sérstakan áhuga, lgg!
Oh gaman að rifja upp sweet sixteen stemninguna :D
Hmm Brynja, er xD ekki bara :D í krampahlátri ... :-/ tja hvað vitum við....
Ég man eftir mínu 16 ára afmæli. Var í Reykjavík eftir endajaxlatöku, stokkbólgin og fín og hitti Rósu Rut á Tommaborgurum þar sem ég nagaði nokkrar franskar kartöflur jeiii
Annars var ég alltaf hálf-feimin við að gellast eitthvað. Rósa var með bleika varalitinn og brúnan varablýant í kring ... að mig minnir ... það var rooosalega töff. En ætli ég hafi ekki aðallega verið að koma mér upp hallærislegri fertugsgreiðslu (hrollur) og klæðast risastórum peysum af stóru systur og mömmu! Ójú - ég reyndar átti svona útfjólublátt varagloss....íííígg sem dró fram rauða litinn í kinnunum hahaha arrr.
Til hamingju með afmælið Nanna - njóttu vel !!
Já 16 og þá fannst manni lífið flókið en samt allt svo svart og hvítt. Mikilvægast að tapa ekki sjálfum sér í gegnum tíðina og muna að tala engum sem sjálfsögðum hlut. Hlúa að sér og sínum og gleyma sér ekki í gráum hversdagsleikanum sem getur svo oft verið yfirþyrmandi. Lífið er of stutt til að gera neitt annað en njóta þess og lifa því til fulls. Til hamingju með daginn Nanna mús. Koss og knús Brynja mín
Já skynsöm, ekki er nú hægt að segja að allt sem fram fer hér innan veggja heimilisins sé skynsamlegt.
Hún eyðir þó enn lunga dagsins (og næturinnar líka þegar laumast er inn eftir að aðrir hafa sofnað) í örmum einhvers en ekki eru það armar móðurinnar.
Hahahaha frekar fyndið að lesa yfir þessi komment.
En áttuð þig gömlu gellur ekki hvítann varalit?
Hann fékkst í Amaro og rann út hjá þeim í kassavís.
Akureyrardömur gengu um miðbæinn eins og liðin lík með hvítar varir.
Ég man eftir góða fjólbláa varaglossinu hennar Ástu sis og fékk ég góðan fyrirlestur ef ég vogaði mér að stelast í þann demant.
Brynja njóttu haustsins mín kæra.
Á meðan þú rokkar í tölfræðinni þá rokka ég í tónfræðinni og hugsa til þín á meðan;)
Nanna til hamingju með afmælið.
sweet sixteen:) er eitthvað betra?
man reyndar ekki eftir sextán ára afmælinu mínu sama hvað ég reyni, en ég man það samt að mér fannst gaman að vera sextán!!! og í mynningunni var það líka gaman. En hins vegar er ótrúlegt að hafa verið nástum því fullorðin fyrir tuttugu árum síðan, að geta talið í tugum og hafa yfir höfuð verið fædd!!!
sæl elsku systir, er komin í hausthug og aftur farin að fara bloggrúntana mína. Hér er samt 15 stiga hiti, sunnanátt og gæði.
Sakna þín og sakna þín og þinna.
knús
þín Áslaug
bara 10 dagar :)
Fjólubláa varaglossið mitt var ÆÐI! Líka hvernig ég spreyjaði hárið á mér upp og til hliðanna, þurfti að kaupa heilan hárspreysbrúsa í hverri viku!!
Fanney mín ég skal skreppa í Amaro og athuga hvort þau eigi enn hvítu dýrðina, sá bara einhver Janus ullarboli síðast þegar ég fór í Amaro og svo var Body shop búin að troða sér þar líka. Amaro er ekki eins og það var í gamla daga með gömlu vefnaðarvörudeildinni þar sem maður keypti sér snið og efni og fór svo heim að sauma misskræpóttar buxur. Kær kveðja, Ásta fiðla
Post a Comment