Monday, November 12, 2007
margmenningarlegur kokteill
þetta var svo skemmtilegt kvöld. Það er ótrúlega gefandi og áhugavert að hitta allt þetta fólk og kynnast því betur með hverjum deginum. Ég ætla að láta mér þetta að kenningu verða. Fyrsta skóladaginn minn nefnilega var ég lítil og hrædd og efaðist um að ég ætti heima í þessum hópi fólks sem sveipaði um sig doktorsgráðum, mastersgráðum, spennandi starfsreynslum og allskonar fíneríi. Fannst ég vera lítil stelpa þennan dag með svo sem gott nesti í farteskinu en samt án rjóma og smjörs. Núna er ég búin að komast að því að öll vorum við lítil og hrædd þennan dag, öll búum við yfir lífsreynslu og menntun sem myndar þennan fallega kokteil sem við erum, vissulega finnast kekkir í kokteilnum vegna menningarmargbreytileika en við smjöttum bara á þeim. Sumum lengi, öðrum stutt og reynum að átta okkur á bragðinu.Næst þegar ég verð lítil og hrædd ætla ég að muna þetta og bíta fast í bitann sem stendur í mér. Það eru forréttindi að fá innsýn í lífssögur þessa fólks sem eru svo ólíkar en öll deilum við sömu grundvallartilfinningunum og lönguninni að gera þennan heim betri á einhvern máta...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Alltaf sama stuðið hjá þér. Það er gott að þú ert að finna þig í hópnum. Hefði verið gaman að vera með ykkur kíkja á þennan fjölbreytta hóp.
Greinilega flott partý hjá ykkur og álitlegur hópur fólks. Forréttindi að fá að kynnast margbreytileikanum.
Fjörugar myndir af flottum hópi skvísa. Þú ert alltaf jafn glæsileg.
Þetta minnir mig pínu á þegar við bjuggum í NC því þar eignuðumst við vini frá öllum heimshornum. Það er eitthvað svo skemmtilegt að fræðast um önnur fjarlæg lönd og læra nýja siði og venjur.
Njóttu lífsins skutla.
Sjitt, hun er svo falleg, tarna Mihila! Va!
Kul med prinsinum ;)
Post a Comment